Gunnar Smári og Rósa Björk

16. nóvember, 2024 Tjörvi Schiöth

Sjá YouTube myndband af kosningafundi. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir frambjóðandi og fyrrverandi þingakona VG réðist á Gunnar Smára Egilsson og Sósíalista í gær á kosningafundi um utanríkis- og varnarmál, eftir að hann gagnrýndi stuðningsyfirlýsingu leiðtoga Norðurlandanna við svokallaða siguráætlun Zelensky. Hún sakaði hann um að vita ekki hvað hann var að tala um, sagði að „menn ættu aðeins að lesa sig til áður en þeir fara að tjá sig um svona mál.“ En það er ljóst að það var Rósa sjálf sem var að rugla saman „siguráætlun Zelensky” (sem Gunnar Smári var að tala um) við „friðarplan Zelensky”. Hún virðist heldur ekki vita hver siguráætlun Zelensky er, eða hvað felst í henni, eða að leiðtogar Norðurlandanna, þ.á.m. forsætisráðherra Íslands, hafa lýst yfir stuðningi við einmitt þessa siguráætlun.

Í yfirlýsingu sem var gefin út á leiðtogafundi Norðurlandanna, sem var haldin á Íslandi þann 28. október þegar Zelensky kom í heimsókn, kom fram að:

„V. The Nordic countries support Ukraine’s Victory Plan as presented by President Zelenskyy. We will work to contribute to its implementation.“

Textann af þessari yfirlýsingu er að finna hér á vefsíðu Forsetaembættis Úkraínu (Joint Statement of the fourth Ukraine – Nordic Summit in Reykjavik). Ath. að í upprunarlega textanum er „Victory Plan“ feitletrað.

Aðeins einn íslenskur fjölmiðill, Morgunblaðið, greindi frá því að á fundinum hafi leiðtogar Norðurlandanna lýst yfir stuðningi við „siguráætl­un“ Zelensky:

„Sagði Selenskí að á fundi í dag hafi hann og ráðherr­arn­ir sam­mælst um nor­ræn­an stuðning við hina svo­kölluðu Siguráætl­un sem Selenskí seg­ir að muni geta þrýst Rússlandi í átt til friðar.“

Engir íslenskir fjölmiðlar greindu frá því hvað var í þessari siguráætlun. Nema Samstöðin. Fjallað var um það hér

En hvers vegna er verið að gagnrýna stuðning Norðurlandanna við þessa siguráætlun? Hvað felst í henni? Zelensky lagði þessa siguráætlun fram í ræðu á fundi í Brussel um miðjan október, og svo á ítarlegri hátt í annarri ræðu sem hann flutti fyrir Úkraínuþingi, Verkhovna Rada, þann 16. október. Vefsíða forsetaembættis Úkraínu birti afrit af ræðunni sem hægt er að lesa hér

Siguráætlunin er í fimm punktum, en einnig með þremur svokölluðum „leyniviðaukum“ („secret annexes“). Fyrsti punkturinn er þessi:

„The first point is an invitation to NATO. Right now.“

Siguráætlun Zelensky felur sem sagt í sér að Úkraína fái „boð um að ganga í NATO. Strax.“ Það er ljóst að ef Úkraína gengur í NATO, ef Úkraína er tekin þar inn sem fullgildur meðlimur, þá er NATO komið í stríð við Rússland – út af ákvæðum 5. greinarinnar í stofnsáttmála NATO, sem kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á öll. Að öll ríkin þurfi að koma því landi til hjálpar sem ráðist er á. Atlantshafsbandalagið er grundvallað á þessari sameiginlegu varnarstefnu þar sem 5. greinin er mikilvægasta ákvæðið í stofnsáttmála bandalagsins.

En þetta styðja leiðtogar Norðurlandanna greinilega, miðað við yfirlýsingu Norðurlandafundarins 28. október um stuðning við siguráætlunina, nefnilega að Úkraína fái að ganga í NATO “strax”. 

Eða, vita þessir ráðherrar kannski ekki hvað þeir eru að kvitta undir? Maður spyr sig. Og vita þeir heldur ekki að Bandaríkin hafa þegar hafnað þessari “siguráætlun”? (nánar um það á eftir).

En hvað fleira er það sem kemur fram í siguráætluninni? Hinir punktarnir fjalla að mestu um hernaðarlegan stuðning við Úkraínu, þ.e.a.s. áframhaldandi vopnasendingar og einnig að byggja upp hergagnaiðnað í Úkraínu. En annar mikilvægasti punkturinn er nr. 3, sem fjallar um „deterrence“ (fælingu) eða það sem Zelensky kallar „strategic deterrence“.

Þessi liður hefur m.a. verið túlkaður á þann hátt að Úkraína fái grænt ljós frá Bandaríkjunum til að skjóta eldflaugum djúpt inn í Rússland, svokölluð „deep strikes”. Þann 26. september, þegar siguráætlunin var í mótun, fór Zelensky í heimsókn til Bandaríkjanna á fund Biden Bandaríkjaforseta til að biðja um þetta umrædda leyfi (sem hefur verið mikið til umræðu núna í marga mánuði). En Biden sagði nei, þessu var hafnað og Zelensky fór heim tómhentur. 

