Loftslagsverkfall á Akureyri!

4. október, 2019 Sigurður Ormur AðalsteinssonÍ dag föstudaginn 4. október 2019 frá klukkan tólf til eitt voru mótmæli á ráðhústorginu á Akureyri. Þar voru ungmenni að leggja niður störf og skóla til þess að eyða einum klukkutíma í lofstlagið.

Tilefnið er að reyna að þrýsta á stjórnvöld til þess að taka til í sínum málum gagnvart loftslagsvánni. Aðgerðin er svar Akureyrskra umhverfissinna við ákalli umhverfissinna hiemssins og í reykjavík til þess að mótmæla.

Þó það sé auðvitað jákvætt að einhverjir hafi mætt og eiga þeir sem mættu hrós skilið var samt frekar léleg mæting hjá Akureyringum og hvet ég sem Akureyringur fleiri til þess að mæta og sýna stuðning við þessa arftaka plánetunnar og bæjarins.

Næsta föstudag verður þetta endurtekið því þetta er partur af alþjóðlegri félags hreyfingu nemenda sem leggja sig fram um umfangsmestu, skjótustu og skilvirkustu loftslagsverndarráðstafanir sem mögulegt er til að ná 1,5 gráðu upplausn sem samþykkt var á Alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni í París 2015 í Alhimsloftslagssamkomulaginu.

Hreyfingin stofnuð af fræga umhverfissinnanum Greta Thunberg og heitir Fridays for Future Sjá forsíðu hreyfingarinnar hér.

Það eru komandi kynslóðir sem taka þetta sérstaklega til sín því það eru þau sem þurfa að erfa þessa Jörð okkar og móta sér líf á henni.


motmaeliakureyri
við mótmælin föstudaginn 4. október 2019.