Bókameðmæli oddvita Alþýðufylkingarinnar
—
Ef ég mætti mæla með einni bók gæti það t.d. verið „Tíu dagar sem skóku heiminn,“ eftir bandaríska blaðamanninn John Reed.
Ástæðan er helst sú að hún segir á persónulegan og jafnframt trúverðugan og lifandi hátt frá merkasta atburði síðari alda, Októberbyltingunni í Rússlandi fyrir um hundrað árum. John Reed var í Rússlandi haustið 1917 og upplifði marga af mikilvægustu atburðunum í framvindu byltingarinnar. Hann gefur helsteypta mynd af atburðunum og samhengi þeirra. Frásögnin er spennandi og upplýsandi og kemur mörgum á óvart.
Þetta eru jafnfram helstu ástæður þess að ég þýddi bókina og fékk hana útgefna á síðasta ári í tilefni af því að 100 ár voru frá byltingunni.
Þorvaldur Þorvaldsson
Oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík.