Valdhafinn stígur fram
Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu.
World Economic Forum og „Endurstillingin mikla“
Áhrifamesta auðmannasamkunda heims setur í gang áætlun um „endurstillingu“ hagkerfis og valdastrúktúrs kapítalismans. Stefnan flaggar jöfnuði og grænum gildum en felur í sér einstæðan flutning fjármuna til hinna allra ríkustu og stór skref burt frá lýðræði.
Það sem allir friðarsinnar þurfa að vita um umhverfismál og kapítalisma
Friðar- og umhverfisbaráttan fléttast margvíslega saman, umhverfisvandinn og stríðshættan kynda hvort undir öðru. Kapítalisminn leiðir af sér kreppur, styrjaldir, ófrið og eyðileggingu umhverfis. Getum við stuðlað að því að leiða umhverfis- og friðarhreyfinguna í einn farveg sem beitir sér fyrir afnámi auðvaldskerfisins?
Heimsvaldastefnan og bandarísku kosningarnar
Afstaða til heimsvaldastefnu og hnattvæðingarstefnu er afgerandi þáttur bandarískra stjórnmála – og skiptir aðra jarðarbúa líka býsna miklu máli. Trumpisminn tengist neikvæðri afstöðu til hnattvæðingarstefnu. Hvað valdataka Bidenstjórnar líkleg til að boða í þessu efni?
"Höfð að háði og spotti"
Veltum aðeins fyrir okkur afleiðingum þess að loka landinu alfarið í marga mánuði, jafnvel heilt ár, og fullyrðingu Ingu Sæland, alþingismanns, um að þannig hefði verið komið í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll að kórónuveiran hefði getað borist til landsins.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmáli staðfestur af yfirdeildinni
Fullveldisdagurinn í ár verður sjálfsagt lengi í minnum hafður í ljósi þeirrar gjafar sem yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu sendi Íslandi. Þar er staðfest að fyrrv. dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, braut íslensk lög þegar hún vék frá tillögum hæfisnefndar um skipan dómara við Landsrétt vorið 2017 með því að skipta út fjórum dómaraefnum hæfisnefndar fyrir fjóra flokksgæðinga íhaldsins. Með þessu athæfi nálgast Ísland óneitanlega þann bekk sem lönd eins og Pólland, Ungverjaland og Tyrkland skipa.
Lög í almannaþágu?
Síðastliðinn laugardag samþykkti alþingi lög á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni með 42 atkvæðum gegn 6. Allir stjórnarliðar greiddu atkvæði með frumvarpinu og hafa Vinstri græn kyrfilega fest sig í sessi sem íhaldssinnaður krataflokkur. Þingmenn Samfylkingar sátu hjá með þeim orðum að staðan væri í boði ríkisstjórnarinnar, greinilega búnir að gleyma árinu 2010.
Starfsmannasamvinnufélög geta bjargað verkalýðnum úr kreppu, ef rétt er að staðið
Öllum ætti að vera ljóst að sú kreppa sem er að skella á heimsbyggðinni er af stærðargráðu sem fæstir hafa séð. Til dæmis hafa 33 milljónir starfa hafa horfið í Bandaríkjunum á árinu 2020, samanborið við tæpar 9 milljónir starfa sem hurfu í efnahagskreppunni 2008. Á Íslandi má búast við svipuðum hildarleik. Þegar útlitið er svona verður að skoða vel og ítarlega hvaða aðgerðir er rétt að fara í fyrir alþýðuna.
Pfizer: auglýsing og veruleiki
Fjölmiðlar á Íslandi fyllast gleðihrópum yfir því að fyrirtækin Pfizer og BioNTech komi með bóluefni sem virki í 90% tilvika gegn kórnuveiru. Moderna og fleiri lyfjarisar boða nú komandi lyf sem frelsað geti heiminn. Í þessari grein er varað við því að „stökkva í blindni“ á vagn sem lítt er öryggisprófaður. Samkrull hinna risastóru hagsmunaaðila og stjórnmálamanna er ekki vænlegasta handleiðslan á lýðheilsusviði.
Joe Biden opinskár um Sýrlandsstríðið
Eftir forsetakosningar í Bandaríkjunum er ástæða til að segja skondna sögu af Joe Biden, þá varaforseta, sem árið 2014 tókst að reita til reiði nokkra af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandsstríðinu. Stuðst við bók hins sænska Patriks Paulov.
Hvers má vænta í komandi kreppu?
Það kemur æ skýrar í ljós að kreppan sem heimsfaraldurinn hefur leyst
úr læðingi, er ekki aðeins hik eða afturkippur í hagkerfinu. Líkur
aukast á því að í uppsiglingu sé djúp kreppa, sem getur orðið alhliða og
langvarandi. Hvernig bregðast ráðandi stéttir við og hvaða kröfur eiga
vinnandi stéttir að sameinst um við þessar aðstæður?
Hernaðaráætlanir gegn Rússlandi og ósk um aðstöðu á Austfjörðum
Frétt um nýjustu áætlanir fyrir Bandaríkjaher gagnvart Rússum. Og vonir um aðstöðu sama hers á Austfjörðum.
Þrjú innlegg gegn lokunarstefnu
Lokunarstefnan ber með sér atvinnuleysi og ófrelsi, valdboðs- og eftirlitssamfélag í nafni sóttvarna. En vísindasamfélagið er ekki einhuga um aðferðir til að mæta Covid, Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) ekki heldur. Þórarinn Hjatarson skrifar, á eigin ábyrgð.
Dr. Jekyll og Mr. Hyde
Bók þessi – Draumar og veruleiki. Stjórnmál í endursýn – er mikið ritverk og fjallar um sögu sósíalískrar hreyfingar á Íslandi frá sjónarhóli Kjartans Ólafssonar. Sú saga er álita- og átakaefni, löngum heitt. Bókin á skilið umfjöllun í Neistum. Fyrstur til að ræða hana er Ólafur Þ. Jónsson vitavörður.
Sóttvarnaaðgerðirnar vernda ekki áhættuhópa
Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa. Jón Karl Stefánsson skrifar.
