„Hútar“: Réttmæt stjórnvöld í Jemen en ekki vígahópur

23. mars, 2024 Andri Sigurðsson

Undanfarna mánuði hafa fjölmiðlar flutt okkur fréttir af árásum Jemena á skip í Rauðahafi sem hafa haft töluverðar afleiðingar á vöruflutninga í heiminum. En í stað þess að viðurkenna að svokallaðir „Hútar“ séu raunveruleg stjórnvöld í Jemen er talað um hreyfinguna sem uppreisnarmenn og vígahóp. Í greininni ætla ég að fara yfir niðurstöður úr úttekt byggða á fréttaflutningi RÚV, MBL, og Vísir.is á fjögurra mánaða tímabili frá því í október í fyrra, þegar Jemen hóf árásirnar.

Hreyfing svokallaðra „Húta“, sem í raun heitir Ansar Allah, var fyrst stofnuð á tíunda áratugnum og óx svo eftir innrás Bandaríkjanna í Írak 2003. Síðan hreyfingin komst til valda í byltingu árið 2015 hafa meira en 150 þúsund óbreyttra borgara látist vegna sprengjuárása Sádi Araba sem framkvæmd var með Bandarískum vopnum og stuðningi Breta og Frakka. Þá hafa meira en 225 þúsund til viðbótar látist vegna hungursneyðar sem má rekja beint til aðgerða og stuðnings fyrrgreindra þjóða, sem enn styðja fyrrum stjórnvöld í Jemen sem stjórnar austurhluta landsins þar sem aðeins um 20% íbúa búa. 

Jemenar þekkja þess vegna á eigin skinni hvernig er að vera undir hælnum á Bandaríkjunum og það er meðal annars ástæðan fyrir því að þeir hafa lýst yfir stuðningi við Palestínu. Ekki aðeins í orði heldur einnig með beinum aðgerðum en umferð um Súesskurðinn drógst saman um 36% í janúar vegna aðgerðanna. Aðgerðirnar á Rauðahafi, sem njóta stuðnings almennings í landinu, verða að teljast hugdjarfar og merkilegar. Ekki síst vegna þess að Jemen er eitt fátækasta lands Vestur-Asíu og neitar að hætta þrátt fyrir harkaleg viðbrögð og hótana Bandaríkjanna og vestrænna þjóða.

Í fyrra tókst loks að stilla til friðar á milli Jemen og Sádi-Arabíu með aðkomu Kínverja en nýlega hafa Bandaríkjamenn hafið árásir á landið að nýju til að freista þess að stöðva árásirnar á Rauðahafi. Ansar Allah hafa frá byrjun lýst því yfir að þeir haldi árásum sínum áfram þar til Ísrael stöðvar þjóðarmorðsstríð sitt á Gaza.

