World Economic Forum og „Endurstillingin mikla“

22. desember, 2020 Þórarinn Hjartarson


Áhrifamesta auðmannasamkunda heims nefnist Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum, WEF), samkunda 1000 helstu þungaviktarauðhringa í heimi. Í sumar lögðu þessi auðhringasamtök fram áætlun um kapítalismann sem slíkan, áætlun sem þau nefna „Endurstillinguna miklu“. Á vefsíðu samtakanna er áætlun þeirra stuttlega kynnt og niðurstaðan: „In short, we need a “Great Reset” of capitalism.“ Stefnan boðar jöfnuð, græn gildi og það að nýta 4. iðnbyltinguna í þágu samfélagsins. En samanlögð útkoma stefnunnar er einstæður flutningur fjármuna frá almenningi til hinna allra ríkustu og stór skref burt frá lýðræði.

Í fyrri grein var fjallað um hnattvæddan kapítalisma sem form heimsvaldastefnunnar í nútímanum, með sérstakan fókus á utanríkisstefnu BNA sjá hér. Samtökin World Economic Forum hafa lengi verið fremsti fulltrúi fjármálavalds og hnattvæðingarafla á hnettinum. Jafnframt er það klúbbur þeirra voldugustu í samanlögðu efnahagskerfi kapítalismans. Lista yfir aðildarfyrirtæki hans má sjá hér.


Great Reset

WEF hefur svo sannarlega verið spyrt við markaðshyggju og einkavæðingu, þau hafa líklega hingað til verið öflugasti forsprakki og verkfæri þeirrar stefnu allt frá því um 1990. Að kenna klúbbinn núna einfaldlega við „markaðsöfl“ er hins vegar ónákvæmt. Frá WEF koma nú aðrir tónar en þeir að láta markaðinn einfaldlega stjórna ferðinni eins og flestum auðvaldssinnum þótti fínt fyrir 2008. Lausnarorð þeirra núna er „samstarf einka- og opinbers reksturs“ og sjálf kalla samtökin sig „the international organization for public-private partnership“.

World Economic Forum hefur um árabil unnið að því að því að umbreyta kapítalismanum úr „kapítalisma hluthafa“ í „kapítalisma hagsmunaaðila“ (stakeholder-economy eða stakeholder-capitalism). „Kapítalismi hagsmunaaðila“ skilgreinir sig vissulega sem „það kerfi þar sem fyrirtæki miðar að því að mæta þörfum allra hagsmunaaðila þess: viðskiptavina, starfsmanna, meðeigenda, nærsamfélags og þjóðfélagsins alls“. En slagorðin „samfélagsábyrgð“ fyrirtækja og „einka-opinbert samstarf“ vísar fyrst og fremst til kerfis þar sem hnattrænu stórfyrirtækin færa sig frá því að stunda eingöngu efnahagslega starfsemi yfir í virk afskipti af stjórnmálum og samfélagsþróun – út frá hagsumum sínum.

Hin nýja stjórnlist/strategía sem kennir sig við „Endurstillinguna miklu“ (Great Reset) er ekki alveg ný, heldur er hún í stórum dráttum það sem WEF hefur haldið á loft undanfarinn áratug, og tengist þeim efnahagssamdrætti sem hefur verið viðvarandi frá 2008. Árið 2016 hét áætlun WEF „Global Redesign Initiative“. Aðalatriðin voru þau sömu þar: „kapítalismi hagsmunaaðila“, „samstarf einka- og opinbers reksturs“. Auðhringarnir vilja koma upp nýju stofnanaumhverfi „alþjóðasamfélagsins“ þar sem þeir eru jafnréttháir þjóðríkjum og helst skör ofar.


