Þjóðarmorð í Palestínu með augum þeirra sem þar dvelja
—
Stjórnvöld og þrýstihópar í Ísrael og Bandaríkjunum reyna nú hvað þau geta til þess að stjórna umræðunni um þann hrylling sem nú á sér stað í Palestínu. Lokað hefur verið á netsamband við Gaza, rafmagn hefur verið tekið af og bannað er að flytja eldsneyti og ýmsan nauðsynjavarning inn.
Samkvæmt nýjustu tölum frá yfirvöldum í Gaza hafa meira en 13 þúsund manns verið myrtir frá því síðasta árásarhringa Ísraels hófst. Af þeim eru meira en 5.500 börn. Meira en 200 læknar og hjúkrunarfræðingar hafa verið myrtir, 22 hjálparstarfsmenn og 60 blaðamenn. Meira en 6000 manns er saknað, þar af eru um 4000 börn. Meira en 30 þúsund manns hafa hlotið örkuml í þeim meira en 1.330 sprengiárásum sem Ísraelsher hefur látið dynja á Gaza. 25 af 52 heilbrigðisstofnunum eru óstarfhæfar og 55 sjúkrabílar hafa verið sprengdir, auk þess sem margir eru óstarfhæfir vegna skorts á eldsneyti og varahlutum. Meira en 43 þúsund heimili hafa verið eyðilögð að fullu og 225 þúsund hafa skemmst alvarlega, þetta eru um 60 prósentur allra heimila í Gaza. Tæplega 100 moskur hafa verið sprengdar og 3 kirkjur, 97 stjórnarbyggingar og 262 skólar.
Ísrael hefur reynt að stjórna upplýsingaflæðinu og því sem birtist í heimsfjölmiðlum um það sem á sér stað. En enn er lítill hópur af almennum borgurum sem ná að senda fréttir af vettvangi. Sögur þeirra birtast að jafnaði ekki í stóru fjölmiðlunum, heldur nærri einungis á samfélagsmiðlum á borð við X (twitter), TikTok og Telegram.
Neistar hafa hingað til verið helst verið vettvangur fyrir heimildagreinar og lengri pistla, en ekki tekið að sér fréttamiðlun. En vegna þess sem nú á sér stað er ástæða til að reyna að koma á framfæri frásögnum, myndböndum og myndum af því sem á sér stað í Palestínu einmitt nú. Það er ekki ætlunin að stunda neina sjokk-blaðamennsku, en í þetta tilfelli er mikilvægt að hryllingurinn sem á sér stað einmitt nú komi fram, óþvingaður. Íslenskum stjórnvöldum ber skylda að setja þrýsting á að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust.
Loftárásir á skóla
Ísraelsher gerði loftárásir á Al-Fakhoura skólann þar sem fjöldi flóttamanna frá Jabaliabúðunum sem þegar höfðu lent í loftárásum sótti skjóls. Myndband þetta birtist á X (Twitter) og sýnir afleiðingar loftárásanna. Vara þarf við myndefninu.
Ráðist inn í sjúkrahús
Blaðamenn frá Al Jazeera náði myndum af Ísraelskum hermönnum er þeir réðust inn í Al Shifa sjúkrahúsið, stærsta sjúkrahús í Gaza, og ráku á brott heilbrigðisstarfsfólk. Fjöldi sjúklinga, þar á meðal nýburar, létu lífið og sjúkrahúsinu er ný lýst sem dauðaherbergi.
Loftárásir á flóttamannabúðir
Ísraelsher gerði loftárásir á Al Bureij flóttamannabúðirnar. Meðal hinna látnu voru blaðamennirnir Sari Mansour og Hassouneh Saleem.
Ástandið í Al Shifa
Ástandið í Al Shifa sjúkrahúsinu þegar Ísraelsher rak heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga út var hryllilegt. Myndband frá Neyðarstjórn sjúkrahússins.
Ljósmynd sem segir allt sem segja þarf