Höfnum markaðsvæðingu vegakerfisins!


Alþýðufylkingin mótmælir harðlega nýjustu áformum um upptöku veggjalda. Vegir og önnur samgöngumannvirki eru hluti af sameiginlegum innviðum samfélagsins, sem á að greiða af sameiginlegum sjóðum og reka félagslega. Markaðsvæðing opnar fyrir einkavæðingu, hvort heldur er með sölu, útvistun eða uppbyggingu einkarekinna mannvirkja. Slíkt mun alltaf verða dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið og arðurinn hefur verið greiddur út. Þeir einu sem græða verða fjárfestar, hinir borga brúsann. Ef ekki sem bílstjórar, þá sem skattgreiðendur.

Með veggjöldum verður ferðafrelsi fátækra skert. Ríkið mun um leið snúa sig út úr umsaminni skattalækkun kjarasamninganna sl. vor.

Það er ekki þverpólitísk sátt um upptöku veggjalda!


Á félagsfundi Alþýðufylkingarinnar Reykjavík, 19. september 2019.