Ögranir, stríðsæsing og evrópsk strategía
—

Löng röð frétta og viburða á sviði öryggis og varnarmála dynur á okkur. Leiðtogafundar ESB í Kristjánsborgarhöll 1. oktober og degi síðar fundur European Political Community (EPC) á sama stað. Báðir fundirnir eingöngu um öryggismál. Vikurnar á voru í „merki drónans“, endalausar æsifréttir af drónaflugi í Danmörku og áður í Póllandi. Samanlagðir þjóna þessir viðburðir því markmiði að skapa stríðsæsingu og jarðveg fyrir vígvæðingu. Daginn eftir fundina í Höfn var Þjóðaröryggisráð kallað saman. Að þeim fundi loknum varaði Þorgerður Katrín þjóðina við:
…ljóst er að útgjöld til varnarmála þarf að auka á næstu árum. Þegar fram í sækir eru þetta það stórar fjárhæðir sem við þurfum, til að mynda að setja í til að verjast fjölþátta ógnum því það er stærsta ógnin sem steðjar að frá Rússum.
ESB fundar um varnarmál?
Já einmitt, þetta bandalag sem áður kynnti sig sem friðarbandalagn hefur gengið gegnum NATO-væðingu og setur nú varnarmál á oddinn. Von der Leyen sagði í síðasta mánuði: „this is our Union’s mission, to be able to take care of our own defence and security.“
Boðskapurinn frá Kristjánsborgarhöll er að Evrópa liggi undir árás frá Rússlandi. Þegar leiðtogafundurinn var að hefjast á miðvikudag talaði Mette Frederiksen við blaðamenn. Þar var ekki neitt af friði að frétta (samt var ekki minnst á Gaza). Sjá hér og hér.
„Við stöndum frammi fyrir mestu ógn frá seinni heimsstyrjöld“ sagði forsætisráðherrann. „Stríðið er í fullum gangi í Úkraínu og það er áríðandi að Rússland vinni það ekki, og um leið og við tryggjum það er mikilvægt að við vígbúumst… Ég vona að allir geri sér grein fyrir því núna að við eigum í fjölþáttastríði,“ sagði Frederiksen við fjölmiðla í morgun. „Einn daginn er það í Póllandi, þann næsta í Danmörku og í næstu viku verður það kannski skemmdarverk eða drónar á flugi. Ég horfi á þetta frá evrópskum sjónarhóli; það er aðeins eitt ríki sem vill ógna okkur og það er Rússland. Þess vegna þurfum við að svara með kröftugum hætti,“ sagði Frederiksen.
Þessi kona vill „svara með kröftugum hætti“ – herská kona. Þegar Donald Trump fyrst eftir innsetninguna í febrúar sl. talaði um æskileika friðarsamninga við Rússa hélt sama Mette Frederiksen til Kiev. Hún var ósammála slíku samningahjali og tjáði sig skýrt við blaðamenn: „Við eigum á hættu að friður í Úkraínu sé í raun hættulegri en yfirstandandi stríð.“
Aftur til Kristjánsborgar. Annan október funduðu þar 50 fulltrúar frá sambandinu PEC, European Political Community, sem stofnað var í júní 2022 (í tilefni af innrásinni í Úraínu). Þar í eru öll ríki Evrópu nema Rússlandi og Hvítarússlandi. Þangað mætti nú Kristín Frostadóttir og sagði við brottför frá Íslandi:
„En þetta er auðvitað ný staða fyrir fjöldann allan af löndum, þessar fjölþáttaógnir sem eru að birtast okkur. Við sjáum það á viðbrögðum Dana og Norðmanna að við erum komin inn í nýjan heim,“ segir Kristrún.
Ríkisútvarpið bilar ekki!
Fjölmiðlarnir grípa boðskap stjórnvalda sinna dyggilega. Ríkisútvarpið veit hvað til þess friðar heyrir. Annan október var Bogi Ágústsson mættur í Heimsgluggann að morgni og skýrði þar boðskap fundarins í Kristjánsborgarhöll.
Það sem meira er, margir af leiðtogunum hafa verið að segja að það sé ekki friður. Það er alveg ljót að það eru margir þeirrar skoðunar að Rússar séu í stríði, óhefðbundnu stríði, við Vesturlönd, og þessar drónaárásir sem gerðar voru á Danmörku, skuggaflotinn… sem hefur staðið fyrir skemmdarverkum, morð, íkveikjur og alls konar tilræði sem hafa verið rakin til Rússa er ekki hegðun sem benmdir til að stjórnvöld í Moskvu hjafi einhvern sérstakan áhuga á friðsamlegri sambúð – að maður tali ekki um allar netárásirnar sem hafa verið gerðar.
