Bandaríkin velja stríð

6. ágúst, 2022 Ritstjórn

Bandaríkin kjósa hernaðarlega afgreiðslu mála í samskiptum við stórveldisandstæðinga sína (af því efnahagslega samkeppnin er að tapast). Aðferðin er sú að fá á hreint hin «rauðu strik» sem andstæðingurinn líður ekki að farið sé yfir, vaða síðan yfir þau strik og helst ná andstæðingnum upp að vegg, gerandi ráð fyrir að hann verði þá fyrri til að gera árás.

Þannig greinir Andre Damon hjá World Socialist Web Site heimsókn Nancy Pelosi til Taívan, spennumögnunina milli Kína og Bandaríkjanna sem þar af leiðir, og setur í samhengi

Málið hefur fleiri hliðar. Hernaðarstefnan beinist að hans mati ekki síður gegn bandarísku verkafólki en gegn Kína, og þaðan verður stríðsandstaðan að koma. Af því líka að í ríkjandi stjórnmálakerfi Bandaríkjanna er engin andstaða við hernaðarstefnuna gegn Kína – og alls ekki í «róttæka» armi Demókrataflokksins.


Biden vill stríð við Kína

Andre Damon

Í vikunni sem er að líða hefur forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, stórfelldlega magnað átök Bandaríkjanna við Kína og komið af stað mestu hernaðarkrísu á Taívansundi í mannsaldur.

Meðan þetta er skrifað er Taívan í herkví á meðan Kína stundar skotæfingar umhverfis eyjuna. Tvö flugvélamóðurskip stíma í átt til Taívan og taka sér stöðu andspænis orustusveit Bandarískra flugvélamóðurskipa og tveimur láðs- og lagar viðbragðssveitum (Amphibious Ready Groups) sem halda til þar skammt undan.

Mitt í hernaðarkrísu sem vofir yfir í styrjöldinni gegn Rússum í Úkraínu hefur enginn fjölmiðlapersóna í Bandaríkjunum alvarlega reynt að útskýra og því síður spurt hinnar augljósu spurningar: Af hverju fór bandaríki þingforsetinn – með stuðningi Hvíta hússins – til Taívan? Yfirlýsing talsmanns Hvíta hússins um að heimsóknin breyti “engu” um sambandið við Kína sýnist alveg út í hött.

Trumpstjórnin og Bidenstjórnin hafa fengið á hreint hvaða aðgerðir Kína líti á sem óásættanleg brot gegn fullveldi sínu og framkvæmt þær aðgerðir síðan hverja á fætur annarri, og kerfisbundið rífa þær sundur stefnuna um Eitt Kína, sem markað hefur leiðina að eðlilegum samskiptum Bandaríkjanna og Kína frá 8. áratugnum.

Biden forseti veit vel að Kína hefur hótað því opinberlega að ef Bandaríkin yfirgefa stefnuna um Eitt Kína og viðurkenna í reynd Taívan sem sjálfstætt riki mun Kína taka eyjuna með hervaldi. Biden sjálfur hefur lofað að fara í stríð við Kína ef það gerist.

Með öðrum orðum, Bidenstjórnin fylgir í aðgerðum sínum stefnu sem hún veit að leiðir til hernaðarátaka við fjölmennasta land í heimi. Biden vill stríðsástand – formlegt eða í reynd – gagnvart Kína, Kína sem skoðað er sem helsta ógnun við hnattræna drottnunarstöðu Bandaríkjanna.

Í mars á síðasta ári sagði Anthony Blinken utanríkisráðherra það vera fyrirmæli Bidens til “varnarmálaráðuneytisins að hemja Kína sem hina eltandi ögrun (áskorun).” Og Blinken bætti við: “Kína er eina landið með efnahagslega, diplómatíska, hernaðarlega og tæknilega getu til þess að ógna alvarlega hinu stöðuga og opna alþjóðakerfi.»

Geópólitískar ástæður Bandaríkjanna til að fara í stríð við Kína voru lagðar fram af Elbridge Colby sem var aðalhöfundur Varnarmálastefnunnar 2018 (National Defence Strategy) sem lýsti yfir sl. þriðjudag að “það að berjast við Kína um Taívan er skynsamlegt fyrir beina efnahagslega hagsmuni Bandaríkjamanna.”

Ef Kína verður ekki haldið í skefjum hernaðarlega varar Colby við framtíð þar sem: “Kína mun hafa ráðandi áhrif á meira en 50% af vergri landsframleiðslu í heiminum. Kína mun verða dyravörðurinn í miðju hins alþjóðlega efnahagslífs. Og “júan verður hinn ríkjandi gjaldmiðill.” https://mobile.twitter.com/ElbridgeColby/status/1554626099891429377

Í bók sinni The Strategy of Denial boðar Colby pólitík sem egnir Kína til hernaðarlegra aðgerða: “Kannski er skýrasta og stundum mikilvægasta aðferðin til að tryggja að litið sé á Kína á þennan hátt [sem árásaraðila] einfaldlega að tryggja að landið verði fyrst til að gera árás. Fáar siðferðisreglur mannanna eru djúprættari en sú að sá sem byrjar ber stærstan hluta siðferðilegrar ábyrgðar.”