Kórónukreppan opnaði leiðina

Kórónufaraldurinn gaf skyndilega tækifæri fyrir það sem WEF hafði keppt að. Áætlunin Great Reset er kynnt til sögunnar sem viðbrögð við kórónuveiru. Strategían var þó löngu tilbúin, sbr. áðurnefnt „Global Redesign Initiative“ frá 2016. Með faraldrinum í vor sá auðhringaelítan færi á að setja hana einfaldlega í framkvæmd. Hér var komið einstakt tækifæri til að koma á samstarfi einka- og opinbers reksturs, WEF hefur stokkið fram og boðað lausnarorð sitt á hnattrænum skala um „ public-privat partnership“: fyrst af öllu að styrkja samstarf ríkisstjórna og viðskiptalífsins til að tryggja fjármuni til að berjast við sjúkdóminn og þróa og dreifa bóluefni.

Fyrir auðhringaveldið lá líka beint við að sækja fram í stofnanakerfi SÞ, ekki síst gagnvart WTO. En ekki heldur það var alveg nýtt: Á seinni árum hafa Sameinuðu þjóðirnar orðið stöðugt háðari einkaaðilum um fjármögnun sinnar starfsemni. Það er svo komið að um helmingur rekstrarfjár til mannúðarmála í því kerfi kemur frá einkaaðilum. Það var tímanna tákn á síðasta ári, 2019, að auðhringasamtökin WEF og alþjóðasamtökin SÞ gerðu með sér sögulegan samstafssamning sem þeir kalla „Strategic Partnership“. Það er nákvæmlega í anda lausnarorðsins um „samstarf einka- og opinbers reksturs“ Sjá hér.

Með þessu „Strategic Partnership“ eru fjölþjóðlegu auðhringarnir orðnir fullgildir aðilar að stjórnkerfi SÞ. Það felur í sér ekkert annað en hernám einkageirans – stórauðvaldsins – á stofnanakerfi SÞ. Undirstofnanir alþjóðasamtakanna – m.a. Matvælastofnun SÞ – biðla nú reglulega til „billjónera“ heimsins að hjálpa sér að bjarga milljónum manna frá örbirgð og hungurdauða. Grundvöllur SÞ breytist sem sé frá ríkjasamstarfi í samstarf stórfyrirtækja og alþjóðasamtakanna. Nýlega hafa 240 frjáls félagasamtök undirritað ákall gegn þessu „strategic partnership“, sem þau kalla „yfirtöku WEF á Sameinuðu þjóðunum“ Sjá hér.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) sem ein af stóru stofnunum SÞ, rekur einmitt starfsemi sína í vaxandi mæli á grunni slíks einka-opinbers samstarfs. International Health Partnership (IHP+) og The Alliance for Health Policy and Systems Research eru tvö samvinnuverkefni WTO og voldugra einkaaðila. Sá þungvægasti þeim báðum mun vera The Bill & Melinda Gates Foundation sem einnig er orðinn stærsti kostunaraðili WHO. Sjá hér.


Varnarviðbrögðin harkalegu við Covid

Í mars sl. var gerð fordæmalaus samfélagsleg tilraun í nær öllum ríkjum SÞ. Atvinnulíf og heilu samfélögin voru snögglega sem næst stöðvuð og þeim lokað í „heilsuverndarskyni“. Ekkert slíkt hefur áður verið prófað og ekki er vel ljóst hvernig og hvar sú lýðheilsustefna var tekin. Það er þó ljóst það tengdist ákvörðunum WHO þann 30. janúar um lýðheilsufarslegt hættuástand (Public Health Emergency) og svo 11. mars þegar stofnunin lýsti Covid-19 sem heimsfaraldri. Upp úr miðjum mars birtust tölur á vegum Imperial College í London og einnig á vegum WHO um stórhættulega drepsótt með 3,6% dánarhlutfall smitaðra, væntanlega 40 milljónir dauðra os.frv.

Ekki fullyrðum við að WEF hafi haft afgerandi áhrif á hina harkalegu sóttvarnarstefnu. Þó liggur fyrir að viku áður en WTO lýsti yfir hættuástandi (30. janúar) hélt WTO sinn árlega (þriggja daga) fund í Davos í Sviss og þar auglýsti CEPI – samstarfsverkefni Gates Foundation og WTO – gangsetningu verkefnis til þróunar bóluefnis gegn Covid. Framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, sat fundinn í Davos. Eins og áður kom fram er Gates Foundation stærsti kostunaraðili WHO.

Frá upphafi kórónufaraldurs hefur WEF verið skilyrðislaus boðberi þeirrar hörðu „lokunarstefnu“ sem tekin var upp á heimsvísu í mars: með samfélagslegum lokunum þar sem samfélögum, atvinnulífi, samgöngum og félagslegum samskiptum hefur verið lokað og læst að meira eða meinna leyti með gríðarlegum efnahagslegum og félagslegum afleiðingum. Ekki veiran sjálf heldur sóttvarnaraðgerðirnar skilja eftir slíka rústun atvinnulífs vítt um veröld (gjaldþrot lítilla og meðalstórra fyrirtækja um allan heim) að það jafnast bara á við mikla styrjöld.


Klaus Schwab kemur með lykilbók

Klaus Schwab, stofnandi og yfirframkvæmdastjóri WEF, gaf út í haust, ásamt Thierry Malleret, bókina Covid-19 The Great Reset, sem skýrir stefnu WEF um það hvernig bregðast skuli við kórónufaraldrinum, og er stefnurit til framtíðar. Sjá bókina hér. Þetta er bók ársins í krafti þess valds sem á bak við hana er. Strax á fyrstu síðu textans er talað spámannlega og valdsmannslega:

Klaus Schwab
Klaus Schwab, faðir og formaður WEF

„Margir spyrja sig nú hvenær ástandið verði aftur eðlilegt. Stutta svarið er: aldrei. Ekkert mun aftur snúa til hinnar „eyðilögðu“ tilfinningar um eðlilegt ástand sem ríkti fyrir kreppuna, af því kórónuveirufaraldurinn markar grundvallarhverfipunkt á okkar hnattrænu braut… Margar sannfæringar okkar og ætlanir um það hvernig veröldin getur eða ætti að líta út verða molaðar í þessu ferli.“ (bls 11-12).

Klaus Schwab er ekki svo ýkja beygður yfir covidkreppunni og eyðileggingum hennar. Ekkert skal verða eins og áður. Vitnað er í orð hans á vefsíðu samtakanna: „Farsóttin gefur okkur sjaldgæfan en þröngan tækifærisglugga til að íhuga, endurhugsa og endurstilla veröldina okkar…“The Great Reset | World Economic Forum (weforum.org)

Það skiptir ekki meginmáli að vita hvort WEF hafði mikil áhrif á fyrstu viðbrögð WTO og annarra við covid-19. Hitt virðist ljóst að gríðarlega valdamikil fjármálaöfl sáu frá upphafi í kórónukreppunni tækifæri og verkfæri til að koma á breytingum sem þau telja æskilegar, og nýta tækifærið út í ystu æsar. Þetta er svokölluð sjokkmeðferð. Kóróunveiran var sjokkið sem til þurfti.


Afstaða stórauðvaldsafla til hins opinbera breytist

Í bókinni Covid-19 The Great Reset heldur Klaus Schwab áfram greiningu sinni og talar nú um nýtt tímatal – og skiptingu í tímann „fyrir faraldur“ og „eftir faraldur“.

„COVID-19 hefur endurskrifað margar af reglum leiksins á milli opinbera geirans og einkageirans. Á tímaskeiðinu eftir faraldur verður atvinnulífið háð miklu meira opinberu eftirliti en áður.“ (bls 139)

Einmitt þessa hugmynd þróar Schwab líka í nýrri grein í tímaritinu Time (október 2020). Þar segir þessi aldraði páfi markaðshyggju og hnattvæðingar:

„Síðustu 30 til 50 árin hefur hugmynd nýfrjálshyggju verið í gildi í vaxandi mæli í stórum hlutum heims. Sú nálgun snýst um þá hugmynd að markaðurinn viti allt best, að „málefni kaupsýslunnar er kaupsýsla“ (“the business of business is business”) og að stjórnvöld ættu að forðast að setja skýrar reglur um starfssvið markaðarins. Þessi kreddufulla trú hefur reynst röng. Sem betur fer er ekki lögmálsbundið að við fylgjum henni.“ https://time.com/collection/great-reset/5900748/klaus-schwab-capitalism/

Boðskapur Schwab og WEF er nú sá að kapítalisminn muni breyta um form og taka verulegum breytingum á eignarhaldi í einkarekstri og opinberum rekstri. Jafnframt munu og eiga hin fjölþjóðlegu stórfyrirtæki að „taka samfélagsábyrgð“ og fá stærra samfélagshlutverk en áður, allt „í þágu fólksins“.

Pilsfaldakapítalismi er það. Með blöndu skuldasöfnunar og ríkisstuðnings. Margir hægrimenn, ekki síst í Bandaríkjunum, tala felmtraðir um að þetta sé „sósíalismi“! Að pólitíska valdið fari að drottna yfir einkageiranum. En það er öðru nær, hér er það auðmagnið, fyrst og fremst fjármálavaldið, sem hertekur hinar pólitísku stofnanir ennþá frekar, og auðræðið styrkist. Þetta minnir líka á það sem á Ítalíu Mússólínis kallaðist „kopórtífismi“.

Þetta sjáum við nú allt gerast í kórónukreppunni. Fjármálavaldið græðir grimmt þegar ríkisstjórnir taka upp risalán. Skuldir á heimsvísu munu víst aukast um nærri 300 billjónir dollara á yfirstandandi ári. https://www.metro.us/global-debt-to-hit/ Stærstur hluti þeirrar summu rennur gegnum fjármálastofnanir sem auðgast á kostnað samfélagsins. Jafnframt verður gríðarleg samþjöppun eigna innan eignastéttar eins og brátt mun sagt verða.


Þjóðlegt fullveldi – hnattvæðing – hnattræn stjórnun

Þó að Klaus Schwab og WEF breyti áherslum í sambandi við markaðsstýringu og ríkisafskipti hafa ekki hnattvæðingarsjónarmið hans breyst. Líklega þvert á móti. Nú snýst málið um hámark hnattvæðingar: að þjóðlegur sjálfsákvörðunarréttur og fullveldi þjóðríkja verði undirsett hnattræna stjórnun.

Varðandi fullveldi og hnattvæðingu gerir Schwab að sínum orð Harward-hagfræðingsins Dani Rodrik: „Lýðræði og þjóðlegt fullveldi geta því aðeins farið saman að hnattvæðing sé takmörkuð. Ef hins vegar bæði þjóðríkið og hnattvæðingin dafna verður lýðræðinu ekki haldið. Og svo, ef bæði lýðræði og hnattvæðing dafna er ekkert rými fyrir þjóðríki.“ (bls 83) Það verður að hafa í huga að hér skrifar faðir og formaður WEF, fulltrúi voldugustu fjármála- og hnattvæðingarafla heims.

Eins og áður kom fram lítur Klaus Schwab alls ekki á kórónufaraldurinn einfaldlega sem böl: „Farsóttin gefur okkur sjaldgæfan en þröngan tækifærisglugga til að íhuga, endurhugsa og endurstilla veröldina okkar til að búa til hollari, sanngjarnari og blómlegri framtíð“ er haft eftir honum á vefsíðu WEF.https://www.weforum.org/focus/the-great-reset

Einn helsti múrbrjótur hnattvæðingarstefnu á heimsvísu, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), stillir sér að baki áætluninni The Great Reset. Á fundi á vegum WEF í september sagði framkvæmdastjóri AGS Kristalina Georgieva: „This is the moment to decide that history will look back on this as the Great Reset, not the Great Reversal.“

Þá er rétt að benda á að ýmsir hnattvæðingarsinnaðir pólitískusar hafa einnig á síðustu mánuðum lýst yfir stuðningi við Great Reset. Á málþingi WEF í nóvember tók John Kerry fyrrum utanríkisráðherra BNA (og verðandi ráðherra á ný) þátt og var spurður hvort Great Reset muni ná fram að ganga og svaraði: „yes, it will happen.“ Hann sagði ennfremur: „The notion of a reset is more important now than ever before.“ Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB var á sama málþingi og lýsti miklum stuðningi við Great Reset: “The need for global cooperation and this acceleration of change will both be drivers of the Great Reset. And I see this as an unprecedented opportunity.” Sjá hér.

