Washington sleppir Úkraínu. Ísrael gefur eftir fyrir kröfu Hamas

14. febrúar, 2025

Tvær helstu fréttir á líðandi stund eru það að Trump segir að Úkraína þurfi að gefa eftir landsvæði og NATO-aðildaráform til að ná friðarsamningi, en Ísraelar virðast vera að hörfa frá vopnahlés-þrátefli sínu við Hamas samtökin.

Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði á miðvikudag að Bandaríkjamenn „trúi ekki að NATO-aðild að Úkraínu sé raunhæf niðurstaða úr friðarviðræðum“, ennfremur að „að hverfa aftur til landamæra Úkraínu frá því fyrir 2014 sé óraunhæft markmið.“ Þetta kemur í kjölfar þess að Trump tilkynnti að hann ætti í viðræðum við Vladimír Pútín um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Hvort tveggja, aðild að NATO og endurheimt alls landsvæðis sem tapast hefur til Rússa, hefur verið markmið Zelenskys Úkraínuforseta og NATO-ákafamannanna um öll Vesturlönd sem dá hann. Dave DeCamp hjá Antiwar.com útskýrir: 

Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur haft það stríðsmarkmið að koma aftur á landamærum Úkraínu frá árinu 2014, en undanfarna mánuði hafa komið fram merki þess að hann hafi viðurkennt að það sé óraunhæft. Hann kallar þó eftir öflugum öryggisráðstöfunum frá Bandaríkjunum sem fela í sér að herlið verði sent á vettvang, en Hegseth afskrifaði það líka.

„Öryggistryggingum verður að fylgja hæft evrópskt herlið og ekki-evrópskt herlið með hæfum evrópskum hermönnum og hermönnum sem ekki eru evrópskir. Ef þessir hermenn eru sendir til Úkraínu sem friðargæsluliðar á einhverjum tímapunkti, þá verður að senda þá sem hluta af verkefni sem ekki er á vegum NATO og þeir falla ekki undir 5. greinina,“ sagði hann.

„Það verður einnig að vera traust alþjóðlegt eftirlit með víglínunni. Svo það sé ljóst yrði hluti af öllum öryggistryggingunum að ekki verði sendar bandarískar hersveitir til Úkraínu,“ bætti Hegseth við.

„Hundruð þúsunda manna hefðu enn verið á lífi ef Biden hefði verið tilbúinn að segja þetta fyrir þremur árum,“ skrifaði Aaron Maté á Twitter í tengslum við ummæli Hegseth. „ Þess í stað neitaði Biden, kynti undir staðgengilsstríði, hafði yfirumsjón með mannfórnum Úkraínu og sneri sér svo við og sagði að Úkraína væri samt ekki tilbúin til að ganga í NATO. Þetta var allt tál og svik með eitt markmið: að nota Úkraínu til að taka Rússlandi blóð. Sérverjir þeir sem gengust inn á þessa ævintýralegu ógæfu – þar á meðal fjömargir framsæknir stjórnmálamenn og fjölmiðlar – ætti að spyrja sig hvort það hafi verið þess virði.“

Nú fundar fjármálaráðherra Bandaríkjanna með Zelensky  til að semja um aðgang Bandaríkjanna að miklum jarðefnaauð Úkraínu – ekki til að halda stríðinu áfram, heldur til að greiða fyrir „öryggisskjöld“ eftir stríðið sem Bandaríkjamenn myndu útvega samkvæmt áformum Trumps forseta. Úkraína hefur verið sviðin, sundurtætt og hrækt á hana af vinum hennar í Washington, og nú skal hirða af henni jarðefnin.

Allir sem vissu eitthvað um eitthvað sögðu frá upphafi stríðsins að þetta myndi gerast. John Mearsheimer prófessor varaði við því þegar árið 2015 að Vesturveldin væru að leiða Úkraínu niður breiða ógæfuveginn og að afleiðingin yrði að Úkraína yrði rústir einar. Margir aðrir sérfræðingar og greinendur vöruðu við því, löngu áður en stríðið hófst, að ögrunaraðgerðir NATO myndu leiða til hörmunga fyrir Úkraínu.

