Styðjum verkfallsbaráttu Eflingar


Alþýðufylkingin lýsir yfir fullum stuðningi við áformuð verköll Stéttarfélagsins Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Það er óþolandi að Reykjavíkurborg greiði laun, sem ekki er hægt að lifa af, fyrir störf sem krefjast sívaxandi erfiðis, og komi sér undan því að ræða við félög láglaunafólks um lagfæringar á því.

Það eru sígildar viðbárur afturhaldsafla í landinu að hækkanir lægstu launa setji allt samfélagið í uppnám. Þó það væri rétt má segja að margt í þessu samfélagi megi vel setja í uppnám. Þar á meðal er ójöfnuðurinn í samfélaginu, sem bitnar hart á þeim sem hafa lægstu launin. Við hvetjum félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg til að láta kné fylgja kviði með verkfallsvopninu, sem er eina tæki verkafólks til að rétta hlut sinn.

Merki