Verjum fullveldi Íslands í orkumálum


Ályktun frá landsfundi Alþýðufylkingarinnar 6.-7. október 2018.


Landsfundur Alþýðufylkingarinnar 2018 skorar á Alþingi að hafna innleiðingu 3. orkupakka Evrópusambandsins. Með innleiðingu hans yrði haldið áfram markaðsvæðingu orkumála á Íslandi og landið missti yfirráð yfir eigin orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.

Acer, orkustofnun Evrópusambandsins, yrði æðsta stjórnvald í orkumálum, og úrskurðir í málaflokknum yrðu í höndum stofnana ESB. Ísland gæti ekki brugðist við síðari breytingum á málaflokknum heldur þyrfti aðeins að sætta sig við þær.

Með innleiðingu 3. orkupakkans myndi verð hækka á raforku til almennings, en áhrif kapítalískra stórfyritækja myndu aukast. Miklar líkur eru á að rafstrengur yrði lagður til landsins til að tengjast evrópska dreifikerfinu. Það myndi enn hækka verð til almennings og auka þrýsting á virkjun alls sem hreyfist hér á landi.

Breytingar í orkumálum hér á landi ættu frekar að lúta að því að vinda ofan af þeirri markaðsvæðingu, sem þegar hefur verið innleidd, og stefna að því að málaflokkurinn verði félagslega rekinn að öllu leyti.