Allur sá ástæðulausi dauði. Þessu stríði var hrundið af stað með ögrunum, og það var gert af ásettu ráði, til þess eins að færa til nokkra leikmenn á stóra skákborðinu til að hjálpa Bandaríkjamönnum við að tryggja yfirráð sín á plánetunni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra höfnuðu hverri útgönguleið af annarri úr þessari martröð, bæði fyrir innrás Rússa og vikurnar á eftir.  

Ímyndaðu þér að þú sért Úkraínumaður sem berst í fremstu víglínu núna þegar varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að þið munuð missa landsvæði ykkar og gangið aldrei í NATO á meðan Kænugarður afhendir Washington jarðefnaauð þjóðar ykkar. Ég myndi gerast liðhlaupi í hvelli.

Aðrir staðgenglar Bandaríkjanna, takið eftir: Þetta gerist þegar þið leggið land ykkar að veði til að ná strategískum markmiðum Bandaríkjanna. Ég vona að Taívan fylgist vel með þessari atburðarás.

****

Hin stóra fréttin í dag er sú að Ísraelar virðast ætla að snúa frá baki hótun um að setja vopnahléð í uppnám á Gaza. Barak Ravid segir í viðtali við Axios að ónefndur ísraelskur embættismaður hafi sagt við sáttasemjara að þeir muni standa við vopnahlésskilmálana svo framarlega sem Hamas-samtökin sleppi þremur gíslum á laugardag eins og upphaflega var áætlað.

Þetta væri veruleg eftitrgjöf af hálfu stjórnar Netanyahus, sem hafði skömmu áður krafist þess að Hamas-samtökin yrðu að sleppa „öllum“ gíslum á laugardaginn, nokkuð sem gekk gegn skilmálum vopnahléssamkomulagsins.

Auk þess virðast hjálpargögnin sem Hamas-samtökin hafa krafist nú streyma frá Ísrael. Palestínski blaðamaðurinn Abubaker Abed skrifar frá Gaza-svæðinu:

Þúsundir tjalda og hjólhýsa hafa farið inn á Gaza. Ástandið er að verða stöðugra og hafa hjálpargögn streymt stöðugt inn undanfarnar klukkustundir.

Sama er að segja um sjúkraflutninga, en samkvæmt fréttum af svæðinu hafa að minnsta kosti fimm sjúkraflutningabílar komið til Gazskrifra á síðustu 24 klukkustundum.

Líklegt er að vopnahléið haldi þar sem Hamas-samtökin ætla að sleppa þremur ísraelskum föngum á laugardag í skiptum fyrir tugi palestínskra gísla.

Ísraelar eru farnir að leyfa að aðstoð sé veitt í stað þess að hún sé þvinguð fram.

Það er erfitt að sjá þetta sem annað en sigur Hamas. Vopnahléið var sett í uppnám þegar Hamas tilkynnti að þau myndu fresta fyrirhugaðri lausn ísraelskra gísla þangað til Ísraelar færu að standa við skilmála þess, og ísraelskir ráðamenn hafa viðurkennt fyrir fréttamönnum að Ísraelar hafi brotið vopnahléð á meðan Hamas-samtökin hafi ekki gert það. Hamas-samtökin kröfðust þess að Ísraelar stæðu við sinn hlut samninganna og Ísraelar hótuðu einhverju á móti, en virðast hafa gefið sig að lokum. Tel Aviv var kannski bara að iðka ísraelsku hefðina „shitat hamatzliah“ – reyna bara að gera það sem maður vill gera og sjá hvort maður kemst ekki upp með það.

Allt er því ekki glatað. Í öllum brjálæðisgangi þessa heims getur friðurinn enn komið orði að, með hörðu.

Greinin birtiat á bloggi Caitlin Johnstone 13. febrúar.

Caitlin Johnstone er óháður blaðamaður, víðkunnur penni og hugrökk kona í Melbourne í Ástralíu