Covid-19, verkfæri í stéttabaráttu
Áhrif Covid-19 eru ekki fyrst og fremst heilsufarsleg heldur þjóðfélagsleg. Spurt er hvaðan ákvörðunin um samfélagslegar stöðvanir og lokanir kom. Svarið er hnattræn stéttarpólitík, segir Þórarinn Hjatarson.
Viðhorf í garð fátækra og afsakanir fyrir misskiptingu
Fátækt er flókin vofa sem skaðar á ýmsa vegu. Til að breyta viðhorfum til fátæktar er einn byrjunarreitur að gera fátækt fólk sýnilegt og gefa því kraft í samstöðunni. Samtökin Pepp Ísland boða til samstöðu á Austurvelli fimmtudag. Jón Karl skrifar.
Merkileg bók um atburðina 11. september 2001 í samhengi
Fyrir réttum 19 árum voru um 3000 manns drepnir í einu á Manhattan. Málið er í raun óupplýst. Út er komin bók þar sem Elías Davíðsson tekst á við fjöldamorðgátuna af miklum styrk og rökfimi.
Pólland afturkallar fullveldi í þágu aukinnar viðveru Bandaríkjahers
Laugardaginn 15. ágúst skrifuðu ríkisstjórnir Póllands og Bandaríkjanna undir samning sem eykur umsvif Bandaríkjahers í Póllandi í þeim tilgangi að veita NATO aukinn liðsauka og styrkja víglínuna gegn Rússlandi. Þetta er líka merki um sívaxandi yfirráð Bandaríkjanna yfir Austur-Evrópu og sérstaklega Póllandi.
Danskar upplýsingar um netógnir
Fréttirnar um þjónkun dönsku leyniþjónustunnar við bandarískar öryggisstofnanir sýna rétt einu sinni að mesta aðsteðjandi ógn við netöryggi kemur frá BNA. Viðbrögð utanríkisráðherra Íslands vekja ekki traust og sefa ekki illan grun.
Icelandair og vinnulöggjöfin
Í heimsfaraldrinum hafa öll ferðaþjónustufyrirtæki orðið illa úti. Það á ekki síst við um Icelandair, sem hefur barist um á hæl og hnakka til að fá nýtt hlutafé og forðast gjaldþrot. Aðferðir félagsins hafa vakið mikla andúð, ekki aðeins krafan um skert kjör flugreyja til langs tíma, heldur ekki ekki síður aðferðirnar til að knýja hana fram.
Starfsmannaleigur eru tvöföld árás á verkalýðinn
Bruninn mannskæði í niðurníddu starfsmannaleigu-húsnæði við Bræðraborgarstíg hefði átt að verða meiri vekjari en hann varð. Ráðning vinnuafls á undirverði og illum aðbúnaði gegnum starfsmannaleigur er tvöföld árás á launafólk.
Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku – II
Seinni grein.
Fyrri grein um heimsvaldastefnuna fjallaði einkum um efnahagslegan grundvöll hennar en þessi hér um pólitísku og hernaðarlegu hliðina, baráttuna um áhrifasavæði – og heimsyfirráð. Greinin byggir á fyrirlestri hjá Sósíalistaflokknum 4. júlí sl.
Setjum okkur í spor Venesúelabúa
Áróðursherferðin gegn Bólivarbyltingarstjórninni í Venesúela gengur einkum út á að efnahagur landsins sé í molum og stefna stjórnvalda því misheppnuð. Þótt harkalegustu efnahagsþvingunum sé beitt gegn landinu og allir megi vita hvaða tilgangi þær þjóna hefur þessi aðferð virkað svo vel að jafnvel yfirlýstir vinstrimenn, sem ættu að taka framsækna stefnu Venesúela sér til fyrirmyndar, hafa samþykkt þessa röksemdarfærslu. En hvernig myndi þetta fólk líta á málin ef samskonar efnahagsárásir beindust að þeirra eigin samfélagi?
Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku – I
Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá því bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma. Sami stríðsaðili beinir nú spjótum sínum og skipulegum stríðsáróðri að nýjum andstæðingi – Kína. Hvað hreyfiöfl knýja slíka atburðarás? Í tveimur greinum verður hér fjallað um heimsvaldastefnuna, með aðalfókus á þá bandarísku. Fyrri grein fjallar einkum um efnahagslega hlið málsins en sú síðari um pólitíska og hernaðarlega hlið.
Gleymum ekki rasismanum í Líbýu
Allir mögulegir og ómögulegir taka nú undir mótmælahreyfinguna Black lives matter. Vert er þá að minna á einn öfgafyllsta rasisma síðari ára – í Líbýu – og stuðning Vestursins, m.a. okkar Íslendinga við hann.
Alþjóðasamstarf á tímum Covid-19
Kórónuveirufaraldurinn afhjúpar ýmsa veikleika í alþjóðlegu samstarfi en einnig innan einstakra landa. Oft virðist pólitík ráða för en ekki heilbrigðissjónarmið. Lítið er um samræmdar aðgerðir og einstök ríki fara sínu fram hvað sem alþjóðastofnunum og ríkjasamböndum líður. Björgvin Leifsson skrifar frá Portugal.
Stríðið gegn Sýrlandi – efnahagsvopnunum beitt
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
Stóriðjumartröðin á Húsavík
Með lokun kísilverksmiðjunnar á Bakka gefst Húsvíkingum einstakt tækifæri til að rífa sig lausa frá stóriðjustefnunni, sem haldið hefur bænum í helgreipum í hátt í tvo áratugi.
Aðferð Icelandair og SA gegn flugfreyjum er prófmál
Kjaradeila Icelandair við flugfreyjur er þegar orðið að prófmáli í stéttabaráttunni. Icelandair hefur kúskað félög flugmanna og flugvirkja til verulegra kjaraskerðinga og samvinnu við sig, og stefnir á að brjóta niður andstöðu FFÍ. Ef atvinnurekendum tekst þetta er það auðvitað aðeins fyrsta atlagan til félagabrota. Ef hins vegar FFÍ getur stöðvað aðför Icelandair er það mikilvægt brimbrot í þágu launafólks.
Kafbátaeftirlitsæfing við Ísland. Verður annað hvert ár.