Headline Miðill Dags. Nafn Tengsl við Íran Lýsing
Bandaríkjamenn, Japanir og Ísraelar fordæma sjórán Húta RÚV 19/11/2023 Hútar Vígahópur
Skutu eldflaugum að bandarísku skipi MBL 27/11/2023 Hútar
Bandarískur tundurspillir brást við drónaárásum á Rauðahafi RÚV 3/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Tundurspillir beitti vopnum til varnar flutningaskipum MBL 3/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Frönsk freigáta skaut niður dróna á Rauðahafi MBL 10/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Leita að­stoðar við að stöðva á­rásir Húta á flutninga­skip Vísir 11/12/2023 Hútar
Norskt tank­skip varð fyrir eld­flaug frá Hútum Vísir 12/12/2023 Hútar
Tvö stærstu skipafélög heims fresta siglingum um Rauðahaf RÚV 15/12/2023 Hútar Stjórnvöld
Enn eitt skipið fyrir eld­flaug á Rauða­hafi Vísir 15/12/2023 Hútar
Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta Vísir 16/12/2023 Hútar
Náðu samkomulagi um vopnahlé í Jemen RÚV 23/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Maersk hyggst sigla um Rauðahafið á ný MBL 25/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Fjölda dróna og eldflauga grandað yfir Rauðahafi RÚV 26/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Hútar lýsa yfir á­byrgð á eldflaugaárás í Rauða­hafi Vísir 26/12/2023 Hútar Vígahópur
Danir senda freigátu til Rauðahafsins MBL 29/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Danir senda freigátu í Rauða­hafið Vísir 29/12/2023 Hútar
Eldflaug hæfði skip í eigu Maersk á Rauðahafi RÚV 30/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Þremur bátum sökkt í árás á danskt fraktskip MBL 31/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Segja Breta búa sig undir sókn gegn Hútum MBL 31/12/2023 Hútar Uppreisnarmenn
Danskt fragtskip hæft af eld­flaug Vísir 31/12/2023 Hútar
Danska flutninga­skipið varð fyrir annarri á­rás Vísir 31/12/2023 Hútar
Danska flutninga­skipið varð fyrir annarri á­rás Vísir 31/12/2023 Hútar
Sigla suðurleiðina um Afríku til að forðast Húta MBL 3/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
„Stofnuðu lífi fjölda saklausra sjófarenda í hættu“ MBL 3/1/2024 Hútar
Tólf ríki hóta Hútum hefndar­að­gerðum fyrir á­rásirnar á Rauða hafi Vísir 4/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Hvaða þýðingu hafa árásir Húta á Rauðahafinu fyrir alþjóðaviðskipti? RÚV 6/1/2024 Hútar Vígahópur
Bregðast við tilkynningum um drónasverm yfir Rauðahafi RÚV 9/1/2024 Hútar Vígahópur
Banda­ríkja­menn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Vísir 10/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Bandaríkjamenn og Bretar gera loftárásir á Jemen RÚV 11/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Árásir á kaupskip tefja bílaframleiðslu RÚV 11/1/2024 Hútar
Hefja árás gegn Hútum MBL 11/1/2024 Hútar Skæruliðar
Hútar segja loftárásir gerðar á herflugstöð í höfuðborg Jemens RÚV 12/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Skipafélög fagna loftárásum vesturvelda MBL 12/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Biden: Bein viðbrögð við árásum Húta í Rauðahafi MBL 12/1/2024 Hútar
Gera loft­á­rás á Húta í Jemen í nótt Vísir 12/1/2024 Hútar
Skutu á sex­tíu skot­mörk í Jemen í nótt Vísir 12/1/2024 Hútar
Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna Vísir 12/1/2024 Hútar
Hverjir eru Hútar? MBL 13/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Bandaríkjamenn gerðu aðra árás á Húta MBL 13/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Hútar hóta hefndum Vísir 13/1/2024 Hútar
Hútar hæfðu skip á Rauðahafi MBL 15/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Skutu niður eld­flaug sem skotið var að her­skipinu USS Laboon Vísir 15/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Vilja skilgreina Húta sem hryðjuverkasamtök RÚV 16/1/2024 Hútar Vígahópur
Skutu á 14 flugskeyti sem ætluð voru flutningaskipum RÚV 17/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Hútar hæfa flutningaskip nærri Jemen MBL 17/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta MBL 17/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Hútar heita áframhaldandi árásum RÚV 18/1/2024 Hútar
Hvetur Bandaríkjamenn til að stöðva árásir á Jemen MBL 18/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Ástandið í Rauðahafi stigmagnast MBL 18/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Bandaríkjaher skaut niður fjölda dróna og eldflauga MBL 18/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Gerðu á­rásir á Húta í fjórða sinn á viku Vísir 18/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Hverjir eru Hútar? RÚV 19/1/2024 Hútar No
Engan bil­bug á Hútum að finna þrátt fyrir á­rásir Banda­ríkjanna Vísir 19/1/2024 Hútar
Búa sig undir lang­varandi að­gerðir gegn Hútum Vísir 21/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Bandaríkjamenn og Bretar ráðast aftur á Húta RÚV 23/1/2024 Hútar
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Vísir 23/1/2024 Hútar
Eldur í olíuskipi eftir eldflaugaárás á Rauðahafi RÚV 26/1/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Í ljósum logum eftir árás: Herskip komin til hjálpar MBL 26/1/2024 Hútar Vígahópur
Olíuskip sem brann á Rauðahafi á leið til hafnar RÚV 27/1/2024 Hútar
Náðu að afstýra stórslysi MBL 27/1/2024 Hútar
Kaupskip hæft með eldflaug MBL 27/1/2024 Hútar
Eyðilögðu flugskeyti Húta eftir árásina MBL 27/1/2024 Hútar
Olíu­flutninga­skip í ljósum logum eftir loft­á­rás Húta Vísir 27/1/2024 Hútar
Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi Vísir 27/1/2024 Hútar
Skutu niður eldflaugina á síðustu stundu MBL 1/2/2024 Hútar
Gerðu enn aðra loftárás á Jemen MBL 3/2/2024 Hútar Uppreisnarmenn
Ráðast enn og aftur á Húta Vísir 3/2/2024 Hútar Vígahópur
Hútar heita hefndum RÚV 4/2/2024 Hútar
Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Vísir 5/2/2024 Hútar

