Vöknum!
—
Þorgrímur Sigmundsson birtir bréf sem honum barst frá Keldunni. Það er fyrirtæki sem aflar upplýsinga um einstaklinga, vini þeirra og börn, eins og lesa má í bréfinu sem Þorgrímur birtir í heild sinni á feisbókarsíðu sinni.
Keldan vill greinilega vita allt um mig og þig en er hins vegar spör á upplýsingar um sjálfa sig, segir ekkert um eigendur sína eða stjórnarmenn að því er ég fæ séð.
Þorgrímur spyr hvort mönnum finnist þetta vera í lagi. Það þykir mér ekki vera.
Lögin sem þarna er vitnað til eru frá 2018. Lög af svipuðum meiði h afa áður verið sett og hef ég alltaf haft eftirsjá eftir því andvaraleysi sem löggjafinn (þar á meðal ég sjálfur) sýndum þegar byrjað var að stíga þessi skref í áttina að eftirlitssamfélaginu. Alltaf var þetta gert undir því yfirskini að verið væri að berjast gegn hryðjuverkum. En það var yfirskin. Tilgangurinn var, að því er ég hygg, að gera hægara um vik að kæfa umræðu sem talin er ógna valdakerfum heimsins.
Meðvitund um þessa formúlu hefur aldrei verið mikil hér á landi enda fundin upp annars staðar. Framlag Íslendinga hefur hins vegar verið að láta berast með straumnum – eins og þjóðin lætur gerast í alltof ríkim mæli.
Vöknum!
Einhvern tímann gæti það verið orðið of seint.