Fyrir dyrum er tveggja vikna kafbátaeftirlitsæfing á vegum NATO við strendur Íslands, með þátttöku sjö ríkja. „Ákveðið hefur verið“, samkvæmt Utanríkisráðuneytinu, að slíkar flotaæfingar verði á Íslandi annað hvert ár. Spurningin er, hvar var það ákveðið?
Bandaríkin: Stéttaandstæður þungvægari en rasismi
Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins.
Ályktun um ráðstafanir í Covid-kreppu
Alþýðufylkingin hvetur til samstöðu um þá kröfu að félagslegt eignarhald komi á móti ríkisstuðningi við fyrirtæki yfir ákveðinni stærð.
Viðbrögðin við Covid opinberar djúpstæða stéttskiptingu og rasisma
Viðbrögðin við Covid 19 hafa nokkrar félagslegar og pólitískar víddir. Nokkrar þær mikilvægustu opinbera stéttskiptingu, hnattræna misskiptingu og rasisma. Víða um heim er Covid nefndur „sjúkdómur ríka mannsins“. Jón Karl Stefánsson skrifar.
Stéttabaráttan á tímum Covid-19
Áhrif kóvitsins á stéttabaráttuna og þjóðfélagaið allt eru orðin mjög mikil og alls ekki öll komin fram. Aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til eru mjög fyrirtækjamiðaðar, og auðvaldið ræðst að kjörum launafólks í nafni „samstöðu“ og stéttasamvinnu. Ólík sjónarmið og jafnvel klofningur er innan verkalýðshreyfingarinnar í viðbrögðunum við þessu.
Á að reyna „union busting“?
Kjaradeila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands heldur áfram. FFÍ beygir sig ekki og Icelandair freistar þess að sniðganga FFÍ. Þarna er brennipunktur íslenskrar stéttabaráttu í dag. ASÍ og Efling – stéttarfélag senda flugfreyjum mikilvægar stuðningsyfirlýsingar.
Icelandair-kjaradeilan og stéttabaráttan eftir Covid
Icelandair gerir samninga við flugmenn og flugvirkja sem fela í sér miklar kjaraskerðingar. Þessum samningum er ætlað að leggja línuna. Öll spjót standa nú á flugfreyjum. Þarna sjást í skýrri skuggsjá nýjar og harkalegar aðstæður stéttabaráttunnar eftir Covid.
Covid-faraldur og kreppa. Rýnt í nokkrar tölur.
Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Þórarinn Hjartarson skrifar, á eigin ábyrgð.
Gegnum Kófið
Ræða á Rauðum 1. maí 2020 á Ingólfstorgi.
Samkomubann kom í veg fyrir göngur og hefðbundna fundi 1. maí. En á útifundartíma, kl. 14 þann dag, stóð Rauður 1. maí fyrir gjörningi á Ingólfstorgi. Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður formaður Alþýðufylkingarinnar hélt þar hvatningarávarp til alþýðu og söng að því loknu öll erindi Internasjónalsins. Þessu var jafnóðum streymt á netið.
Hin ólíka áhætta og mikilvægi umönnunar
Sparnaður í umönnunarþættinum er orðinn samfélaginu dýr. Þau mistök má ekki endurtaka. Áherslan á áhættuhópa skiptir öllu máli. Önnur grein Jóns Karls Stefánssonar um farsóttina.
Covid og starfsmenn í velferðarmálum
"Jón Karl Stefánsson skrifar. Dánartíðni vegna Covid-19 er tiltölulega lág á Íslandi, 0,27% smitaðra er líkleg tala. Mikilvæg ástæða þess er frábært starf sem unnið er í umönnunar- og velferðarþjónustu. En þetta starf einkennist af ómanneskjulegu álagi, lágum launum starfsfólksins og valdaleysi þess um starf sitt. Jón Karl skrifar úr „framlínunni“."
Lífið í Portúgal
Ágætu lesendur Neista. Loksins sé ég mér fært að byrja að skrifa í málgagnið á ný eftir allnokkuð hlé. Þessi fyrsta grein, sem ég sendi frá Portúgal verður reyndar ekki mjög pólitísk þó að eitthvað votti fyrir slíku. Þess í stað ætla ég að segja ykkur aðeins frá því hvernig það er að vera innflytjandi í Portúgal. - Björgvin R. Leifsson.
Hugleiðingar um COVID-kreppu
Hér er vikið að auðvaldskreppu í gerfi veirufaraldurs og dómínóáhrif hnattvæðingar. Meira er þó fjallað um hamfarakapítalisma og veröld í sjokkmeðferð. Loks um hin vondu áhrif á lýðræðið. Þórarinn Hjartarson skrifar.
Róttæk samvinnufélög
Jón Karl Stefánsson skrifar um skipulagningu vinnunnar, um lýðræði á vinnustað í stað stigveldispýramída, um sameign í stað einkaeignar, um samvinnuhyggju í stað samkeppni – í róttækum samvinnufélögum.
AGS sýnir sitt rétta andlit
AGS er samstíga Bandaríkjastjórn um efnahagslegar refsiaðgerðir og neitar Venesúela, eins og einnig Íran, um neyðarlán vegna Kórónaveirunnar. Í refsiaðgerðunum er neyð almennings hugsuð sem pólitískt vopn sem framkallað geti uppreisn þegnanna. Jón Karl Stefánsson skrifar.
Kvótann heim! – mikilvæg umræða
Ögmundur Jónasson fékk til liðs við sig Gunnar Smára Egilsson og þeir tveir voru farnir af stað um landið með fundarsyrpuna „Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim“ og höfðu fundað í nokkrum sjávarbyggðum við mikil viðbrögð og undirtektir. Svo kom samkomubannið. Við því brugðust þeir félagar með því að gangsetja litla heimasjónvarpsstöð og streyma umræðunni þaðan á netið. Umræðurnar eru mjög fróðlegar. Af þvi að þar birtist bæði staðgóð þekking á kvótakerfinu og róttækt uppgjör við það er ástæða til að vekja athygli á því hér á Neistum.