Með öðrum orðum, Bandaríkin leitast við fá á hreint öll «rauð strik» Kína, fara síðan yfir þau og látast verða hissa þegar Kína bregst við hernaðarlega.

Geópólitísk markmið bandarískrar heimsvaldastefnu eru aðeins einn þáttur í hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Frammi fyrir óviðráðanlegum heilsufarslegum, efnahagslegum og félagslegum krísum er bandaríska yfirstéttin áköf í nota hernaðarátök til að skapa “þjóðlega einingu.” Þessari mögnun átakanna við Kína munu fylgja víðtækar árásir á félagsleg og efnahagsleg réttindi verkalýðsstéttarinnar og kröfur um að verkafólk fórni lífsgæðum vegna styrjaldarátaksins.

Sturluðum og morðþyrstum stríðsáætlunum Bidens er tekið með stuðningi ríkjandi stjórnmálakerfis Bandaraíkjanna í heild sinni. Á þriðjudag birti þingflokksformaður repúblíkana í öldungadeild, Mitch McConnell, ásamt 25 þingmönnum deildarinnar yfirlýsingu þar sem sagði: “Við styðjum heimsókn forseta Fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, til Taívan.”

Taívan-krísan vofir yfir” fullyrti hið repúblikanatengda Wall Street Journal og bætti við: «Vopnasendingar þurfa að ganga hraðar og vera af þeirri gerð sem helst myndu hindra mögulega innrás.”

Bob Menendez, formaður utanríkisnefndar Ölungadeildarinnar, skrifaði grein næst forustugrein (co-ed) New York Times og bar lof á heimsókn Pelosi: “Það var rétt af Nancy Polosi að láta ekki Kína ákveða hver má og hver má ekki heimsækja Taívan.”

Í þessari grein tilkynnti Menendez að hann og Lindsey Graham Öldungadeildarþingmaður repúblikana myndu leggja fram lagafrumvarp að nafni Taivan Policy Act 2022, sem muni stórlega auka hernaðarútgjöld Bandaríkjanna við að vígbúa Taívan. Menedez skrifaði:

“Þessi lög myndu styrkja öryggi Taívans með því að leggja til nálægt 4,5 milljörðum dollara í hernaðaraðstoð næstu fjögur ár og viðurkenna Taívan sem “meiri háttar ekki-NATO bandamann” – voldug yfirlýsing sem greiða mundi fyrir nánari öryggis- og hernaðarlegum tengslum.” https://www.nytimes.com/2022/08/03/opinion/taiwan-us-defense-china.html

Þetta mundi binda snarlegan endi á stefnuna um Eitt Kína af hálfu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum, demókratar taka upp sérlega stefnu Trumpstjórnarinnar.

Gagnvart viðleitni Bidenstjórnar til að egna til stríðs við Kína hefur hinn «róttæki» armur Demókrataflokksins – þingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren – verið þögull um heimsókn Pelosi, og neitað að svara beinum spurningum blaðamanna.

En viðhorf Sanders opinberaðist í yfirlýsingu staðgengils hans, utanríkisráðgjafanum Matt Duss, sem í viðtali við The Intercept, stillti sér algjörlega á bakvið markmið bandarísku hervæðingarinnar.

Duss boðaði “að treysta öryggi Taívans” og «að leggja áherslu á öryggi og varnargetu Taívans”. Hann fordæmdi “hömlulausan ógnunaráróður” frá þeim sem vöruðu við afleiðingunum af heimsókn Pelosi og sagði að “það að stunda ógnunaráróður varðandi Taívan er öfugverkandi.”

Sem sagt, þeir sem vara við því að gjörðir Pelosi ógni mannkyninu eru vandamálið, ekki brennuvargurinn Pelosi og Bandaríkjaher. Spyrillinn frá The Intercept fordæmir “róttæklinga” sem gefa þá mynd að “samband Bandaríkjanna og Kína snúist aðallega um gjörðir Bandaríkjanna þrátt fyrir að þróast hefur, eins og þú þekkir, vaxandi valdboðsstefna í Kína.” https://theintercept.com/2022/08/03/deconstructed-taiwan-nancy-pelosi/

Þessi ummæli sýna, enn á ný, að það er enginn grein í Demókrataflokknum sem snýst í alvöru gegn bandarískri hernaðarstefnu sama hve gáleysislega og hættulega Hvíta húsið hagar sér.

Andspænis því að ríkjandi stjórnmálakerfi Bandaríkjanna í heild stillir sér upp í stuðningi við mögnun átaka við Kína er það verkalýðsstéttin sem getur myndað félagslegan grunn undir baráttuna gegn stríði. Verkafólk sem nú þegar horfist í augu við alvarlega kreppu í heimilisútgjöldum og yfirvofandi efnahagslægð verður að hafna “fórnum” í nafni útlandshatandi and-Kínaherferðar Bandaríkjanna, og tengjast kínverskum stéttarbræðrum og systrum í baráttunni gegn stríði.

Sjá greinina á World Socialist Web Site: https://www.wsws.org/en/articles/2022/08/04/erpq-a04.html