50 ára afmæli nellikubyltingarinnar

25. apríl, 2024 Björgvin Leifsson

Í dag er sumardagurinn fyrsti á Íslandi. Líkur hafa verið leiddar að því að þessi dagur hafi markað einhvers konar tímamót fyrir norræna bændur á þeim tíma. Þessi dagur er alltaf fyrsti fimmtudagur á eftir 18. apríl í eldri (og nútíma) tímatölum á Íslandi.

Í dag er einnig 50 ára afmæli nellikubyltingarinnar í Portúgal, sem markaði endalok fasískrar einræðisstjórnar í landinu. Skv. byltingardagatalinu:

„Nellikubyltingin í Portúgal 25. apríl 1974 var uppreisn í portúgalska hernum, sem leiddi til samfélagsbyltingar. Portúgal var gamalt nýlenduveldi en fámenn þjóð þrátt fyrir það. Þess vegna höfðu alþýðumenn og nýlendubúar mikið vægi í hernum, sem leiddi til uppreisnar, sem kollvarpaði áratuga fasisma og lagði grunn að lýðræði. Byltingaröflin voru sterk í byrjun og börðust fyrir sósíalískum umbótum. Þær fóru halloka á næstu árum og borgaralegt lýðræði festist í sessi.“

Hér vantar skýringuna á nafngiftinni. Þegar gagnbyltingin byrjaði skipaði eftirmaður Salazar hernum að skjóta fólkið. Hermennirnir neituðu og fólkið setti nellikur í byssukjaftana.

A Neistar deseja ao povo português um feliz dia.