„Narratífið“: Rússland er í heimsvaldastríði
Þessi túlkun mála gengur út frá því að Rússar séu í sóknarstríði til vesturs, með Úkraínu – alla Úkraínu – sem fyrsta herfang, og Pútín sé heimsvaldasinni af gerð Hitlers. Það er frásögnin um Úkraínustríðið, „narratífið“, sem Vestrið hefur haldið sig við frá 24. febrúar 2022. Rétt eftir innrás Rússa sagi Joe Biden að innrás Rússa hafi verið „tilefnislaus og snýst um nakta árásarhneigð, löngun Pútíns í heimsveldi“ og ennfremur: „If anybody in this room thinks Putin will stop at Ukraine, I assure you he will not!“
Ári seinna viðurkenndi Jens Stoltenberg að þetta með tilefnisleysið væri ekki alveg rétt. Rússar hefðu sett fram kröfu um stöðvun á útþenslu NATO (þ.e.a.s. hlutleysi Úkraínu) og öryggistryggingar fyrir Rússland.
Bakgrunnurinn var sá að Pútín forseti lýsti yfir haustið 2021, og m.a.s. sendi hann samningsuppkast sem þeir vildu að við undirrituðum, um að lofa engri frekari NATO-útvíkkun. Það var það sem þeir sendu okkur. Og var skilyrðið fyrir því að ekki yrði ráðist inn í Úkraínu. Auðvitað undirrituðum við það ekki.
Rússar settu sem sagt fram úrslitaskilyrði fyrir að ráðast ekki inn. NATO hafnaði því strax að ræða nokkrar kröfur og öryggishagsmuni Rússa, vitandi að það væri Rússum tilefni til innrásar. Í öðru lagi: strax daginn eftir innrásina buðu Rússar friðarviðræður til að ræða hlutleysi Úkraínu. Þegar Úkraína ætlaði að ganga að þessu kom NATO kom í veg fyrir það, gegnum Boris Johnson. „Let’s just fight“ sagði hann. Krafa og markmið Kremlverja var sem sagt að hindra útvikkun NATO til Úkraínu, og það var NATO sem hafnaði samningaleið.
Innrás Rússa 2022 var ólöglegt árásarstríð. En að það hafi verið heimsvaldasinnað sóknarstríð til vesturs í stíl Hitlers 1939 er stríðsáróður NATO-ríkjanna (bæta má við innan sviga að Rússland hefur augljóslega ekki þörf fyrir landvinninga og auðlindir, hvað þá þörf fyrir mótþróafullar Evrópuþjóðir sem þegna. Rússland er varla komið á stig fjármagnsútflutnings eins og heimsvaldasinnuð ríki almennt eru, og hefur enga efnahagslega þörf fyrir „lebensraum“ eða „drang nach osten“ líkt og Þýskaland hafði bæði 1914 og 1949. Ekker skrýtið að áróðursmenn reyni að skýra sk. heimsvaldastefnu Rússlands með brjálsemi eins manns).
Fundurinn í Kristjánsborgarhöll staðfesti sömu greiningu Vestursins: Úkraínustríðið er rússneskt heimsvaldastríð, þess vegna er ekki um diplómatí að ræða, diplómatí núna er bláeyg friðkaupastefna frammi fyrir nýjum Hitler. Nei, svarið skal vera stigmögnun stríðsins, aukin vopnaaðstoð við Úkraínu, langdrægari flaugar, aukin vígvæðing og háværar yfirlýsingar um að Evrópa búi sig undir bein átök við Rússland. Nú skal „svara með kröftugum hætti“ eins og Mette Fredriksen segir.
Drónarnir: Hver er að ögra hverjum?
Er það Rússland? Það er óskaplega erfitt að sjá hvaða hag Rússar hugsanlega gætu séð sér í því að ögra NATO og NATO-löndum til beinna átaka, og draga þau inn í Úkraínustríðið. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt, en ég sé alla vega ekki röklegt samhengi eða heila brú í slíkri svipsmynd.
Er það Úkraína? Þegar þessar umræddu dularfullu „ögrunaraðgerðir“ byrjar er tvennt stórvægilegt að gerast á sviði öryggismála: Úkraína er að tapa stríði því sem hún heyr fyrir Vestrið við Rússland – og Bandaríkin gera sig líkleg til að draga sig út úr því, hafa reyndar kallað stríðið staðgengilstríð. Stjórnvöld í Úkraínu eru örvæntingarfull. Þau fá alla vopnaaðstoð frá NATO-löndum. Það nægir samt ekki, og kappsmál Zelenskys nú er að halda Bandaríkjunum inni í stríðinu og helst draga NATO inn í bein átök við Rússland.
Eitthvert NATO-ríki í Evrópu? Pólitískt og efnahagslega hafa ESB-ríkin fjárfest gríðarlega í Úkraínustríðinu og verið alveg frábitin samningum. Yfirlýst áform Washington um að ýta því stríði alveg yfir á Evrópuríkin vekur mikla óánægju og mikið ofboð í þeirra röðum. Þegar þau blása upp ógnina frá Rússum (fjölþátta árás hafin!) þjónar það því markmiði að virkja skyldur NATO, og þar með Bndaríkjanna, til fullrar þátttöku, og stigmagna stríðið. Raunverulegur ótti er örugglega fyrir hendi, en stríðsógnin og stríðsóttinn er blásinn svona rosalega upp af því það skapar Evrópuríkjum tilefni til vígvæðingar. Evrópuríkin stefna á stríð – stefnan er að hækka varnarútgjöl í 5%. Til að fá þegnana með þarf að finna nóg af tilefnum.
