Alþýðufylkingin hélt opinn fund í friðarhúsi um Venesúela.
—
Fundarstjóri var Þorvaldur Þorvaldsson og fundarritari var Björgvin R. Leifsson. Frummælendur voru: Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, stjórnmálafræðingur. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, Um 25 manns mættu. Þorvaldur setti fund og lét nafnalista ganga. Hann benti á uppkast að ályktun fundarins.
1. Þorvaldur kynnti Gunnvöru Rósu (GR), MA í stjórnmálafræði, en mastersritgerð hennar fjallar um lýðræðisþróun í Venezúela undir stjórn Hugo Cháves og Nicolás Maduro
Gunnvör sagði frá Venezúela, sögunni og stöðunni í dag. Bandaríkin hafa reynt að steypa stjórninni í 20 ár vegna olíunnar eins og Bolton missti út úr sér í viðtali við Fox News um daginn. Olían var í eigu bandarískra og alþjóðlegra olíufyrirtækja en Cháves breytti því.
Við erum að tala um sósíalisma vs. kapítalisma. Mikil óánægja var með nýfrjálshyggjuna í S-am. Cháves reyndi valdaránstilraun nokkrum árum áður en hann var kosinn 1999. Hann var upphaflega hægri jafnaðarmaður í anda Tony Blair. Hann kom á samvinnufélögum og samyrkjubúum, sem eru ekki sósíalískar breytingar í sjálfu sér. Leopoldo Lopez reyndi að steypa honum af stóli 2002, sem leiddi til mikilla mótmæla og valdaránið misheppnaðist. Eftir þetta fer Cháves að hugsa upp á nýtt og stokkar upp kerfið með nýrri stjórnarskrá þar semfólkið er virkjað til þátttöku í lýðræðinu og samfélaginu.
Upp frá þessu gerist Cháves sósíalisti: Einbeitum okkur aðþörfum fólks en ekki hagnaði, gróði er siðlaus. Stjórnarskráin er í anda mannréttindasáttmála SÞ
Búið að byggja 2,5 milljónir íbúða síðan Chaves tók við
Kommúnur, 2-400 manns, hafa ákvörðunarrétt fyrir hverfið, 15 ára og eldri hafa atkvæðisrétt.
Þetta er mögulega stærsta tilraun í heiminum í þátttökulýðræði.
Verðbólga í tíð Cháves fór úr 100% í 20%, fátækt úr 25% í 8% og atvinnuleysi úr 15% í 7%.
Ánægja með lýðræðið fór úr 60% í 75%.
Í valdatíð Cháves hafa verið 22 kosningar og flokkur hans alltaf verið kjörinn.
Unesco 2005: Búið að útrýma ólæsi í Venezúela.
Ríkisreknar matvörubúðir.
Kosningakerfi: Eitt það fullkomnasta í heiminum (Jimmy Carter). Kerfið er rafrænt og mjög erfitt að svindla á því. Mörg alþjóðleg samtök fylgdust með
forsetakosningunum í maí 2018 enginn hinna 150 eftirlitsaðila sá neitt athugavert. Maduro fékk 68% greiddra atkvæða.
Andstæðingar Maduro fengu flestir að bjóða sig fram nema Lopez, sem var dæmdur fyrir landráð.
Í Venezúela eru stærstu olíuauðlindir heims og hafa veriðþjóðnýttar eftir valdaránstilraunina 2002 á svipaðan hátt og í Noregi, ríkið á 51%. Kapítalistar í landinu vilja ekki þjóðnýtingu.
Mikil spilling var þegar Cháves tók við, sem er mjög erfitt að uppræta. Landið er mjög háð olíunni þannig aðþegar olíuverðið lækkar hrynur kerfið og ekki bætir viðskiptabannið úr.
Í kosningunum 2018 fékk Maduro yfir 30% atkvæða allra atkvæðisbærra manna, Trump fékk 24% og Macron 11%35 lönd styðja Guido.
af 198 löndum í heiminum. 15 af 50 ríkjum í Evrópu styðja Guido.
2. Ragnar tekur
við:Hægri menn vonast eftir hernaðaríhlutun og að fá herinn með sér en hafa ekkert fylgi. Stríð í Venezúela yrði aldrei einangrað við landið og myndi breiðast út.Venezuela analysis (vefsíða):Kosningar eru á ársfresti í öllu landinu: Héruð, þing , sveitarstjórnir, forseti, sósíalistar vinna alltaf.
