Ályktun Alþýðufylkingarinnar um Venezúela



Alþýðufylkingin 31. janúar 2019

Alþýðufylkingin fordæmir árásir og hótanir heimsvaldasinna gegn Venesúela. Nicolas Maduro er réttkjörinn forseti Venesúela og allar tilraunir til að útnefna annan í hans stað og stuðningur við hann er ekkert annað en árás á fullveldi landsins og tilraun til valdaráns.

Þar fer forseti Bandaríkjanna fremstur í flokki og lýsti hann yfir viðurkenningu á Juan Guaido sem forseta landsins á sama augnabliki og hann útnefndi sjálfan sig. Nokkur ríki, sem stjórnast af taumlausu ofstæki hafa fylgt í kjölfarið og Evrópusambandið hefur sett stjórn Venesúela afarkosti. Allt eru þetta brot á alþjóðalögum og leikur aðeldi, sem getur leitt til mikilla hörmunga.

Venesúela er fullvalda þjóð, sem ræður sínum málum sjálf. Þó að mótmæli séu höfð uppi í landinu, gefur það ekki tilefni til erlendra afskipta. Enda gæti þaðþá átt við um Frakkland og fleiri lönd, sem nú bregða brandi gegn Venesúela.

Bandaríkjastjórn bíður eftir tækifæri til að brjóta Venesúela á bak aftur og sölsa undir sig olíulindir landsins. Olíuslóð Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra er blóðug og liggur víða um heim. Þar má nefna Afghanistan, Írak, Líbíu, Sýrland o.fl. Íslensk stjórnvöld hafa, illu heilli, oftar en ekki fylgt með til stuðnigs þessum helförum.Alþýðufylkingin krefst þess að endi verði bundinn á þjónkun viðheimsvaldastefnuna. Þaðþýðir að íslensk stjórnvöld ættu að bera klæði á vopnin, hvetja til friðsamlegra viðræðna og beita sér af festu gegn hvers konar afskiptum annarra ríkja, sem stefna aðþví að skipta um stjórn í landinu.