Sigur Eflingar
Mikilvægasti lærdómurinn er að „baráttan borgar sig“. „Sögulega vanmetin kvennastörf“ fá leiðréttingu eins og Sólveig Anna segir. Skipulagsleg hlið málsins er þó jafnvel enn þungvægari, og hefur líka sögulega þýðingu: Nokkrir hópar láglaunafólks og stéttarfélag þess tóku hér mál sín í eigin hendur og knúðu fram sigur treystandi alfarið á eigin samtakamátt og virka þátttöku félagsmanna.
Líkurnar á því að lenda á toppnum
„Hver er sinnar gæfu smiður“. Það stenst ekki. Það er fásinna að halda því fram að í þessu kerfi séu dugnaður og hæfni einstaklinganna stærsti þátturinn í velgengni þeirra. Jón Karl Stefánsson skrifar pistil um möguleika einstaklinganna í stéttskiptu samfélagi.
Áfram Eflingarkonur!
Stéttarandstæðingurinn leggur alltaf mikið kapp á að sýna að verkfall sé gagnslaust vopn sem skili engum árangri. „Allir tapa á verkfalli!“ Það er hans sannleikur. Fyrir stéttvíst verkafólk horfir dæmið þveröfugt við, og sannleikur þess er: Baráttan borgar sig! Eðlilega verður að beita verkfallsvopninu þannig að það bíti sem best, og vel skipulagt verkfall – eða hótum slíkt – er það tæki sem helst skilar árangri. Verkfall Eflingar mikilvægt brautryðjendastarf og sögulegt frumkvæði.
Söguendurskoðun frá Brussel
Í september 2019 voru 80 ár liðin frá upphafi heimsstyrjaldinnar síðari. Af því tilefni samþykkti Evrópuþingið í Brussel ályktun þar sem Sovétríki Stalíns og Þýskaland Hitlers eru gerð sameiginlega ábyrg fyrir styrjöldinni. Söguendurskoðunin er gamaldags illskeyttur andkommúnismi en gegnir jafnframt nýju hlutverki í nútímanum – í því að djöfulgera Rússland – en endurnýjað rússahatur gegnir meginhlutverki í herskárri liðssöfnun BNA og Vestursins gegn keppinautunum í nýju köldu stríði.
Styðjum verkfallsbaráttu Eflingar
Alþýðufylkingin lýsir yfir fullum stuðningi við áformuð verköll Stéttarfélagsins Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Það er óþolandi að Reykjavíkurborg greiði laun, sem ekki er hægt að lifa af, fyrir störf sem krefjast sívaxandi erfiðis, og komi sér undan því að ræða við félög láglaunafólks um lagfæringar á því.
Pólitísk morð og ríkishryðjuverk – afleikur Trumps
Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Dráp á næstvaldamesta manni Írans var stríðsaðgerð, grófasta mögulega ögrunaraðgerð gagnvart Íran og grófasta íhlutun í málefni Íraks. Mikilvægt er að greina á milli árasaraðgerðar og varnarviðbragða. Og að hindra þátttöku Íslands í enn einu árásarstríðinu.
Brexit og breyttar átakalínur í stéttabaráttunni
Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við. Brexit-kosningarnar geta líka gefið innsýn í breyttar kraftlínur í komandi breskri og evrópskri stéttabaráttu.
Byltingardagatalið 2020
Fyrir stuttu kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Byltingardagatalið kemur út, en 2017 var það helgað hundrað ára afmæli októberbyltingarinnar, 2018 200 ára afmæli Karls Marx og 2019 hundrað ára ártíð Rósu Luxemburg og Karls Liebknecht. Nú, 2020, er það helgað 200 ára afmæli Friedrichs Engels og 150 ára afmæli Leníns.
OPCW og reykskýið yfir Sýrlandsstríðinu
Gleymum því ekki að Íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka á Damaskus 14. apríl 2018. NATO lýsti yfir stuðningi við aðgerðirnar og Jens Stoltenberg sagði hiklaust að hann hefði til þess umboð allra NATO-ríkja.
Human Rights Watch: Áróður í nafni mannréttinda?
Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, eru fjársterk alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í New York. Þau fylgjast með mannréttindabrotum og hafa mikil áhrif á alþjóðamálin og eru mikið notuð sem heimild. En samtökin eru ekki og hafa aldrei verið hlutlæg, heldur hönnuð til að gagnrýna ákveðna aðila en fara silkihönskum um aðra. Jón Karl Stefánsson skrifar um HRW.
Samherji varla sértilfelli
Eftir því sem meira rúllast upp Namibíumálið mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli. Þórarinn Hjartarson skrifar pistil um málið.
Valdaránið í Bólivíu: OAS – ekki góð heimild
Samtök Ameríkuríkja, OAS, eru helsta vitni íslenskra fjölmiðla um valdaskiptin í Bólivíu. OAS eru í raun samtök hægrisinnaðra ríkisstjórna, fyrirtækja og einstaklinga í Ameríkuálfunum. Þau styðja t.a.m. tilraunir til valdaráns í Venesúela og spila nú stóran þátt í valdaráninu í Bólivíu.
Auðmannavæðing og alþjóðavæðing landeigna
Þróun sprottin af frjálshyggju, alþjóðavæðingu, EES-samningnum. Ólíklegt að stjórnvöld stöðvi þá óheillaþróun. Það verða aðrir að gera.
Sýrlandsstríðið: innrás sem tapaðist
Sýrlandsstríðið hefur þróast þannig að það verður mesti ósigur Bandaríkjanna eftir stríðið í Indókína. Niðurstaða þess er jafnframt fyrsti mikli ósigurinn í „Stríðinu langa“ í Austurlöndum nær sem Bandaríkin og NATO hófu árið 2001, og skapar forsendurnar fyrir því að sú mikla mannætukvörn verði stöðvuð.
Tyrkneskur þjóðréttarglæpur og kúrdískar villigötur
Við neyðumst til að horfa á Tyrknesku árásina á Kúrda sem harmleik frekar en frelsisstríð af neinu tagi, en það gerir auðvitað ekki hlut Tyrkja neitt betri, eða blóðuga framgöngu þeirra gegn Kúrdum fyrr og síðar.
Loftslagsverkfall á Akureyri!
Loftslagsverkfall var haldið á Akureyri í dag föstudaginn 4. október 2019 til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum og voru það þrír ungir umhverfissinar á vegum hreyfingarinnar „Föstudagar fyrir framtíðina (Firdays for future)" sem stóðu að þessu verkfalli.
