Um kolranga forgangsröðun Borgaryfirvalda

10. mars 2023 — Jón Karl Stefánsson

Þann 6. desember s.l. var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Helsta tilefni fundarins var að fara yfir tillögur Borgarfulltrúa um sparnað og hagræðingu, en komið hafði í ljós að skuldir borgarinnar voru orðnar gríðarháar. Reykjavík var rekin með miklum halla.

Margar tillögur, alls 92, voru settar fram á fundinum, en efni hans má kynna sér hér. Þegar skoðað er hvaða tillögur voru samþykktar og hverjum var hafnað kemur fram skýrt mynstur sem lýsa má sem svo: Það var mjög auðvelt að fá samþykktar tillögur um skerðingu á þjónustu til fátækra hópa, en þegar kom að því að spara í yfirstjórninni sjálfri, hjá þeim sem Borgarstjórn sjálf hefur mest samskipti við, varð tregðan mikil. Þetta gilti jafnvel þó að fjárhæðirnar sem um var að ræða voru oft mun hærri í tillögum um sparnað í yfirbyggingunni, sem oftast var hafnað, en þær í samþykktum tillögum um skerðingu á þjónustu til bágstaddra og grunnþjónustu, sem gjarnari voru á að vera samþykktar. Sláandi var að sjá atkvæði flokka sem auglýsa sig til vinstri, Samfylkinguna og Vinstri-Græna, sem og Pírata, í þessum atkvæðagreiðslum.

Listi um tillögur sem kemur hér er ekki tæmandi, og það var ekki svo að einungis skerðing á grunnþjónustu og þjónustu til viðkvæmra hópa varð fyrir valinu. En þessi dæmi tal samt sínu máli.

Meðal tillagna sem Borgarfulltrúar samþykktu voru eftirfarandi:


Meðal tillagna sem Borgarfulltrúar felldu voru þessar: