Ávarp Pútíns 21. nóvember vegna eldflaugaárása
—
Vladimir Pútín ávarpaði þjóð sína og heimsbyggðina 21. nóvember vegna eldflaugaárása á Rússland og eldflaugaárása frá Rússlandi.
Ávarp Pútíns á rússnesku og ávarp Pútíns á ensku.
Helstu punktar:
- Hann segir að árásin með sex bandarísku ATACMs eldflaugunum inn í Bryansk hafi ekki valdið neinum skaða, aðeins eldi sem slökktur var, “án manntjóns eða verulegs skaða.”
- Hann segir að árásin með um tólf breskum Storm Shadows flaugum inn í Kúrsk hafi verið gerð á höfuðstöðvar “Group North” (Север, innan rúsneska hersins) og hafi valdið manntjóni:
- „In the Kursk Region, the attack targeted one of the command posts of our group North. Regrettably, the attack and the subsequent air defence battle resulted in casualties, both fatalities and injuries, among the perimeter security units and servicing staff. However, the command and operational staff of the control centre suffered no casualties and continues to manage effectively the operations of our forces to eliminate and push enemy units out of the Kursk Region.“
- Hann segir að þessar eldflaugaárásir geti ekki breytt neinu um framgang stríðsins, Rússland er að sækja fram á allri víglínunni.
- Hann segir að árás Rússa á eldflaugaverksmiðjuna í Dnipropetrovsk (Dnipro á úkraínsku) morguninn 21. nóvember (sem Úkraínski flugherinn og Zelensky segja að hafi verið með ICBM eldflaug) hafi verið prufuskot með nýrri „meðaldrægri“, „ofurhljóðfrárri“ eldflaug „án-kjarnaodda“ sem er kölluð „Oreshnik“ (Орешник). Þetta var sem sagt svar Rússa (og „viðvörun“) við þessum eldflaugaárásum Bandaríkjanna með sex ATACM-flaugum inn í Bryansk, og eldflaugaárás Breta með um tólf Storm Shadows flaugum inn í Kúrsk.
- Mín greining á þessu er á þessa leið:
Oreshnik-eldflaugin virðist hafa verið meðaldræg (“medium range” eða “intermediate range”) eldflaug sem er hönnuð til að bera kjarnavopn, en var skotið með hefðbundinni sprengjuhleðslu (“conventional warhead”). Þetta virðist einnig hafa verið MIRV (“Multiple Independently-targetable Reentry Vehicle”s) þar sem þessi eina eldflaug skaut mörgum “warheads”. Þetta MIRV-kerfi er fyrst og fremst hannað til að skjóta kjarnavopnum og hefur ekki verið notað áður til að skjóta hefðbundnum sprengjum. Þetta er einnig í fyrsta skiptið sem að “medium range” eða “intermediate range” eldflaug (sem er hönnuð til að skjóta kjarnavopnum) er notuð “á vígvelli”, sem sagt á raunverulegt skotmark, en ekki bara prufuskot (á “firing range”, eins og oft var gert á tímum kalda stríðsins). - Pútín segir að átökin í Úkraínu séu — með þessum árásum Bandaríkjanna og Bretlands á Rússland í gegnum Úkraínu — farin að “líkjast heimsstyrjöld” („the conflict has acquired elements of a global nature“).
- Hann segir Rússa vera að hanna nýjar meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar eftir að Bandaríkin drógu sig út úr INF-samningnum árið 2019 “af vafasömu tilefni”, og þar sem Bandaríkin eru með áætlanir um að koma fyrir miðdrægum og skammdrægum eldflaugum í Evrópu og á “Asíu-Kyrrahafs” svæðinu (Taívan, Okinawa o.s.frv. sem beinist gegn Kína). Hann segir að Bandaríkin séu nú þegar að gera heræfingar í Evrópu þar sem æft er að skjóta slíkum flaugum.
- Ég fjallaði um þessar áætlanir Bandaríkjanna að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum í Þýskalandi á Samstöðinni:
- Pútín segir að eftir að Bandaríkin drógu sig til baka úr INF-samningnum hafi Rússar skuldbundið sig til að byrja ekki að koma fyrir (“deploy”) meðaldrægum og skammdrægum eldflaugum fyrr en eftir að Bandaríkin hefðu þegar byrjað að gera það.
- “Til að ítreka það þá erum við að framkvæma prufuskot á Oreshnik-eldflaugakerfinu til að bregðast við árásargjörnum aðgerðum NATO gegn Rússlandi. Ákvörðun okkar um að koma fyrir (deploy) frekari meðaldrægum og skammdrægum eldflaugum mun ráðast af aðgerðum Bandaríkjanna og leppríkja þeirra.”
- Hann hótar að svara í sömu mynt gegn NATO-ríkjunum ef þau ráðast á Rússland:
- “Við teljum okkur hafa rétt til að beita vopnum okkar gegn hernaðarlegum skotmörkum í þeim löndum sem leyfa að láta beita vopnum sínum gegn okkur. Ef um mikla stigmögnun er að ræða vegna árásargjarnra aðgerða munum við bregðast við í sömu mynt. Ég mæli með því að valdaelítur þeirra landa sem eru kokka upp áætlanir um að beita hervaldi gegn Rússlandi taki þetta alvarlega til greina.”
- Hann segir að þegar Rússar muni gera slíkar hefndaraðgerðir, eins og með þessari Oreshnik árás á Úkraínu, þá muni þeir senda út viðvörun fyrirfram svo að óbreyttir borgarar geti yfirgefið hættusvæðið. “Við munum gera það af mannúðarástæðum, opinskátt og opinberlega, án þess að óttast gagnaðgerðir frá óvininum, sem munu einnig fá þessar upplýsingar.”
- Talsmaður Kreml, Dmitry Peskov, hefur greint frá því að Rússar hafi látið Bandaríkin vita fyrirfram af árásinni á Dnípro með Oreshnik-eldflauginni. Mér skilst að það sé í samningum milli Bandaríkjanna og Rússlands frá kalda stríðinu að láta hvorn annan vita áður en ICBM og svoleiðis langdrægum eldflaugum er skotið á loft, sem Bandaríkin geta borið kennsl á með sínu gervihnatta “early warning system”.
- Pútín ítrekar að það er engin leið til að skjóta niður þessar ofurhljóðfráu (“hypersonic”) eldflaugar. Þegar þær lenda á skotmarkinu eru þær á tíföldum hljóðhraða, eða 2,5 til 3 km á sekúndu. Það eru ekki til nein loftvarnarkerfi í heiminum sem geta skotið niður þannig eldflaugar. “Það er ómögulegt”, segir hann.
Lokaorð:
- Pútín kennir Bandaríkjunum um hvernig málum er komið. Hann ítrekar að Rússar hafi alltaf verið tilbúnir til að semja um frið:
“Við höfum alltaf talið það vera ákjósanlegan kost að leysa öll deilumál með friðsamlegum hætti, og erum tilbúnir til þess. En við erum einnig búnir undir að atburðarásin taki aðra stefnu. - Hann ítrekar loks fælinguna, “deterrence”: “Ef einhver efast enn um þetta, verið viss, við munum alltaf svara fyrir okkur.”