Þegar kröfugerð verður stefnuskráratriði
—
Hinn 19. janúar sl. birtist furðufrétt á mbl.is um að Sósíalistaflokkur Íslands hefði samþykkt aðfella kröfugerð Starfsgreinasambandsins inn í málefnastefnu flokksins.
Nú er ekkert að því að styðja bæði SGS og þau félög, sem hafa leitað til sáttasemjara, í kjarabaráttunni.
Alþýðufylkingin styður kröfugerðirnar í þeirri kjarabaráttu, sem nú geisar og kjarabaráttu launafólks almennt.
Okkur dytti hins vegar aldrei í hug að gera einstaka kröfugerð í einni samningalotu að stefnuskrármáli flokksins, enda höfum við mótað langtímastefnu í verkalýðsmálum, sem tekur mið af sósíalískum gildum.
Þá má benda á að þó að einstök atriði í ákveðinni kröfugerð kunni að hafa langtímagildi, þá taka flest þeirra mið af því ástandi, sem uppi erí þjóðfélaginu þegar kröfugerðin er samin og kunna því að verða úrelt í næstu samningalotu.
Núverandi kjarabarátta er að sönnu mikilvæg og brýnt að verkalýðsfélögin gefi lítið og helst ekkert eftir.
Hún er samt sem áður aðeins lítill hluti af stéttabaráttunni á leiðinni til sósíalismans.
Að fella kröfugerð í einni samningalotu inn í stefnuskrá flokks er ekkert annað en kratismi og hentistefna.
Neistar skora hér með á SÍ að gera betur en þetta.