Gaza séð frá vettvangi þjóðarmorðsins
—
Eftir Seymour Hersh.
Í vikunni ræddi ég við kanadískan ríkisborgara sem hefur starfað við rannsóknir á Gaza. Hún talar arabísku og þekkir fólkið og yfirráðasvæðið, sem eitt sinn var Miðjarðarhafsvin stórra garða og framandi ávaxta frá fornu fari, en er nú, eftir árás Hamas 7. október og viðbrögð Ísraelshers, orðin að hrjóstrugri dauðagildru. Mér er ekki heimilt að segja ykkur mikið meira um hana. Hún viðurkennir áfallið og hryllingin sem fylgdi árás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, en sér hana í samhengi við áratuga grimmilega kúgun Ísraela á lífi fólksins á Gaza.
Hún hefur í gegnum árin kynnst palestínsku þjóðinni vel og dáðst að því sem hún kallar „vilja þeirra til að breyta og aðlagast kringumstæðum”. „Við skulum orða þetta svona,“ sagði hún, „ef þú ætlaðir þér að útrýma einum tilteknum hópi fólks — hvernig get ég sagt þér þetta? Hernaðaraðgerðirnar á Gaza hafa opnað nýtt svið ofbeldis gegn óbreyttum borgurum. Í næsta stríði, hvort sem það yrði í Líbanon eða öðrum heimshluta, þar sem markvisst yrði miðað á sjúkrahús myndi það ekki valda eins miklu áfalli vegna þess að við höfum séð árásir í rauntíma á sjúkrahús, fjögur eða fimm þeirra. Og það þegar miðað verður á blaðamenn mun það heldur ekki virka átakanlegt. Margar myndir af hálshöggnum börnum í beinni útsendingu valda ekki lengur áföllum.
„Fólk skilur ekki að það sem Ísraelar eru að komast upp með á Gaza er að leggja grunninn að sviðsmynd fyrir stríð sem munu eiga sér stað – alls staðar. Og þegar alþjóðastofnanir bregðast okkur á Gaza og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru hunsaðar, munu þær verða hunsaðar af öllum í framtíðinni.
„Fólk er ekki heimskt og það mun ekki gleyma. Við vissum hvað var í vændum í október og við öskruðum af fullum krafti: hættu þessu! Hættu því núna! Og þetta er ástæðan fyrir því að fólk er svona hrætt og reitt. Ég er hrædd við það sem koma skal, en ekki misskilja mig. Af hverju verður það sem koma skal eitthvað verra en það sem gerðist rétt áðan? Þetta er mest sjónvarpaða þjóðarmorð í sögunni. Við höfum ekki séð straum af fólki í beinni útsendingu þar sem verið er að sprengja heimili þeirra; sem virkjar TikTok, Snapchat, Twitter og Instagram – mjög ungt fólk á Gaza sem er tæknilega vel að sér og talar ensku, er að segja þér frá í rauntíma, þegar hlutirnir eru að gerast og eru einnig að nota samfélagsmiðla til að afla fjár svo þau geti lifað af.
„Þetta er ótrúlegt og það er það sem aðgreinir þetta. Sjónræni þátturinn í þessu stríði er hluti af því að setja nýja viðmiðun um það sem er eðlilegt. Það er líka hluti af þeim vanda sem Ísrael á í að afneita því að hlutirnir séu að gerast vegna þess að við getum séð þá gerast og við getum staðsett það og sannreynt það. Þeir neita því ekki lengur að þeir hafi ráðist á sjúkrahús eða að þeir hafi sprengt skóla. Þeir eru bara að segja að það sé réttlætanlegt.
„Ísrael er ekkert einsdæmi í þessu. Það sem er einstakt eru sjónræn sönnunargögn sem við höfum þó að við höfum ekki marga alþjóðlega blaðamenn sem vinna verk sín sjálfstætt á vettvangi. Og samt heldur þetta áfram, næstum ári frá því það hófst. Ég held að sé þetta sem er öðruvísi og það er hluti af skelfingunni sem mörg okkar eru að finna fyrir.
„Með Gaza hefur fortíðin og framtíðin hrunið. Hver eru skilaboðin sem Bandaríkin eru að senda Ísrael? Þau eru: „Þið getið stigmagnað stríðið en haldið því í skefjum.“ Og það er það sem þeir eru að gera, það er að stigmagnast. Í upphafi, þegar við sáum nokkur börn sprengd í loft upp og tætt í sundur, fengum við áfall. Núna sjáum við þetta aftur og aftur. Þegar ég var á Gaza – ég er ekki læknir – en það sem var að gerast í holdi fólks, var átakanlegt. Ég hélt að ég væri sú eina í herberginu sem varð fyrir áfalli. En þegar ég leit í kringum mig, meðal lækna sem gera þetta daglega og hetjulega, sá ég að þeir voru jafn raskaðir, í áfalli og hundrað sinnum þreyttari og ofkeyrðari en ég.
