Bandaríkin auka vopnaflutninga til Ísraels
—
Höfundur: Dave DeCamp
Vefritið antiwar.com er mikilvægt rit um utanríkisstefnu Bandaríkjanna með skýran prófíl gegn heimsvaldastefnunni. Inniheldur einkum stuttar, hnitmiðaðar greinar. Einn meginhöfundur þar er Dave DeCamp. Þann 29. ágúst skrifaði hann eftirfarandi stutta grein um vopnavæðingu Ísraels, made in USA.
Dave DeCamp: US Rushes Weapons Shipments To Israel
Bandaríkin hafa aukið vopnasendingar til Ísraels frá júlílokum, skrifar Haretz á fimmtudag og vísar í opinber loftferðagögn.
Samkvæmt fréttinni gerðu auknar vopnasendingar ágúst að næstannríkasta mánuði á hinum ísrelska Nevatim flugvelli, hvað bandarískar vopnasendingar snerti, frá því ísraelska þjóðarmorðsstríðið hófst í október 2023 eftir árás Hamas á Suður-Ísrael.
Tugir bandarískra herflutningavéla ásamt ísraelskum farþegavélum, herflugvélum og flutningavélum hafa lent á vellinum, aðallega komandi frá Qatar og Dover herflugvelli í Force Base í Delaware.
Haaretz-skýrslan virtist skrifa þennan flýti í vopnasendingum á bandarískan undirbúning fyrir mögulega íranska árás. Bandaríkin hafa staðsett nýjar orustuflugvélar og herskip á svæðið og heita því að verja Ísrael fyrir viðbrögðum Írans við morðinu á Ismail Haniyeh stjórnmálaforingja Hamas, á írönsku svæði. Eftir mikil skotskipti milli Ísraels og Hizbollah á sunnudag búast Bandaríkin ennþá við hefndarárás frá Íran.
Í viðbót við það að hjálpa Ísrael að undirbúa mögulega árás frá Íran hjálpa bandarísku vopnasendingarnar með tæki og tól í slátrunina á Gaza og aðgerðir Ísraels á Vesturbakkanum, sem stigmögnuðust mjög á miðvikudag. Ísraelskar hersveitir gerðu mestu árás sína á hinn ísraelsk-hernumda Vesturbakka frá seinni Intifada uppreisninni eftir aldamótin 2000.
Flýtirinn í vopnasendingunum sýnir líka mikinn stuðning við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, sem hefur unnið að því að koma í veg fyrir vopnahlé við Hamas, og sýnir að Biden forseti og Harris varaforseti meina það ekki alvarlega þegar þau tala um stöðvun slátrunarinnar á Gaza.
Ísraelska varnarmálaráðuneytið sagði á mánudag að Bandaríkin hefðu flutt yfir 50 þúsund tonn vopna og annars herbúnaðar frá 7. október 2023. Ráðuneytið sagði að sá stuðningur „réði úrslitum um bardagagetu IDF í yfirstandeandi stríð
Sjá greinina á AntiWar.com: https://news.antiwar.com/2024/08/29/us-rushes-weapons-shipments-to-israel/