Kalla raunveruleg stjórnvöld uppreisnarmenn og vígahóp

Ansar Allah hefur verið ráðandi í ríkisstjórn Jemen í að verða áratug á svæði þar sem allt að 80% íbúa landsins búa. Hreyfingin hefur frá byrjun myndað stjórn með öðrum stjórnmálahreyfingum sem ráða saman stórum hluta landsins, þar með talið höfuðborginni Sana’a. Þrátt fyrir þetta þekkist varla annað en að fjölmiðlar tali um hreyfinguna sem hóp uppreisnarmanna eða „vígahóp“. Á meðan eru leiðtogar fyrrum stjórnvalda búsettir í Sádi-Arabíu þar sem þeir njóta stuðnings heimamanna auk stjórnvalda á vesturlöndum. 

Ansar Allah er þó augljósleg í hlutverki ríkisstjórnar enda fjár­magnar stjórnin sig með skatt­heimtu og prenta eig­in gjald­miðill líkt og kom fram í frétt MBL. Þá hefur hreyfingin yfir að ráða her og ríkisstofnunum sem veita meðal annars velferðarþjónustu. Ólíkt flestum fjölmiðlum taka mannréttindasamtök líkt og Amnesty International fram að hreyfingin sé „defacto“ ríkisstjórn landsins. Aðeins ein frétt af þeim 68 sem umræddir fjölmiðlar birtu á tímabilinu nefndi að Ansar Allah stjórni Jemen að stærstum hluta þó hið svokallaða „alþjóðsamfélag“ viðurkenni ekki stjórnina. En það koma fram í frétt RÚV þann 15. desember síðastliðinn. 

Af fréttunum 68 var hreyfingin sögð uppreisnarmenn í 30 tilfella, vígahópur í sjö, og skæruliðar í eitt skipti. Í hinum 30 fréttunum er engin skilgreining tekin fram. Þónokkrar fréttir fjölluðu þó um ákvörðun Bandaríkjanna um að skilgreina Ansar Allah sem hryðjuverkahóp og margar fréttir vísuðu líka í fréttatilkynningar frá Bandaríkjaher þar sem hreyfingin sögð hryðjuverkahópur. Bandaríkin höfðu áður tekið Ansar Allah af hryðjuverkalistanum árið 2021.