„Svo þú heldur að Palestínumenn séu ekki manneskjur? Allt í lagi, það er þitt mál, en það mun ekki stoppa þar og sjáum það nú þegar á svæðinu. Og við höfum ríkisstjórn í Washington sem er algjörlega ófær um að þrýsta á Ísrael og sú næsta mun ekki heldur gera það. Ég bind ekki miklar vonir við demókrata eða repúblikana.
„Við erum ekki að skrásetja þetta aðeins fyrir okkur sjálf núna. Við erum að skrásetja þetta fyrir framtíðina. Við ætlum að líta til baka og reyna að skilja hvernig í ósköpunum þetta náði því marki að helsta lýðfræðin dregur fram að þau sem eru drepin og tætt í sundur eru konur og börn? Hvort sem um er að ræða börn sem verða fyrir riffilskoti leyniskyttu í höfuðið, sem sýnir ásetning, eða börn sem eru flött út af jarðýtum eða deyja úr sýkingum, þá er þetta ásetningur um þjóðarmorð.
„Kona sem fæðir á Gaza er í algjöru helvíti. Hún hefur tvær eða þrjár klukkustundir til að fæða og um leið og hún hefur lokið því er hún send heim. Og að vera sendur heim þýðir að ganga tímunum saman með nýja ungabarnið í höndum sér eða sitja á asnakerru, sem er hræðilegt – hún er skítug og full af dýrum. Þú og barnið þitt ert að fara að smitast… og konur eru skotmark.
„Annað sem ég vil deila með ykkur varðar karlmenn, því karlmenn eru mjög vanmetnir í þessari ítrekaða þjóðarmorði. Við höfum sögur af því að karlmenn hafi verið niðurlægðir og þeim nauðgað. Fólk þarf að sjá myndefni af karlmönnum til að sjá hvað Ísrael hefur verið að gera karlmönnum síðan í október. Margir læknar hafa sagt mér frá því sem þeir sjá sem mynstur, þ.e. að ungir menn á tvítugsaldri séu skotnir af ísraelskum leyniskyttum í nárasvæðið. Það kemur í veg fyrir getu þeirra til að eignast börn. „Er einhver reynslutengd sönnun fyrir þessu?“ spurði hún orðrétt. „Ég efast um það. Ég meina, hver hefur tölfræðina?
Rannsakandinn sagði að hún væri algjörlega til í að virkja nemendur við háskóla um allan heim til að beita pólitískum þrýstingi á Bandaríkin og aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu um að hætta að útvega Ísrael sprengjur og önnur vopn. Það var annað mál sem kæmi róti á huga hennar – póstarnir sem sumir ísraelskir hermenn í leyfi erlendis eftir þátttöku þeirra á Gaza, margir með tvöfalt ríkisfang, þar sem þeir sýndu myndrænt með myndböndum brot þeirra á Gaza. „Þessir hermenn birta opinberlega og stæra sig“ af hernaðarlegum lögbrotum sínum „áður en þeir snúa aftur til Gaza,“ sagði hún við mig. „Ég held að við ættum að leita þá uppi.“
Ég spurði um viðhorf hennar til vestrænna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um Gaza-stríðið. „Ég velti því fyrir mér“ sagði hún, „en tilgangur baráttu minnar er ekki sá að fylla í skörðin hjá vestrænum fjölmiðlum. Þeir eru að gera sig gildandi, en þeir eru að bregðast á þessari stundu. Ég meina háskólarnir, fjölmiðlar, dómstólar, gatan, ekki satt? Hver talar á götunni? Hver fær að halda uppi skilti? Hver fær að syngja slagorð? Hver fær að vera með trefil um hálsinn? Þetta er tilvistaraugnablik fyrir fjölmiðla, en þeim tekst ekki að stíga á stokk. Ég hef ekki áhuga á að bjarga New York Times eða Washington Post frá sér sjálfum.“
Greinin birtist áður á substack-síðu höfundar á https://seymourhersh.substack.com/p/gaza-seen-from-the-ground?r=1zm809&triedRedirect=true
Þýðing, Júlíus K. Valdimarsson