Stríðsöflunum miðar betur í norðri en í suðri.
Það er skemmst frá því að segja að þessar styrjaldir Vestursins í Austurlöndum nær hafa gengið mjög illa. En í Norðrinu er allt annars konar þróun í gangi og þar miðar stríðsöflunum miklu betur.
Höfnum markaðsvæðingu vegakerfisins!
Af félagsfundi Alþýðufylkingarinnar
Reykjavík, 19. september 2019.
Hinir nytsömu sakleysingjar í orkupakkamálinu
Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali á Selfossi skrifar pistil um Orkupakkann, græðgiseðlið og landsölumennsku.
Vígvæðing norðurslóða
Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra.
Danska valdið í góðu lagi: bókin Hnignun, hvaða hnignun?
Í „deiluriti“ hafnar Axel Kristinsson ýmsum eldri söguskoðunum – mest þó þeirri að Ísland hafi verið vanrækt og arðrænt af Dönum, og landinu hnignað. Þórarinn Hjartarson skrifar „deiluritdóm“.
Hernaðaryfirgangur Bandaríkjanna á heimsvísu og Rússagrýlan
Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019).
Herinn: út um framdyr, inn um bakdyr
Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Hvað er í gangi?
Heimssögulegur dagur – 14. júlí
Í dag eru 230 ár liðin frá frönsku byltingunni. Ólafur Þ. Jónsson fyrrum vitavörður skrifar í tilefni Bastilludagsins.
Friðarvonin í Miðausturlöndum
Felst von friðarins í Miðausturlöndum í herstyrk klerkastjórnarinnar?
Ögrunaraðgerðir gegn Íran sýna alvöru Bandaríkjanna
Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur óvenjulega skýrt um hvað taflið snýst: Um svæðisbundin yfirráð, um hnattræn yfirráð. Staðfastur fjandskapur Bandaríkjanna sýnir vaxandi örvæntingu í Washington.
Gegn orkupakka. Ræða Þorvaldar á Austurvelli 1. júní
Ræða Þorvalds Þorvaldssonar gegn þriðja orkupakkanum flutt á austurvelli 1. júní 2019.
Íran, heimsvaldastefnan og „Miðsvæðið“
„Ef Íran langar til að berjast verða það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður. Hér er reynt að greina bandaríska vígvæðingu á sk. „Miðsvæði“ og „stríðið langa“ í Austurlöndum nær frá 2001 í samhengi við írönsku byltinguna 1979.
Bókartíðindi: Það sem allir umhverfisverndarsinnar þurfa að vita um kapítalisma
Brýn bók á réttum tíma. Handbók alþýðu um kapítalisma og umhverfismál eftir Bandaríkjamennina Fred Magdoff og John Bellamy Foster í þýðingu Þorvalds Þorvaldssonar.
Guðmundur Már Beck og Björgvin Rúnar Leifsson skrifa.
Tölvupóstar Hillary Clinton um Líbýu
Í Líbíu 2011 var verferðarríki á afrískan mælikvarða rifið í tætlur af NATO og „uppreisnarherjum“ öfgaíslamista. Tölvupóstar Hillary Clinton, birtir af Wikileaks 2016, sýna hvernig Hillary hafði yfirstjórn í þessu ferli og vissi vel hvað hún gerði. Þeim sem frömdu glæpinn er ekki refsað heldur eingöngu honum sem sagði frá – Julian Assange.
Bókartíðindi: Undir fána lýðveldisins
Víðsfjarri meginstraum og ríkjandi orðræðu. Hinn kommúníski andi frá fjórða áratug. Hallgrímur Hallgrímsson Spánarfari skrifaði sterka bók.
Þjóðin mín er skynsöm
Það er sama þótt 98% af fréttaflutningi sem á okkur dynur segi að við eigum að styðja orkupakkann þá er almenningur honum andvígur.
Á Stefnufundi 1. maí 2019
Vísur á baráttudegi
Ræða Ögmundar hjá Stefnu 1. maí
Stefna félag vinstri manna á Akureyri hélt morgunfund 1. maí í 21. sinn
Gelding stjórnmálanna og tvískipt elíta
Þórarinn Hjartarson skrifar um stjórnmálastéttina á tímum hnattvæðingar.
Akureyri: Ögmundur Jónasson á morgunfundi Stefnu
Stefna félag vinstri manna á Akureyri heldur opinn morgunfund 1. maí eins og félagið hefur haft fyrir sið síðan árið 1999. Þetta er 21. slíkur fundur í röð, og hefðin því orðin sterk.
Fullveldið á vinstri vængnum
Þórairnn Hjartarson fjallar um fullveldismál á vinstri væng.
Lífskjarasamningar!?
„Varla hefur farið fram hjá neinum að aðildarfélög ASÍ undirrituðu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku eftir langa og stranga samningalotu þar sem verkafólk beitti verkfallsvopninu í fyrsta skipti í langan tíma."
Niður með orkupakkann!
Þórarinn Hjartarson fjallar um markaðsvæðingu og fullveldisafsal í orkupakkamálinu.
Ályktun um innflutning á kjöti
Ályktun af fimmta landsfundi Alþýðufylkingarinnar sem haldin var 16. mars 2019.
Launadeilurnar – sundrung og baráttueining
Þórarinn Hjartarson skrifar um kjaradeilurnar á vinnumarkaðnum
Ályktun gegn íhlutun heimsvaldasinna í Venesúela
Ályktun af fimmta landsfundi Alþýðufylkingarinnar sem haldin var 16. mars 2019.
Ályktun um stuðning við baráttu verkafólks
Ályktun af fimmta landsfundi Alþýðufylkingarinnar sem haldin var 16. mars 2019.
Hvert er markmið verkalýðshreyfingarinnar?
Grein sem birtist í Kjarnanum 10. mars 2019 eftir Þorvarð Bergman Kjartansson.
Hvað nú – Katrín?
Opið bréf til forsætisráðherra birt á vefsíðu fréttablaðsins 7. mars 2019.
