Úkraínustríð – gagnrýnisraddir fágætar en samt til

29. október, 2023 Ritstjórn

Á meðan ekki einn einasti starfandi þingmaður landsins er gagnrýninn á framferði NATO og stefnuna í Washington, sérstaklega á málefni Úkraínu, Sýrlands og annarra ríkja þar sem stundaður er staðgenglahernaður er full ástæða til þess að benda á gagnrýnisraddir í samfélaginu þá sjaldan þær heyrast. Prýðisgott viðtal Frosta Logasonar við Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra, er sjaldgæft dæmi þar sem farið er yfir staðreyndirnar sem oftast er haldið eftir í umfjöllun um þessi brenndandi málefni.

Viðtalið við Ögmund í heild sinni má nálgast hér.

Í þessari grein má svo finna frekari upplýsingar um áætlanir RAND Corporation sem er lykilhugveita starfandi fyrir Pentagon. Þess ber að geta að þessi grein um þessi bandarísku áform að „teygja Rússland“, ögra því og láta það „yfirteygja“ sig birtist á Neistum meira en ári áður en Rússarnréðust inn í Úkraínu og felst e.t.v. í þesu ákveðin spádómsgáfa. Aðra Neistagrein um þessar sömu hernaðaráætlanir RAND Corp. má lesa hér.

Neistar vilja gjarnan benda á greinar sem birst hafa hér á vefnum um málefni staðgenglahernaðar í ríkjum á borð við Úkraínu, Sýrland og Líbíu.

Úkraína

Líbía

Sýrland