„Ögrunaðgerðirnar“ umræddu samræmast þess vegna vel viðleitni Úkraínu og evrópskra NATO-ríkja en ekki Rússlands svo séð verði. Sú rannsóknarstefna Evrópskra og íslenskra miðla að taka enga aðra möguleika til skoðunar en að Rússar beri ábyrgð á drónafluginu sýnir hugsun í tjóðurbandi eða fötlun í allri hugarstarfsemi.
Pólland og Eistland
Það stendur augljóslega ekki til að að sanna neitt um upphafsmenn drónanna. Í staðinn segir Mette Frederiksen: „..í fjölþáttastríði munu ekki beinir upphafsmenn finnast nema í mjög, mjög fáum tilfellu. Svo við verðum bara að horfa á munstrið.“ Svo bætir hún við: „Það hefur þó tekist í öðrum tilfellum að sýna fram á Rússa sem upphafsmenn. Það gildir um Pólland og Eistland.“
Strendur það heima? Nei. Fyrst varðandi Pólland: Um drónana 19 sem ku hafa rofið pólska lofthelgi hefur það eitt líklega sannast að þeir voru rússneskir að gerð. Það sannar þó ekki að Rússar hafi skotið þeim á loft. Jacques Baud er fyrrverandi ofursti í svissneska hernum, starfaði einkum í leyniþjónustu hans og fyrir NATO, m.a. í Úkraínu. Glenn Diesen ræðir við hann og þeir tala um ofboðsviðbrögðin í Evrópu þegar Trump vildi þvo hendur sínar af Úkraínustríðinu.

Og svo var það atvikið með drónana sem fóru inn í pólska lofthelgi þann 10. september eða þar um bil, 19 óvopnaðir drónar. Þetta voru í raun tálbeitur sem Úkraínumenn gátu vel hafa gert við, af því þessar tálbeitur eru notaðar í hlutfallinu 4 á móti 1 í öllum árásum sem Rússar gera í Úkraínu. Það þýðir að þegar talað er um 800 dróna sem ráðast á Úkraínu, þá eru í raun aðeins 200 þeirra raunverulegir drónar með sprengiefni, hinir 600 eru tálbeitur til að draga að sér loftvarnaeldflaugar. Þessar tálbeitur eru mjög sýnilegar, þurfa að vera það. En þar sem þær eru ekki með neitt sprengiefni, lenda þær bara einhvers staðar í landslaginu þegar þær verða eldsneytislausar. Það er auðvelt að gera við þessa dróna, setja eldsneyti á vélarnar, líklega gera við nokkra hluti og senda þá til Póllands. Það er líklega það sem Úkraínumenn hafa gert í september, því myndirnar sem við höfum af þessum drónum sýna að það hefur verið gert við þá.
Þann 19. september rufu þrjár rússneskar MiG-31 vélar lofthelgi Eistlands í 12 mínútur. Eistneski ráherrann Tsahkna og NATO-framkvæmdastjóri Mark Rutte kölluðu það „ögrunaragerð“, og Mette tekur undir. Um það segir Jacques Baud:
samkvæmt öllum mínum upplýsingum eru það bara falsfréttir. Vandamálið er að þann 15. apríl samþykkti eistneska þingið lög sem leyfa að stækka „hernaðarlegt viðvörunarsvæði“ landsis, lengra út en 12 sjómílur landhelginnar og þeir hafa einnig aukið fjarlægð loftvarnar-auðkenningarsvæðisins. Ef þú horfir á Finnlandsflóa – og þú þekkir hann betur en ég – þá geri ég ráð fyrir að þú sjáir að jafnvel þó þú takir 12 sjómílur landhelginnar, og ef þú fylgir því nákvæmlega, þá er engin leið í gegnum Finnlandsflóa. Það er ástæðan fyrir þessu, það er alþjóðlegt svæði sem hefur verið skilgreint og samþykkt í Finnlandsflóa sem leyfir sérstaklega rússneskum skipum og flugvélum að fara í gegnum Finnlandsflóa til að tryggja þessa tengingu milli Sankti Pétursborgar og útlendunnar Kalíníngrad. Núna gerir skilgreining Eistlendinga á viðvörunarsvæðinu hið opinbera alþjóðlega hafsvæði að svæði þar sem Eistland getur stöðvað skip og flugvélar og það er skýringin á þessu atviki með MIG-31 vélarnar. Eistlendingar hafa hins vegar aldrei lagt fram ratsjárskjá af flugleið vélarinnar, heldur aðeins línu teiknaða á kort, sem að mínu mati undirstrikar þá staðreynd að Eistland er að ýkja þetta mál.
Samanlagt: Strategía „Evrópu“ er vígvæðing. Þá þarf bara að skaffa TILEFNIN, finna þau, blása þau út – og/eða búa þau til. Ísland er með.
Aðalmynd: Dróni yfir Amager-eyju í Köben, sótt á thetransnational.substack.com