Vinir Venezúela efna til útifundar til stuðnings fullveldis Venezúela
Fundurinn verður haldinn fyrir framan stjórnarráðið laugardaginn 9. mars kl. 14:00
Ályktun af aðalfundi Alþýðufylkingarinnar í norðausturkjördæmi
Aðalfundur Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem haldinn var 25. febrúar 2019 lýsir fullum stuðningi við baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi kjörum láglaunastétta og lífeyrisþega í landinu.
Baráttan við braskaraauðvaldið
Guðmundur Beck skrifar um baráttuna við braskaravaldið bæði varðandi hrátt kjöt og kjarasamninga
„Valdaskiptaaðgerðir“ – Venesúela og Líbía
Þórarinn Hjartarson skrifar um það sem er sameiginlegt með því sem er að gerast í Venesúela og því þegar Gaddafí var settur af.
Ályktun um styrki menntamálaráðherra til einkarekinna aðila
Miðstjórnarfundur Alþýðufylkingarinnar haldinn 9.2.19 mótmælir styrkjum menntamálaráðherra til bókaútgefenda og einkarekinna fjölmiðla.
Alþýðufylkingin hélt opinn fund í friðarhúsi um Venesúela.
Opinn fundur Alþýðufylkingarinnar um Venezúela haldinn 7.2.19
Óheiðarleiki, valkvæð fréttamiðlun og lygar um efnahagskreppu Venesúela
Þetta er efnismikil og ómissandi grein um baksvið kreppu, átaka og erlendrar íhlutunar í Venesúela. Hún birtist áður á Countercurrents.org og Globalresearch.ca, ásamt því sem hún hefur hlotið birtingu sem aðsend grein í Kvennablaðinu.
Ályktun Alþýðufylkingarinnar um Venezúela
Alþýðufylkingin krefst þess að endi verði bundinn á þjónkun við heimsvaldastefnuna.
Valdaránstilraunin í Venesúela
Um aðdraganda og gang valdaránstilraunar í Venesúela – sem snýst um olíuauð – og fylgir kunnuglegu munstri.
Neyðarlán og niðurgreiðslur
Af opinberum hlutafélögum.
Rauðir minningardagar í Berlín
Þann 15. janúar var slétt öld frá því hvítliðar myrtu Rósu Luxemburg og Karl Liebknecht, aðalleiðtoga þýskra kommúnista, og brutu þar með á bak aftur þýsku nóvemberbyltinguna, ófullgerðu byltinguna.
Þegar kröfugerð verður stefnuskráratriði
Hinn 19. janúar sl. birtist furðufrétt á mbl.is um að Sósíalistaflokkur Íslands hefði samþykkt aðfella kröfugerð Starfsgreinasambandsins inn í málefnastefnu flokksins.
Ályktun um bankasölu
Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar mótmælir fyrirhugaðri einkavæðingu
ríkisbankanna.
2018 var gleðilegt ár í Sýrlandi
„Árið 2018 var sem sagt gott og gleðilegt ár fyrir Sýrland þrátt fyrir rústir og yfirgengilega eyðileggingu og þótt enn sé barist og milljónir á flótta.“
Byltingardagatalið 2019 komið út!
Byltingardagatalið er dagatal sem merkir alla helstu sögulega atburði fyrir róttæka vinstrið.
Hvers vegna stangast á orð og gerðir í loftslagsmálum?
Það er tími til kominn að þeir, sem vilja láta taka sig alvarlega sem umhverfissinna, horfist í augu við staðreyndir og komi út úr skápnum til baráttu gegn auðvaldskerfinu.
Hálf milljón fallin í „stríði gegn hryðjuverkum“
„Stríð gegn hryðjuverkum“ í þremur löndum hefur kostað hálfa milljón lífið.
Íslensk króna, evrukreppa og fullveldi.
Nú er mjög rætt um gjaldmiðilsmál í sambandi við gengissig krónunnar síðustu vikur og m.t.t. komandi kjarasamninga. Í þessari grein er metin reynslan frá annars vegar evrusvæðinu og hins vegar Íslandi, einkum eftir kreppu- og samdráttartímann frá 2008. Málið snýst ekki síst um fullveldi.
Sigur yfir stéttasamvinnuöflunum á ASÍ þingi.
Hið nýafstaðna ASÍ þing markar upphaf nýrra tíma og umbreytinga. Búast má við að félagar í öðrum verkalýðsfélögum reki stéttasamvinnuöflin úr forystusveitum um land allt, enda vill fólk sjá breytingar í anda skoðana alþýðunnar í landinu.
Sökudólgar og blórabögglar.
Eftirfarandi grein eftir Björgvin Leifsson birtist á moggablogginu á jóladag 2008. Hún birtist nú aftur á neistar.is örlítið breytt á 10 ára afmælisári bankahrunsins.
Nýr formaður kosinn í BSRB.
Þing BSRB krefst 35 stunda vinnuviku og frekari styttingar fyrir vaktavinnufólk.
Sigrumst á víti heimilisleysis og ótryggs húsnæðis.
Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um heimilisleysi.
Verjum fullveldi Íslands í orkumálum
Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um orkumál og fullveldi.
Höfnum markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu.
Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfiisins.
Bráðum verður bylting: kvikmyndagagnrýni
Bráðum verður bylting eftir leikstjóra Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er nú sýnd í Bío Paradís og fjallar um yfirtöku íslenskra námsmanna á íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi og gagnrýndu aðbúnað íslenskra námsmanna og lýstu yfir nauðsyn sósíalískrar byltingar.
Stéttabarátta, ekki stéttasamvinna!
Alþýðufylkingin hvetur til harðrar stéttarbaráttu og bætt kjör verkalýðsins.
Kapítalisminn er stærsta umhverfisógnin.
Á landsfundi Alþýðufylkingarinnar var ályktað um umhverfismál og tekið afstöðu.
NATO í vígahug – Trident Juncture á Íslandi og Noregi
Grein eftir Þórarinn Hjartarson um Heræfingar NATO á íslandi og í Noregi.
Ályktun gegn heimsvaldastefnu og stríðsstefnu.
Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um hernaðaraðgerðir heimsvaldasinna.
Staða og verkefni Alþýðufylkingarinnar.
Nú á dögunum kom landsfundur alþýðufylkingarinnar saman til að ræða árangur flokksins og framtíð hans. Hér er ályktun landsfundar um stöðu og verkefni alþýðufylkingarinnar.
Kreppa er óhjákvæmilegur hluti kapítalismans!
10 ár eru frá hruni.
Hægripopúlisminn – helsta ógn við lýðræðið?
RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? - Þórarinn Hjartarson skrifar
Hvert stefnir í Sýrlandi?
Fjölmiðlar hérlendis hafa ekki talað mikið um þá þróun sem hefur orðið í Sýrlandi að undanförnu, hverju skyldum við vera að missa af?
Flokkur og samfylking; Ráð Brynjólfs Bjarnasonar
Brynjólfur Bjarnason fyrsti formaður Kommúnistaflokksins dró lærdóma af áratuga langri stéttabaráttu
Bókameðmæli oddvita Alþýðufylkingarinnar
Borgarbókasafn spurði oddvita framboða í borgarstjórnarkosningum með hverri bók þeir mældu. Hér er svar Þorvalds Þorvaldssonar, oddvita Alþýðufylkingarinnar
Í Reykjavík: Val um tvær stefnur
Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum.
Tölvuleikir sem bókmenntir
Eins og tölvuleikir eru orðnir að tiltölulega stórum hluta af nútímalífi erum við komin stutt með að gagnrýna þá eins og við gagnrýnum hefðbundnari listform. Höfundur vonast til að leggja sitt af mörkum til að hvetja til slíkrar gagnrýni og að sýna hvernig hægt er að gagnrýna tölvuleiki á sama hátt og bókmenntir án þess að hundsa þá eiginleika þeirra sem skera þá frá hefðbundnum bókmenntum.
Brýnast í Borginni
Með samstilltu átaki í framboði borgarinnar á ódýru leiguhúsnæði, störfum við allra hæfi, og velferðarþjónustu sem tekur mið af þörfum fólksins, er hægt að bæta lífskjör alþýðunnar í Reykjavík og auka jöfnuð.
Vinnuhjúaskildagi
Þótt margt hafi breyst síðan vistarbandinu var aflétt, er þessi dagur ennþá ágætur dagur til að segja upp hollustunni við kapítalísk stjórnmálaöfl, kapítalískan hugsunarhátt eða almenna meðvirkni með arðráni og þjóðfélagslegu óréttlæti, sóun eða spillingu.
Tamila Gámez Garcell: 2. sæti á lista Alþýðufylkingar til borgarstjórnarkosninga
Lág laun, húsnæðisskortur, slæmar samgöngur og allt þetta háa verð… hvar endar þessi listi? Reykjavíkurborg á að standa sig betur í málefnum þessara viðkvæmu hópa.
Frásögn af 1. maí fundi Stefnu og kröfugöngu á Akureyri
Tuttugasti 1. maí fundur Stefnu - félags vinstri-manna á Akureyri var vel sóttur og afbragðs vel heppnaður.
1. maí-ávarp Alþýðufylkingarinnar
Verkalýðssamtökin á Íslandi standa frammi fyrir miklum átökum um bætt kjör og réttlátari skiptingu á gæðum samfélagsins. Þar skiptir öllu máli að alþýðan láti ekki etja sér saman innbyrðis, heldur byggi upp stéttarsamstöðu gegn auðstéttinni og hagsmunum hennar.
Réttið hlut ljósmæðra!
Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra.
Femínismi vs. Kapítalismi
Karitas Bjarkadóttir skrifar um ósmarýmanleika kapítalisma og femínisma.
Brunnmígarnir í íslenskum fjölmiðlum og Stríðið gegn Sýrlandi
Þroskað lýðræðissamfélag er í stakk búið til að halda uppi umræðum um jafnvel mestu hitamál og mælikvarði á styrk tjáningarfrelsisins er ekki einungis þau lög og reglur sem gilda um það, heldur einnig hvernig leikmenn í samfélaginu takast á við ágreining. Hér skiptir viðhorf leikmanna miklu máli.
Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnar 2018
Alþýðufylkingin gerir kunnugan framboðslista sinn til borgarstjórnar í Reykjavík fyrir kosningarnar í maí. Þessa lista hefur verið beðið með eftirvæntingu!
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands
Alþýðufylkingin lýsir yfir stuðningi við ljósmæður
Það er ótækt að hjúkrunarfræðingar lækki í launum við að bæta við sig ljósmóðurnámi.
Sviðssetningar og vestræna bræðralagið
Skripalmálið og fölsuð tilefni styrjalda
Alþýðufylkingin fordæmir innrás Tyrkja í Sýrlandi; Kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.
Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar hefur sammþykkt nýja ályktun.
Leyniskjöl – „vestræna stjórnlistin“ í Sýrlandi
Opinber og leynilegur stríðsrekstur Vestursins í Sýrlandi
Sólveig Anna Jónsdóttir nýr formaður Eflingar!
Sólveig Anna Jónsdóttir og B-listinn sigra kosningar Eflingar.
Vantrauststillaga á Sigríði felld; Katrín afhjúpuð.
Hvað viðbrögð við vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar segja um VG og ríkisstjórn Katrínar.
Íslenska tannhjólið í stríðsvélinni
Það er meira en tímabært að menn geri sér grein fyrir að óöldin í Sýrlandi snýst ekki um „uppreisn“. Heimsvaldasinnar hafa vissulega löngum lagt sig alla fram við að deila og drottna þar sem finna má þjóðernislegar glufur eða trúarlegar andstæður
Evran er mjög árangursrík – án gríns
Greg Palast skýrir áhrif evrunnar
Sýrland og stórveldin
Innrásareðli stríðsins í Sýrlandi verður æ augljósara. Það breytir þó engu fyrir RÚV sem hleypur fram á hlað og geltir að þeim sem sigað er á frá Washington.
Hnattræn herstjórnarlist og gagnbylting
Það var heimsvaldastefnan sem myndaði ákvarðandi sérkenni kapítalisma 20. aldarinnar og ákvarðaði þar með skilyrði jafnt byltingar sem gagnbyltingar.
Víetnam-stríðið ... aldrei aftur?