Á fjarfunda-ráðstefnu á vegum SÞ tjáði kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau sig afar skýrt og át þá nokkurn veginn orðrétt upp eftir Klaus Schwab: „This pandemic has provided an opportunity for a reset – this is our chance to accelerate our pre-pandemic efforts to reimagine our economic systems…“ https://www.cbc.ca/news/politics/great-reset-trudeau-poilievre-otoole-pandemic-covid-1.5817973. Það sem kemur fram hjá þessum hnattvæðingarsinnum er það viðhorf að líta á kórónukreppuna sem mikið „tækifæri“ og verkfæri til að koma á breytingum á efnahagskerfi og alþjóðastjórnmálum. Öll eru þau hnattvæðingarsinnar og frjálslyndir heimsvaldasinnar.

Einhverjir eftirtektarverðustu tónar frá WEF þetta árið eru þess efnis að kórónuveiran hafi sýnt fram á nauðsyn þessa að koma á hnattrænni stjórnun, sameiginlegri yfirstjórn í málefnum hnattarins, Global Governance. Það eru einkum þjóðernislegar hugmyndir sem hindra þetta æskilega fyrirkomulag, skrifar Schwab:

„…það er nánast ómögulegt fyrir hnattræna stjórnun að blómstra í heimi sem er klofinn og splundraður. Því meir sem þjóðernishyggja og einangrunarhyggja gegnsýra stjórnarhætti á hnettinum því meiri líkur eru á að hnattræn stjórnun missi gildi sitt og verði árangurslaus.“ (87)

En hann telur að kórónukreppan hafi nú gert það auðveldara að fást við þessar „þjóðernislegu hugmyndir“.

Eftir fall Sovétríkjanna 1991 fóru Kissingar, Bush eldri og aðrir bandarískir heimsvaldasinnar að tala mikið um New World Order undir einni (bandarískri) forustu í einpóla heimi. David Rockefeller, holdgerfingur bandarísks einokunar-stórkapítals, orðaði hugsunina mjög afdráttarlaust á Bilderbergfundi þetta sögulega ár, 1991:

„En heimurinn er núna fullkomnari og tilbúnari að ganga í átt að heimsríkisstjórn. Hið yfirþjóðlega fullveldi hugsunarelítu og bankamanna er vissulega ákjósanlegra en sú þjóðlega sjálfsstjórn sem ríkt hefur á liðnum öldum.“ https://www.aspentimes.com/news/beware-new-world-order/


Um kreppu kapítalismans

Margir munu setja stórt spurningarmerki við þá hugmynd að einhver auðvaldsöfl kalli viljandi kreppu yfir efnahagskerfið. Því má svara sem svo að umræddur samdráttur eða kreppa hafi að nokkru leyti þegar verið í gangi og að nokkru leyti verið yfirvofandi. Klaus Schwab skrifar í áðurnefndri grein í Times:

„Slæmu fréttirnar tengdar Covid-19 bættust ofan á gífurlegar efnahagslegar, umhverfislegar, félagslegar og pólitískar áskoranir sem við stóðum frammi fyrir þegar fyrir faraldurinn. Með hverju árinu virtist sá vandi, eins og margt fólk hefur reynt, ekki batna heldur versna.“ https://time.com/collection/great-reset/5900748/klaus-schwab-capitalism/

Já ástandið í heimskapítalismanum var ekki gott fyrir Covid. Eitt elsta og virtasta marxíska tímarit á Vesturlöndum, Monthly Review, skrifaði í októberhefi sínu 2019, aðeins tveimur mánuðum fyrir covid-kreppu. Ég læt niðurstöðuna nægja hér :

„…fjármálaheimurinn er óttasleginn með vaxandi áhyggjur af stormskýjunum á himni, leitandi að tryggum höfnum. Það er enginn vafi að efnahagskerfi heimsins er á barmi haglægðar eftir hægan afturbata eftir fjármálakreppuna 2007-2009. Í sjálfu sér er þetta ekki undrunarefni. Efnahagshringrásin sem er innbyggð í upphleðsluferli auðmagnsins leiðir til þess að niðursveifla og haglægð fylgir uppsveiflu. Að þessu sinni liggur hins vegar meiri ógn undir, möguleiki á fjármálalegu Harmageddon á borð við Fjármálahrunið mikla 2008 – eða verra.“ https://monthlyreview.org/2019/10/01/mr-071-05-2019-09_0/


Fjórða iðnbyltingin

Stærsta stórauðvaldið vill semsé endurstilla kapítalismann, vill aukin samfélagsafsskipti stórfyrirtækja og meiri hnattræna yfirstjórn. Þá er ástæða til að spyrja: út á hvað gengur endurstillingin? Á vefsíðum WEF eru meginatriði The Great Reset skýrð. Áhersluþættir eru þrír: 1) réttlátara hagkerfi í krafti „kapítalisma hagsmunaaðila“, 2) sjálfbærni og græn markmið. Ég ætla ekki að fjölyrða um þessi tvö atriði, lít fremur á þau sem merkimiða eða litfagra blæju lagða yfir verkefnið til að laða að almenning heldur en sem harða pólitík. Merkimiðinn er mikilvægur gagnvart lýðnum, því hver vill ekki aukinn jöfnuð og grænni heim? 3) Þriðji punkturinn er áhugaverðari, og er örugglega aðalmálið: að nýta nýjungar Fjórðu iðnbyltingarinnar til að bæta samfélagið: velferð, heilsu, félagsleg gæði (og umhverfið).

Kórónukreppuna nýtir WEF til að markaðssetja Fjórðu iðnbyltinguna (4IR) sem á að rísa af grunni (og fjöldagjaldþrotum) sömu kreppu. Aukin aðkoma hins opinbera að atvinnulífi þýðir þá líka að stjórnvöld skuli hjálpa þeirri þróun með styrkjum og auknu skattfrelsi til fyrirtækja, og löggjöf.

Þetta er framhald þess sem hefur alllengi verið „í pípunum“: gerfigreind og sjálfvirknivæðing sem gjörbreyta vinnumarkaðnum. Tækni- og upplýsingaiðnaður er tilbúinn að taka sjömílnaskref og ryðja mennskum vinnukröftum út. Kapítalisminn hefur ekkert með allt þetta fólk að gera!

Þegar bókin Covid-19 The Great Reset kom út birtu höfundaranir Schwab og Malleret grein til kynningar á innihaldinu. Þeir tala þar vafningalaust um víðtæk áhrif Fjórðu iðnbyltingarinnar:

„Enginn atvinnugrein eða atvinnurekstur sleppur við áhrif þessrar breytinga. Milljónir fyrirtækja eiga á hættu að hverfa og margar atvinnugreinar eiga óörugga framtíð, fáeinar munu dafna.“ COVID-19's legacy: This is how to get the Great Reset right | World Economic Forum (weforum.org)

Sviðsmyndin segir sig sjálf: Þeir „fáeinu“ sem standast þessa áraun verða að miklum hluta stórir einokunarhringar á meðan lítil og meðalstór sjálfstæð fyrirtæki liggja í valnum. Stórlaxarnir koma svo og tína úr valnum það sem er hirðandi. Framundan sýnist vera fordæmalaus samþjöppun auðs innan auðvaldskerfisins.


Ólíkar verkanir kórónukreppunnar – efst eða neðst

EFST: Ef skoðaðir eru hlutabréfamarkaðir sjást nýjustu breytingar innan eignastéttarinnar. Stærsti hluti auðhringaelítunnar í WEF er Bandarískur. Á covid-tímanum hafa bandarískir milljarðamæringar aukið eignir sínar um eina billjón dollara á þessu eina ári, 2020. Hér er listi yfir 20 auðugustu einstaklinga í BNA. Athyglisvert er að sjá hverjir verma nú allra efstu sætin.

hlutabréfamarkaðir

Af töflunni sést í fyrsta lagi að þeir ríkustu hafa aukið eigur sínar stórkostlega á þessu yfirstandandi ári (á bilinu 20%-480% vöxtur frá mars til desember) samtímis því að mikið harðæri gengur yfir almenning. Í öðru lagi er áhugavert hvaða auðmenn verma efstu sætin. Í níu efstu sætunum eru stafrænir tæknirisar (net- og upplýsingatækni). Að hluta til blandast þeir lyfjarisum (t.d. Bill Gates og Warren Buffet eru í hvorutveggja). Þessir tæknirisar hafa skálmað langt fram úr olíufurstum og iðnaðarmógúlum sem vermdu efstu sætin 2010, svo breytingin er gríðarleg á 10 árum. Sjá Wikipedíu hér. Og hér.

Að nokkru leyti er þó breytingin minni en sýnist. Helstu eigendur stærstu tæknirisa eins og Apple, Microsoft, Amazon, Google, Facebook, Visa eru yfirleitt þeir sömu: The Big Three, fjármálarisarnir BlackRock , State Street Corporation, Vanguard Group. Þeir eiga líka lyfjarisana í Vesturheimi, vopnaiðnaðinn, stóru bankana og stóru fjölmiðlana. Samþjöppun auðmagnsins gríðarleg.

Kórónukreppan gaf sem sagt milljarðamæringum og fjámálarisum einstakt tækifæri til að auka auð sinn og völd. Sóttvarnaraðgerðir hafa farið langt með að rústa litlum og meðalstórum fyrirtækjum í stórum hluta heimsins. Og fjölmargir nýir fjárfestingakostir verða því til á kreppurústunum. Eins og eftir eitt „gott stríð“. Gróðahorfur þeirra stóru aukast enn mjög þegar stefnir í skyldubólusetningu í reynd.

NEÐST: Í neðri hluta mannfélagsstigans kemur kórónukreppan öðru vísi út. Árið 2021 stefnir í að verða katastrófuár, sagði David Beasley forustumaður World Food Programme. Aðgerðirnar gegn Covid-19 valda 40% fjölgun þeirra sem þurfa mannúðaraðstoð, á heimsvísu. Hann talar um hungur á „biblíulegum mælikvarða“: komandi ár gæti hreinlega orðið mesta katastrófuár frá stofnun SÞ. Hann viðurkenndi jafnframt að það sé ekki sjúkdómurinn sem veldur þessu heldur viðbrögðin, lokanir hagakerfa og samfélaga. U.N. warns 2021 shaping up to be a humanitarian catastrophe | Reuters

AGS skrifar að ekki aðeins sé kórónukreppan sú mesta frá 4. áratug heldur stefni í það árið 2020 að á heimsvísu verði mesta tekjufall á mann á ári frá árinu 1870. Historic Economic Decline is Reversing Development Gains | Global Humanitarian Overview (unocha.org)

Kórónukreppan (viðbrögðin) hefur síðan í mars í vor valdið gífurlegu atvinnuleysi vítt um veröld og þarf aftur í kreppuna á 4. áratug 20. aldar til að finna nokkra hliðstæðu sjá hér. Fjórða iðnbyltingin með sína sjálfvirknivæðingu mun sjá um að framlengja atvinnuleysið. Í áætlunum WEF mun sú bylting sjálfvirknivæða 50% núverandi starfa og stærstan hluta starfanna sem eftir eru munu menn vinna í fjarvinnu án snertingar við annað fólk. http://www3.weforum.org/docs/WEF_NES_Resetting_FOW_Agenda_2020.pdf

