Þjóðarmorðsstríð í forgrunni, heimsstyrjöld í bakgrunni
—
Ef lýsa ætti núverandi geópólitískri stöðu okkar í sex orðum væri það „Þjóðarmorðsstríð í forgrunni, heimsstyrjöld í bakgrunni.“
Á sama tíma og athyglin beinist að þeim hörmungum sem nú geisa á Gaza og þeim möguleika sem er fyrir hendi að þær geti komið af stað nýju stríði í Mið-Austurlöndum, skipta stórveldi heimsins sér enn á ný í tvo sífellt þéttari bandalagshópa sem sýna hvor öðrum stöðugt fjandsamlegri og hernaðarsinnaðri afstöðu.
Á sama tíma og Úkraína tapar sífellt meira landssvæði og hermönnum til Rússlands, sýna stjórnvöld bæði í Washington og Kænugarði að þau eru opin fyrir því að gera árásir á kjarnorkuveldið á þann hátt sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Á sama tíma eru Rússland og Kína stöðugt að auka samskipti sín til að undirbúa sig fyrir árásir Bandaríkjanna í framtíðinni.
Dave Decamp á Antiwar er með nokkrar greinar í gangi núna sem varpa ljósi á þessa óhugnanlegu þróun sem kraumar að baki, í skugga vöku-martraðar í forgrunninum, ofan á allar aðrar þær hættulegu stigmagnanir sem við höfum rætt á þessum miðli.
Í grein sinni „Blinken Signals US Will Allow Long-Range Strikes in Russia With NATO Missiles“, skrifar DeCamp eftirfarandi:
„Á miðvikudag gaf Antony Blinken utanríkisráðherra sterklega til kynna að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að aflétta takmörkunum á notkun Úkraínu á flugskeytum Bandaríkjamanna og NATO til að stuðnings langdrægum árásum inn á rússneskt svæði, sem myndi marka verulega stigmögnun staðgengilsstríðsins.
„Talandi á blaðamannafundi í Kænugarði ásamt David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist Blinken ræða málefni „langdrægra skotflauga“ við Volodomyr Zelensky, og myndi svo færa umræðuna til baka til Washington. Hann sagði að Biden forseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, myndu ræða málið á fundi sínum á föstudag.“
„Blinken gaf merki um að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að styðja langdrægar árásir í Úkraínu og sagði: „Sem talsmaður Bandaríkjanna, frá fyrsta degi eins og þið hafið heyrt mig segja, höfum við stillt og aðlagað stefnu okkar eftir því sem þarfir hafa breyst, eftir því sem vígvöllurinn hefur breyst, og ég efast ekki um að við munum halda því áfram.“
DeCamp bendir á fréttir í meginstraumsmiðlum um að „þegar hafi verið tekin ákvörðun í kyrrþey um að leyfa Úkraínu að nota eldflaugar frá Bretum innan Úkraínu“ og að „Hvíta húsið sé að leggja lokahönd á áætlanir um að stækka svæðið þar sem Úkraína getur skotið eldflaugum frá Bandaríkjunum og Bretum inn í Rússland“ auk nýlegrar yfirlýsingar Michael McCaul, formanns utanríkismálanefndar þingsins, um að Biden-stjórnin virðist reiðubúin að leyfa langdrægar árásir inn á rússneskt yfirráðasvæði.
Rússar hafa að sönnu ekki brugðist vel við þessum athugasemdum. Í greininni „Pútín: Stuðningur við langdrægar árásir á rússneskt yfirráðasvæði myndi setja NATO „í stríð við Rússland““ skrifar DeCamp eftirfarandi:
„Vladimir Pútín Rússlandsforseti varaði Bandaríkjamenn á fimmtudag við því að leyfa Úkraínu að nota eldflaugar frá NATO í langdrægum árásum á rússneskt yfirráðasvæði og sagði að með því væri hernaðarbandalag Vesturlanda í „stríði við Rússland“.
„Ummæli Pútíns komu í kjölfar fréttar Politico um að Hvíta húsið væri að ljúka við að útvíkka þau svæði innan Rússlands þar sem Úkraína getur notað eldflaugar frá Bandaríkjunum og Bretlandi.
