Friðarsúla og „Heræfing við Viðey“
—
John Lennon átti 85 ára afamæli 9. október. Þá var kveikt á Friðarsúlunni í Viðey. John Lennon var virkur þátttakandi í uppreisn kynslóðar sem kennd er við 1968 og átti fimm ára tímabil mjög litað af pólitískum söngvum, í friðarbaráttu, þjóðfrelsisbaráttu, réttindabaráttu svartra, kvenna og baráttu verkalýðsstéttarinnar. Það hófst með friðarsöngnum Give Peace a Chance 1969 sem var framlag Lennons í baráttu gegn Víetnamstríðinu, síðan fylgdu söngvar eins og Happy X-mas (War is over), Working Class Hero, Sunday Bloody Sunday, Angela, Woman is the Nigger of the World, Power to the People.

Árið 2007 gerði ekkja Lennons, Yoko Ono útilistaverkið Friðarsúlan Imagine (Imagine Peace Tower), helgaða friðarbaráttu þeirra hjóna og fann henni stað í Viðey á Íslandi. Líklega var það ekkert sérlega heppileg staðsetning. Íslensk stjórnvöld hafa stutt nánast allar vopnaðar íhlutanir og valdaskiptaaðgerðir vestrænna heimsvaldasinna á fyrsta fjórðungi 21. aldar – og hafa nú markað stefnu stóraukinnar vígvæðingar. Íslensk stjórnvöld og stjórnmálastétt slær sér samt gjarnan á brjóst þann 9. október og raular: „..imagine all the people living life in peace“. Því miður nær friðararátta þeirra almennt ekki lengra.
Það er tvöveldni og þrefeldni í gerðum og siðferði íslenskra stjórnvalda á vettvangi stríðs og friðar. Þrándur Þórarinsson fangar þann veruleik í málverkinu hér að ofan sem hann nefnir Heræfing við Viðey.
Málverk Þrándar er sótt á Fb-síðu hans, https://www.facebook.com/profile.php?id=1182563076