Svo litið sé til Íslands hafa Píratar uppi slagorð sitt um borgaralaun, „skilirðislausa grunnframfærslu“. Þetta slagorð hljómar nú víða, bæði sem viðbrögð við kórónukreppunni og sem aðlögun að Fjórðu iðnbyltingunni. Nýlega hafa t.d. ESB, Nancy Pelosi Demókrataforingi, aðalritari SÞ Antonio Guterres og sjálfur Francis páfi lýst stuðningi við borgaralaun. World Economic Forum hefur lengi haft þetta kjörorð. Sjá t.d. þessa grein frá janúar 2017. https://www.weforum.org/agenda/2017/01/why-we-should-all-have-a-basic-income

Kórónukreppan eykur misskiptinguna í samfélaginu. Það er óleystur félagslegur vandi að kapítalismi dagsins í dag þarf ekki allt þetta fólk til að halda uppi framleiðslukerfi sínu. Hvað á þá að gera við hina sem er ofaukið? Þeir breytast úr virkum samfélagsborgurum í ómaga. Borgaralaun þýðir að „launþeginn“ missir allt samband við atvinnulíf, vinnufélaga, stéttarfélag og sköpun í samvinnu við aðra. Sömuleiðis missir hann vopnið sem samstaðan gefur verkafólki til að bæta stöðu sína og breyta samfélaginu, og verður valdalaus.

Þar að auki: Það er fræðilega hægt að sjá fyrir sér sósíaldemókratískt velferðarríki (norrænt módel fyrir aldamót) þar sem meirihluti þegnanna væri iðjulaus á „sósíalnum“, en í harðkapítalískum heimi næstu ára og áratuga er það ekki fræðilegur möguleiki.


Síðast: WEF og persónuverndin

Enn ein hliðin á kórónukreppu og væntanlegri „Endurstillingu“ (m.a. skv hugmyndum WEF) er eftirlitssamfélagið, skerðing einkalífs og tæknilegar nýjungar í þeim efnum. Með tilvísun til hins „fordæmalausa ástands“ í kóvídi er komin hefð fyrir því að stjórna löndum með tilskipunum, banna mótmæli, aðferðir persónunjósna eru í hraðri þróun, rakningaröpp, örmerkingar og persónuskilríki undir húð, allt vegna „heilsuöryggis“… Edward Snowden segir í viðtali: „Ríkisstjórnir nota kórónuveiruna til að byggja upp arkítektúr kúgunar.“ CommonPass er verkefni sem er þróað af WEF og Rockefeller Foundation. Það á að verða skilríki upp á Covid-19 stöðu viðkomandi og er hugsað til notkunar við landamæri. Sjá nér.World Economic Forum gengur líka á undan í áróðri fyrir ígræðslu persónuskilríkja undir húð. Sjá t.d. hér.

Í ræðu í Chicago í haust sagði Klaus Schwab að Fjórða iðnbyltingin og Great Reset muni leiða af sér „samruna líkamlegrar, stafrænnar og líffræðilegrar samsemdar (identity) okkar.“ Schwab útskýrði þetta fyrir tveimur árum í bókinni Shaping the Future of the Fourth Industrial Revolution: „Eftir því sem geta á þessu sviði eykst [í baráttu gegn glæpum] vex freisting löggæslu og dómskerfis til að nota tækni til að meta líkindi á afbrotahegðun, meta sekt og jafnvel að sækja minningar beint frá heila fólks… Jafnvel það að fara yfir landamæri gæti dag einn haft í för með sér nákvæma heilaskönnun til að meta öryggishættuna af viðkomandi… Vissulega finnst sumum okkar nú þegar að snjallsímar okkar séu orðnir útvíkkun á okkur sjálfum. Útvortis búnaður nútímans – allt frá fartölvum til Virtual Reality Headsets – munu næstum örugglega verða ígræðanlegar í líkama okkar og heila.“ https://www.zerohedge.com/geopolitical/klaus-schwab-great-reset-will-lead-fusion-our-physical-digital-biological-identity

Merki