Í dag eru 50 ár frá Tet-sókninni, sem hratt af stað endalokum Víetnam-stríðsins. Getur Víetnam-stríðið endurtekið sig?
Það á að gefa frítt í strætó!
Af hverju getur Reykjavík ekki haft gjaldfrjálsan strætó ef Akureyri getur það?
Árás Tyrkja í Sýrland: Árásaraðilarnir í hár saman
Sýrlandsstríðið tekur á sig nýja króka og flækjan eykst.
Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht – byltingarandinn lifir
Stutt frásögn Þorvaldar Þorvaldssonar af þátttöku í minningarathöfnum um Rósu Luxemburg, Karl Liebknecht og Lenín í Berlín fyrr í þessum mánuði.
Framundan hjá Alþýðufylkingunni
Það verður varla hjá því komist að Alþýðufylkingin hafi mörg járn í eldinum næstu mánuðina. Hér er tæpt á því helsta. Þessi greinarstúfur er ekki bara yfirlit. Hann er herútboð!
Rætur Kóreudeilunnar
Það er ekki brjálsemi N-Kóreskra leiðtoga sem veldur spennunni þar. [...] Heldur hefur meginorsökin alla tíð verið botnlaus yfirgangur forysturíkis Vestursins gagnvart þessu litla landi, Norður-Kóreu, og Kóreu allri
Áramótakveðja Alþýðufylkingarinnar
Margt hefur borið við á nýliðnu ári, og mörg verkefni blasa við okkur á komandi ári. Þó að kosningaúrslit yrðu okkur ekki í hag nú í haust, segir það ekki alla söguna um stöðu okkar og möguleika. Það var í sjálfu sér mikill sigur að við skyldum geta tekið þátt í osningum með svo stuttum fyrirvara, og kom mörgum í opna skjöldu. Einnig er margt sem bendir til að sjónarmið okkar hafi náð til margra og fengið meiri undirtektir en áður þó það hafi ekki skilað sér í kjörkassana.
Vaxandi viðsjár á Norðurlöndum 2017
Stórstríð er í gerjun. Á Norðurlöndum færist það einnig nær. Á árinu 2017 var Ísland flækt betur í styrjaldarundirbúning Bandaríkjanna og NATO. Í júní og júlí stóð tveggja vikna NATO-flotaæfing við Ísland. Þar tóku þátt 2000-3000 manns frá 9 NATO-ríkjum.
Byltingarhugsun og byltingarframkvæmd. Nokkrir punktar um Októberbyltinguna.
Að öllu samanlögðu rættust í Októberbyltingunni hin fleygu orð Karls Marx: „Byltingarnar eru eimreiðar mannkynssögunnar.“ Styrkur Bolsévíka 1917 fólst vissulega í byltingarsinnaðri stefnu en ekki síður í því að þeir sveigðu stefnu sína að raunveruleika stéttabaráttunnar fremur en að binda sig við fræðilegar uppskriftir.
Bandarísk heimsvaldastefna kemur aftur fram í dagsljósið
Nýja bandaríska þjóðaröryggisstefnan lýsir því opinberlega yfir sem hefur verið raunveruleg afstaða Bandaríkjanna um árabil; Bandaríkin koma fyrst, og aðrir mega eiga sig.
Samruni Fox og Disney og framtíð hugverka
Samfélagslega hættan er sú, að þessi fyrirtæki eru að vinna með menningu. Ef fyrirtæki eins og Disney hefur sterka afstöðu í einhverju máli, eða vill ekki umræðu um eitthvað málefni (gyðingahatur Walts Disneys er hið sígilda dæmi) þá er það í valdamikilli stöðu til að hafa áhrif á samfélagsumræðu.
Ræða Óla komma úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar á Akureyri
„Máttug ertu og máttvana, Rússland, ó móðir kær“ Þannig komst rússneska skáldið Nékrassov að orði um ættland sitt á 19. öld. Og sjaldan hafa sannari orð verið sögð um Rússland keisarastjórnarinnar, hið víðáttumikla heimsveldi á leirfótum.
Ræða Skúla úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar
Rússneska byltingin einkenndist af bæði miklum sigrum og ósigrum, þar sem í sigrunum fólust líka ósigrar og ósigrunum sigrar. Það sem einna helst vekur með mér sjálfum innblástur við rússnesku byltinguna eru þeir möguleikar sem ekki urðu að veruleika ...
Ræða Vésteins úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar
Þann 7. nóvember 2017 var haldið aldarafmæli októberbyltingarinnar í hátíðarsal Iðnó. Árni Hjartarson var kynnir og komu fram ræður eftir Skúla Jón Unnarson og Véstein Valgarðsson. Það stóð til að Sólveig Anna Jónsdóttir myndi halda ræðu ...
Að loknum kosningum heldur baráttan áfram
Það væri tilgerðarlegt að láta eins og ég væri ánægður með atkvæðafjölda Alþýðufylkingarinnar í fyrradag. En reyndar er ég alls ekki sleginn heldur.
Hverflyndi og þagnarbindindi VG í Evrópumálum
Umræða um ESB er algjörlega fjarverandi í kosningaefni Vinstri grænna. Hins vegar: „Alls segjast 51 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vera fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland.“
Þorvaldur trésmiður sextugur
Vísa eftir Þórarinn Hjartarson að tilefni sextíu ára afmælis Þorvaldar Þorvaldssonar.
Flóttamenn, heimsvaldastefna og hjartagæskan
Í fjölmiðlaumræðunni um flóttamenn, og í umræðu flokkanna flokkanna á Alþingi, er skipulega horft framhjá aðalatriði þess máls, orsökum flóttamannastraumsins. Höfuðorsakir hans eru í fyrsta lagi ránsstyrjaaldir heimsvaldasinna og í öðru lagi misskipting og arðránskerfi heimsvaldastefnunnar.
Um Lýðræði í Miðausturlöndum og Afríku
Raunin er sú að við búum enn í nýlendutímabili en form nýlendanna hefur breyst. Nú höfum við ekki lengur einkaríki stakra kónga í Afríku eða nein Austur-Indíafélög. Við höfum hinsvegar fjármálaáætlanir AGS og Heimsbankans. ...