„Þetta myndi breyta eðli átakanna mjög,“ sagði Pútín við fréttamann í sjónvarpi, samkvæmt AFP fréttastofunni. „Það myndi þýða að NATO-ríkin, Bandaríkin, Evrópuríkin, væru í stríði við Rússa. Ef svo er, að eðli átakanna hafi breyst, þá munum við taka viðeigandi ákvarðanir með tilliti til þess, byggðar á þeim ógnum sem við munum standa frammi fyrir.“
Hann bætti við að stuðningur við úkraínskar árásir á rússneskt yfirráðasvæði væri „ákvörðun um hvort NATO-ríkin væru beinir aðilar að hernaðarátökunum eða ekki.“
Hér er einnig vert að benda á aðra grein DeCamp sem birtist fyrr í mánuðinum um ummæli Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sem sagði að Rússar væru að undirbúa breytingar á kjarnorkustefnu sinni til að bregðast við árásum Vesturveldanna í tengslum við stríðið í Úkraínu.
Að síðustu, í greininni „Russia Says It Could „Combine“ With China If Both Face Threat From the US“ gefur DeCamp frekari upplýsingar um þá hryllilegu átt sem við virðumst stefna í:
„Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði á miðvikudag að samstarf Rússlands við Kína beindist ekki gegn neinu þriðja landi, heldur gætu ríkin „sameinast“ um að bregðast við ógnunum frá Bandaríkjunum.“
„Ég vil minna á að Moskva og Beijing munu bregðast við tvöfaldri innilokunarstefnu Bandaríkjanna með tvöföldum mótaðgerðum,“ sagði Zakharova þegar hún var spurð um áform Bandaríkjamanna um að senda Typhon-flaugakerfi til Japans í nokkra mánuði, samkvæmt Reuters.
…
„Ljóst er að bæði Rússland og Kína munu bregðast við fleiri og mjög alvarlegum eldflaugaógnum, og viðbrögð þeirra verða langt frá því að vera pólitísk, eins og löndin tvö hafa einnig staðfest ítrekað,“ sagði Zakharova.
„Ummæli Zakharova koma í kjölfar umfangsmikilla rússneskra heræfinga sem rússneski herinn sagði að næðu til meira en 90.000 manna, 400 herskipa og kafbáta og 120 flugvéla. Kína tekur þátt í Kyrrahafshluta æfinganna með þremur kínverskum skipum og 15 flugvélum.
„Rússland og Kína hafa aukið hernaðarsamstarf sitt á undanförnum árum til að bregðast við sambærilegum þrýstingi frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.“ Zakharova sagði samstarfið í eðli sínu varnarviðbrögð.
Eins og við höfum margoft rætt hér hafa Bandaríkjamenn umkringt Kína hernaðarlega með þeim hætti sem þeir myndu aldrei þola frá neinum erlendum aðila nálægt landamærum sínum, á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa vitandi vits ögrað til stríðs í Úkraínu með því að magna upp hernaðarógnir á landamærum Rússlands.
Það er svo margt að gerast í heiminum núna og bandarísk-stýrða veldið gerir svo marga hroðalega hluti, en annað slagið finnst mér mikilvægt að undirstrika þá staðreynd að þessir hræðilegu hlutir eru hver um sig bara hversdagslegar birtingarmyndir valds sem hefur hrint okkur út á braut til lokaátaka á heimsvísu sem myndu láta þær líta út eins og lautarferðir.
Óbreytt ástand í stjórnmálum er bókstaflega að ýta okkur til ragnaraka. Að losa okkur undan þessum morðóðu harðstjórum breytist nú hratt frá því að vera hið siðferðilega rétta sem gera þarf vegna fórnarlamba veldisins um allan heim – yfir í það að vera tilvistarlegar aðgerðir sem við verðum að grípa til til viðhalds okkur sjálfum.
Greinin birtist á vefsíðu Caitlin Johnstone 13. sept. https://caitlinjohnstone.com.au/2024/09/13/genocide-in-the-foreground-world-war-looming-in-the-background/