Pólland afturkallar fullveldi í þágu aukinnar viðveru Bandaríkjahers
—
Laugardaginn 15. ágúst skrifuðu ríkisstjórnir Póllands og Bandaríkjanna undir samning sem eykur umsvif Bandaríkjahers í Póllandi í þeim tilgangi að veita NATO aukinn liðsauka og styrkja víglínuna gegn Rússlandi. Þetta er líka merki um sívaxandi yfirráð Bandaríkjanna yfir Austur-Evrópu og sérstaklega Póllandi.
Þrátt fyrir ofurþjóðernislegan áróður hinnar kaþólsku ríkisstjórnar sem staglast á “fullveldi”, “öryggi” og “sjálfstæði” er hún tilbúin að selja öll þessi gildi í samskiptum sínum við Bandaríkin. Samningurinn virðist sýna óvenjulega mikla hlýðni og uppgjöf undirstöðuatriða ríkisstjórnarinnar en er í raun bara áframhald á diplómatískri strategíu Póllands sem hefur verið haldið úti allt frá valdtöku hægri afla í landinu árið 1989.
Það sem, hinsvegar, kemur á óvart er roluskapur pólsku ríkisstjórnarinnar. Fyrir, á meðan og eftir samningaviðræðurnar hafði stjórnin haldið því fram að pólland myndi ekki gefa neitt eftir þegar kæmi að sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Aftur á móti, þegar samningurinn var undirritaður, heyrðist ekki múkk og stjórnvöld reyndu meira að segja að berja niður fjölmiðla til þess að þagga niður í gagnrýnendum samningsins. Pólskir fjölmiðlar, sem skiptast í ríkisfjölmiðla og vestrænt sinnaða einkamiðla fjölmiðla vestursins, hafa verið merkilega fámálir um samninginn sjálfan og fjalla bara um málið með yfirborðskenndum og óljósum áróðri um “þjóðaröryggi”. Þessi algenga afstaða er ekkert slys. Bæði BNA og Natoveldi og einnig klíka ríkisstjórnarinnar græða á því að efla stjórn bandaríkjanna yfir landinu – Bandaríkin fá að stjórna málum “sjálfstæðs” ríkis og klíkan fær stuðning frá hátt settu fólki í æðstu stöðvum í Vestrinu.
Það er áberandi að Bandaríkjaher hefur á undanförnum árum flutt mannafla og herbúnað austar í Evrópu. Eystrasaltslönd, Pólland og Rúmenía eru nýir heimavellir nýrra herstöðva og eldflaugaskotpalla, þar sem ekki síst Þýskaland var áður. Í ár hefur Bandaríkjaher fækkað í liðsaflanum í Þýskalandi (Trump deilir á Þýskaland fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart NATO) en á móti kemur fjölgun í austri, einkum Pólandi.
Innihaldið:
Innihald samningssins, þótt hann sé aðgengilegur almenningi á úreltum vefsíðum er hann mjög óljós. Það sem er ljóst, hinsvegar, er það að pólska ríkisstjórnin mun náðarsamlega greiða reikninginn fyrir þessa nýju veru Bandaríkjahers, má ekki lengur skoða bandarísk stríðstæki eins og skriðdreka og flugvélar, bandarískir kommanderar mega meina hverjum sem þeir vilja aðgang að herstöðum og munu veita tímabundið óheftan aðgang að einka- og ríkiseignum eins og byggingum og landi án kostnaðar.
Þú hefur lesið rétt. Bandaríkjaher hefur fengið frjálsan aðgang að öllu landinu eftir því sem hentar þeim. Það er ekki allt.
Pólska ríkisstjórnin hefur afturkallað rétt sinn til að skrifa undir hernaðarskipanir í öllum tilgagni, Bandaríkjaher er þannig frjáls til að gera það sem hann vill á pólskri jörð. Auk þess hefur Pólska ríkisstjórnin afturkallað dómsvald yfir bandarísku starfsfólki á pólskri jörð, með undantektum “málum af gríðarlegu mikilvægi gagnvart pólska ríkinu”. Í raun geta bandarískir hermenn sem fremja glæpi ekki einu sinni verið sóttir til saka af ríkisstjórninni ef Bandaríkin telja þá ekki vera liðhlaupa. Þetta þýðir að þeir treysta aðeins á góðvilja bandarískra kommandera.
Til að toppa þetta allt saman er fólk sem er með vinnu hjá Bandaríkjaher með undanþágur frá pólskri vinnulöggjöf.
Og að lokum, Pólland hefur afturkallað valdið yfir sjálfu sér, takmarkar sjálfstæði sitt og meira að segja býðst til að borga fyrir hlekkina sem munu nú binda þjóðina. Látum þennan viðurstyggilega og ósangjarna samning vera viðvörun til allra sem trúa því hvað “frjálslynt lýðræði” getur verið í raun: plat til að fela nýlendustefnu og heimsvaldastefnu!
Heimildir:
https://www.state.gov/u-s-poland-enhanced-defense-cooperation-agreement/
https://www.voanews.com/usa/us-poland-sign-enhanced-defense-cooperation-agreement
http://global.chinadaily.com.cn/a/202008/16/WS5f387d80a3108348172608d9.html