Ályktun um stuðning við baráttu verkafólks


Landsfundur Alþýðufylkingarinnar haldinn 16.3.2019 lýsir yfir fullum stuðningi við allar kröfur verkafólks í yfirstandandi kjarabaráttu og þær aðgerðir, sem beittverður til að ná þessum kröfum fram.

Það er einkar ánægjulegt að eftir áratuga niðurlægingu verkalýðshreyfingarinnarskuli loksins horfið frá kratískum undirlægjuhætti stéttasamvinnustefnunnar. Sagan kennir okkur að kjarabætur, hvort sem er um að ræða launahækkanir eða félagsleg réttindi, koma ekki baráttulaust.

Fundurinn fordæmir málflutning Samtaka atvinnulífsins um að hér fari allt á versta veg ef láglaunastéttirnar fá umtalsverðar launahækkanir og enn fremur aðverkföll megi ekki bitna á einum né neinum og alls ekki þriðja aðila, svo sem almenningi, því aðþað hafa þau alltaf gert með beinum eða óbeinum hætti. Þaðgetur hreinlega ekki hjá því farið að víðtækar verkfallsaðgerðir einnar eða fleiri stétta hafi víðtæk áhrif í þjóðfélaginu, enda væru verkföll þá til lítils ef þau hefðu ekki áhrif og mynduðu því ekki þrýsting úr sem flestum áttum á viðsemjendur, hverjir sem þeir eru.