ISIL, ekki ríkisstjórn Assads, stóð fyrir efnavopnaárásunum 2015

28. febrúar, 2024 Jón Karl Stefánsson

Alþjóðaefnavopnastofnunin, OPCW, birti í síðustu viku skýrslu þar sem fram koma lokaniðurstöður sérstaks rannsóknarteymis (Investigation and Identification Team – IIT) varðandi efnavopnaárásina í Marea, Sýrlandi, þann 1. september 2015. IIT lauk ítarlegri rannsókn frá janúar 2023 til febrúar 2024 og komst að þeirri niðurstöðu með nokkurri vissu að Íslamska ríkið í Írak og Levant (ISIL) hefði borið ábyrgð á árásinni.

Skýrslan lýsir því hvernig ISIL framkvæmdi efnavopnaárásina í sókn sinni til að ná Marea, með því að nota fallbyssur til að dreifa brennisteins-sinnepsgasi. Fjölmörg sönnunargögn fundust sem staðfesta framkvæmd og ásetning ISIL í þessari árás. Þær hefðu enn fremur verið framkvæmdar samkvæmt beinum skipunum frá framkvæmdastjórn ISIL. Rannsóknin tengdi ákveðna einstaklinga við notkun efnavopna, og greindi fjóra gerendur og tvo lykilpersónur í efnavopnaáætlun ISIL.

Sýrlensku ríkisstjórninni hafði ætíð verið kennt um þessar árásir og voru þær notaðar sem tylliástæður fyrir loftárásum á innviði landsins sem og miklum stuðningi við skuggahernað sem hafði þann tilgang að velta ríkisstjórninni úr sessi. Styrjöldin milli þessara hópa og annarra landsmanna hefur kostað hundruð þúsunda mannslífa.