Viðurkenna ekki opinbert nafn hreyfingarinnar

Eins og fram hefur komið er opinbert nafn hreyfingarinnar ekki „Hútar“ heldur Ansar Allah. Orðið „Hútar“ er nafn sem vestrænir fjölmiðlar fundu upp og nota í óþökk hreyfingarinnar sem lítur á nafnið sem uppnefni. Samkvæmt fréttum um málið á fyrrgreindu tímabili er aðeins hægt að finna tvö dæmi um að íslenskir miðlar viðurkenni opinbera nafnið. MBL heldur því ranglega fram 13. janúar að hreyfingin hafi áður gengið „und­ir nafn­inu Ans­ar Allah“, en geri það þá ekki lengur. Sjá má rétt nafn í samantekt RÚV um aðgerðir Ísraelshers í nóvember síðastliðnum. Allar fréttir RÚV á tímabilinu sem fjalla að meginhluta um Jemen nota hins vegar ekki opinbera nafnið. Allar 68 fréttirnar sem úttektin byggir á nota nafnið „Hútar“ og aðeins ein fréttir af þeim birti nafnið Ansar Allah.

Hvers vegna fjölmiðlar neita að kalla hreyfinguna sínu rétta nafni er sérstakt rannsóknarefni en fer þvert gegn því sem mætti kalla góða eða heiðarlega blaðamennsku. En líklega er ástæðan sú að það hentar andstæðingum Ansar Allash að einangra hreyfinguna og aðskilja hana frá Jemenskum almenningi svo auðveldara sé að réttlæta aðgerðir Sádi Arabíu og Bandaríkjanna. Kannski er það ekki ósvipað og gert er við stjórnvöld á Gaza en þau eru nánast án undantekninga kölluð nafni Hamas-samtakanna sem vestrænir fjölmiðlar segja hryðjuverkasamtök. Jafnvel heilbrigðisyfirvöld á Gaza eru kölluð “heilbrigðisyfirvöld Hamas” ef mörgum vestrænum fjölmiðlum. Erfitt er að ímynda sér að fjölmiðlar myndu kalla vestrænar stjórnmálahreyfingar röngu nafni á þennan hátt og þvert gegn yfirlýstum vilja.

Ofmeta tengsl við Íran

Eitt af einkennum fréttaflutnings af Ansar Allah er hvernig fréttamiðlar telja mikilvægt að lesendur viti að hreyfingin njóti stuðnings Írans en rétt rúmlega helmingur fréttanna, 35 af 68 fréttum, tekur það sérstaklega fram og nokkrar aðrar greinar innihalda vísanir í samfélagsmiðlafærslur frá bandarískum yfirvöldum þar sem hamrað er á tengslunum. Í ítarlegri grein RÚV frá því í janúar sem ber yfirskriftina „Hverjir eru Hútar?“ er hins vegar rætt við Þóri Jónsson Hraundal lektor í Miðausturlandafræðum við Háskóla Íslands þar sem kemur fram að Ansar Allah sé sjálfstæð hreyfingin með eigin hugmyndir og stefnu en ekki aðeins „eitthvert útibú frá Íran“:

„[Ansar Allah] hafa alveg sín einkenni og eru ekki, eins og stundum er talið, eitthvert útibú frá Íran. Það er í raun hvorki trúarleg né menningarleg tenging. Svo þeir eru svolítið á sínum eigin forsendum þarna.“  —  Þórir Jónsson Hraundal

Samkvæmt sérfræðingum líkt og Stephen Zunes prófessor við San Francisco háskóla er stuðningur Írans nær eingöngu pólitískur og fáar raunverulegar sannanir séu fyrir því að Írönsk vopn hafi endað í höndum Ansar Allah þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjanna í þá veru. Það sem meira er, stór hluti vopnanna sem Ansar Allah hefur yfir að ráða má rekja til Bandaríkjanna en ekki Íran. Vopn sem koma frá þeim tímumþegar hreyfingin tók völdin í landinu árið 2015 en á árunum á undan höfðu Bandaríkin skaffað fyrrum stjórnvöldum mikið magn vopna. Þá er svartur markaður með vopn í landinu þar sem spilltir hershöfðingjar tengdir fyrrum ríkisstjórn hafa selt hreyfingunni vopn.