Hægri menn æsa til óeirða og reyna að fá herinn til að grípa inn í; þeir vilja herforingjastjórn. Völd Maduro byggja á almenningi og herinn styður þjóðina. Hægri menn vilja að þróunin verði kæfð í blóði.
Öll Evrópa er skíthrædd við Trump og þorir ekki annað en að styðja hann. Fjörug þjóðfélagsumræða er í landinu um efnahagsmálin og almenningur vill aðgengið verði lengra í átt að sósíalisma.
Krafist er kvenréttinda, jafnréttis og húmanisma og umræðan fer fram úti í kommúnum og öllu þjóðfélaginu. Ekkert hungur er í Venezúela í dag. Hversu lengi stenst hugsjónin gegn efnahagserfiðleikunum? Fólkið vill þó enn þá Maduro og sósíalisma. Lágmarkslaun hækkuð mikið nýlega.
Stuðningur Bandaríkjanna er við yfirstéttina. Áfall að ríkisstjórn Íslands lýsti stuðning við Guido. Grundvallarástæða afstöðu VG kannski að grasrótin í flokknum er ekki nógu dugleg. Þurfum að mynda hreyfingu um S-Ameríku og Venezúela en 1980-90 var hér öflug M-Ameríku hreyfing (El Salvador)Umræða á Íslandi um Venezúela hefur aukist úr u.þ.b. engu fyrir hálfu ári, vinstri menn sækja á, fínar greinar ma á Neistum (neistar.is)Þurfum að halda fundi og útifundi, skrifa, boða aðgerðir og mótmælaaðgerðir. Á Fésbók er síðan "Ekki í okkar nafni"
3. Almennar umræður:
Ástandið minnir á Chile fyrir valdaránið 1973 Gríðarlegar efnahagsþvinganir, efnahagshryðjuverk, íslenskan almenning vantar upplýsingarUnnið er að stofnun vefrits um alþjóðamál
Guido getur ekki byggt valdaránið á stjórnarskrá Venezúela (233 grein um við hvaða skilyrði varaforseti, ekki forseti þingsins, getur tekið við) Máduro sem arfleifð Cháves: Hefur gengið mjög vel: Cháves var mjög vinsæll, hægri menn ráðast á Máduro að Cháves látnum Maduro hélt prógrammi Cháves áfram Maduro fær ekki frið til að halda áfram. Kannski þarf að útrýma kapítalisma í Venezúela en ekki starfa við hlið hans. Ótrúlegt umburðarlyndi. Guido var í þjálfunarbúðum "regime change program" í BandaríkjunumMinnt á fund SHA á mánudagskvöld.4. Þorvaldur: þurfum samstöðu um þetta mál. Þarf að mynda hóp um þetta frá Alþýðufylkingunni, Sósíalistaflokki Íslands og VG ofl.5. Ályktun fundarins samþykkt með örfáum breytingum:
Opinn fundur Alþýðufylkingarinnar haldinn 7. febrúar 2019 fordæmir samsæri um valdarán í Venesúela. Heimsvaldasinnar hafa árum saman unnið að því að grafa undan efnahag og stöðugleika í Venesúela með viðskiptaþvingunum, skemmdarverkum og ofbeldisverkum. Nú þykjast þessir sömu aðilar bera hag þjóðar Venesúela fyrir brjósti og boða íhlutun af mannúðarástæðum. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, missti það hins vegar út úr sér í viðtali að Bandaríkin ætluðu sér að komast yfir olíulindir Venesúela. Fundurinn harmar sérstaklega að íslensk stjórnvöld skuli styðja áform um valdarán ogþar með brjóta alþjóðalög og brjóta gegn fullveldisrétti þjóðar Venesúela. Bandaríkin og Natóríkin hafa skilið eftir sig blóðslóð um flest olíuríki heims í því skyni að koma á ríkistjórnum, sem eru þeim undirgefnar. Engin þjóð hefur farið vel út úr þeim viðskiptum en víðast hefur samfélagið verið lagt í rúst auk annarra hörmunga. Þó að íslenskir ráðamenn segist undanskilja stuðning sinn þegar kemur til valdbeitingar er það ómarktækt, enda mun þessi gjörningur leiða til ofbeldis og stuðningur Íslands er vatn á myllu þess. Því hefur verið haldið fram að verið sé aðfylgja dæmi „alþjóðasamfélagsins.“ Það á hins vegar aðeins við um innan viðfimmtung af ríkjum heims. Enda hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna áréttað aðNicolas Maduro er lögmætur forseti í Venesúela. Við mótmælum þessari ólögmætu ákvörðun íslenskra stjórnvalda og lýsum því yfir að hún er ekki tekin í okkar nafni..