Það verður að teljast áhugavert að íslenskir og erlendir miðlar skuli skrifa svo margar fréttir um Ansar Allah þar sem hreyfingin er tengd við Íran. Sérstaklega þegar skoðaðar eru fréttir af öðrum átökum líkt og árásum Ísraela á Sýrland og aðra andstæðinga þeirra og Bandaríkjanna á svæðinu. Án þess að hafa gert umfangsmikla rannsókn er ekki venjan að fréttamiðlar tengi Ísrael sérstaklega við Bandaríkin þó svo að landið geti varla haldið úti sínum árásum á Gaza eða aðrar nágrannaþjóðir ef ekki væri fyrir stórkostlegan fjárhagslegan stuðnings Bandaríkjanna og annara þjóða sem hleypur á milljörðum Bandaríkjadala ár hvert. Þá hefur komið fram nýlega að Bandaríkin hafi selt meira en hundrað aðgreindar vopnasendingar til Ísraels síðan 7. október í fyrra en það er ekkert leyndarmál að Bandaríkin líti á Ísrael sem sinn helsta bandamann á svæðinu. Svo mikið er lagt upp úr samstarfinu að Joe Biden sagði nýlega að ef „það væri ekkert Ísrael, yrðum við að finna það upp“. Ummæli sem hann viðhafði einnig árið 1986 sem þingmaður. 


Þýddur áróður flæðir yfir landsmenn

Íslenskir miðlar byggja erlendar fréttir að stórum hluta á þýddum fréttum úr erlendum miðlum og gera oft enga sjálfstæða rannsókn sjálfir. Íslenskir blaðamenn leggja mikið traust á miðla eins og New York Times, CNN, og jafnvel fréttatilkynningar Bandaríkjahers þó mýmörg dæmi sanni að vestrænir miðlar séu ekki traustsins verðir, sérstaklega ekki þegar kemur að stríðsátökum. Nýlega höfum við séð vestræna miðla bera ítrekað á borð áróður ísraelskra yfirvalda. New York Times hefur síðustu vikur verið afhjúpað fyrir að skrifa fréttir af meintum fjöldanauðgunum Hamas sem standa ekki skoðun. Ásökun Ísraels um að starfsmenn UNRWA, hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðarinnar, hafi tekið þátt í árás Hamas 7. október fór eins og eldur í sinu um vesturlönd og íslensk stjórnvöld byggðu jafnvel ákvörðun sína um stöðvun fjárveitinga til stofnunarinnar á þeim. Þó þær byggðu eingöngu á yfirlýsingum Ísraelskra stjórnvalda en ekki neinum sönnunum. Mörg okkar hafa heldur ekki gleymt lygunum um Írönsku gereyðingarvopnin sem voru notaðar til að réttlæta innrásina.

Traust til íslenskra fjölmiðla er litlu meira en til stjórnvalda samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar en um 29% segjast treysta íslenskum fjölmiðlum fremur eða mjög mikið. Til samanburðar er traust til lögreglunnar og Háskóla Íslands yfir 70%. Ef íslenskir miðlar vilja auka traust gætu þeir byrjað á að gera betur í erlendum fréttum. Síðustu mánuði höfum við séð svokallaða meginstraumsmiðla á vesturlöndum dreifa áróðri ísraelskra yfirvalda til að réttlæta árásina á Gaza og áróðri Bandaríkjanna til að réttlæta sprengjuárásir á Jemen. En þegar sjálfstæðir erlendir miðlar afhjúpuðu áróðurinn líkt og staðhæfingar Ísraela um afhöfðuð börn og meintar fjöldanauðganir Hamas sýndu sömu erlendu miðlar því lítinn áhuga. Það er nefnilega líka ákveðinn blekking þegar fjölmiðlar sleppa því að fjalla um ákveðin mál.

Fjölmiðlun sem byggir fréttaflutning sinn nær eingöngu á erlendum meginstraumsmiðlum, sem þar að auki setur traust sitt á fréttatilkynningar bandarískra og vestrænna hernaðaryfirvalda, er seint að fara þjóna lesendum eða nálgast sannleikann.