Fjallað var um þetta í mörgum erlendum fjölmiðlum, m.a. hér.  https://archive.md/l4vdN

Og í úkraínskum fjölmiðlum, sjá hér

Áður hafði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, einnig farið á fund Biden, þann 13. september, til að biðja um leyfi fyrir Úkraínu til að framkvæma „deep strikes“ inn í Rússland, án árangurs

Það er ljóst að aðal tilgangur heimsóknar Zelensky til Bandaríkjanna 26. september var að biðja um grænt ljós á árásir með eldflaugum djúpt inn í Rússland, hluti af “siguráætlun” hans, leyfi sem hann fékk ekki. Þetta var túlkað þannig að Bandaríkin hafi hafnað siguráætlun Zelensky. Einnig vegna þess að Bandaríkin hættu við fund sem átti að halda í Ramstein í Þýskalandi þann 12. október, „þar sem búist var við að Volodymyr Zelensky forseti myndi kynna siguráætlun sína“, að því er segir í úkraínskum fjölmiðlum. 

Bandaríkin hafa heldur ekki sagst ætla að veita Úkraínu boð um að ganga í NATO „strax“, eins og Zelensky bað um í ræðunni fyrir Úkraínuþingi 16. október (þar sem hann lagði fram siguráætlunina á ítarlegri hátt heldur en hafði áður komið fram). Sú ræða var að mestu hundsuð í vestrænum fjölmiðlum og bandarískir ráðamenn tjáðu sig lítið sem ekkert um hana. En það hvernig Bandaríkjamenn hættu við Ramstein-fundinn 12. október, og hundsuðu síðan ræðu Zelensky fyrir úkraínska þinginu 16. október þar sem hann lagði fram siguráætlun sína í 5 liðum, til viðbótar við að neita síendurtekið að gefa leyfi fyrir „dreep strikes”, hefur verið túlkað sem afgerandi höfnun Bandaríkjanna á þessari umræddu siguráætlun Zelensky.

Samt lýstu leiðtogar Norðurlandanna yfir stuðningi við þessa siguráætlun á fundinum með Zelensky á Íslandi 28. október, og við „framkvæmd hennar“ (eins og það er orðað í yfirlýsingunni). En hvernig ætla Norðurlöndin að framkvæma þessa áætlun án Bandaríkjanna?

En hvað er eiginlega í þessum leyniviðaukum („secret annex“) í siguráætluninni sem Zelensky talaði um í ræðunni fyrir úkraínska þinginu? Hvað fela þeir í sér?

New York Times greindi frá því þann 29. október, að sem hluta af þessari siguráætlun, hafi Zelensky beðið Bandaríkin í leyni um að senda sér Tomahawk-eldflaugar: 

„In one part not made public, Mr. Zelensky proposed a ‘nonnuclear deterrence package’ in which Ukraine would get Tomahawk missiles, a totally unfeasible request, a senior U.S. official said.“

Tomahawk-eldflaugar eru svokallaðar „strategic missiles“ sem eru færar um að bera kjarnavopn. Þess vegna er þetta „algjörlega óframkvæmanleg beiðni“, eins og nafnlausi háttsetti bandaríski ráðamaðurinn orðaði það sem New York Times ræddi við.

Þetta var sem sagt einn af þessum leyniviðaukum („secret annex“) í siguráætluninni! Úkraínskir fjölmiðlar greindu frá því að Zelensky hafi lýst yfir reiði yfir því að New York Times hafi lekið þessum upplýsingum um leynilega beiðni hans um Towahawk-eldflaugar: 

En þetta var það sem leiðtogar Norðurlandanna voru að lýsa stuðningi við! Vert er þó að taka fram að leiðtigar Norðurlandanna voru sennilegast ekki upplýstir um innihald leyniviðaukanna. En þeir lýstu samt yfir stuðningi við þetta, samt sem áður. Þeir lýstu yfir stuðningi við svokallaða „siguráætlun“ Zelensky sem Bandaríkin hafa hafnað á afgerandi hátt. Og myndi satt að segja leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar ef henni yrði framfylgt. Sem sagt ef Úkraína fengi strax inngöngu í NATO, og ef Úkraína yrði látin fá strategískar eldflaugar eins og Tomahawk sem geta borið kjarnavopn, og eru einnig svo langdrægar að þeim væri hægt að skjóta á næstum allar helstu borgir Rússlands frá Úkraínu.

Rósa virðist ekki vita neitt af þessu. Hún talar bara  um að „friðarplan“ Zelensky sem hafi verið rætt um á Leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldin var í Hörpu í maí 2023.

Í fyrsta lagi eru þetta úreltar upplýsingar. Margt hefur gerst síðan þessi fundur var haldin fyrir meira en ári síðan. Eins og þessi siguráætlun sem Zelensky hefur núna lagt fram, og svo öll þessi unræða um „deep strikes“.

Í öðru lagi snérist þessi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu einnig um svokallaða „tjónaskrá“. Annað atriði sem er ómögulegt að framkvæma, vegna þess fyrst þarf að sigra Rússland á vígvellinum, og fá þá til að gefast upp, áður en það er hægt að láta þá fara að borga stríðsskaðabætur. Núna er liðið meira en heilt ár frá því að þetta var samþykkt í Hörpu. Hvernig gengur annars með þessa tjónaskrá?

Í þriðja lagi var þetta svokallaða „friðarplan“ Zelensky, sem Rósa fagnar því að stutt hafi verið við á Evrópuráðshundinum í Hörpu í fyrra, heldur ekki framkvæmanlegt. Vegna þess að (á þeim tíma þegar fundurinn í Hörpu var haldin) fól þetta friðarplan í sér að Rússar þyrftu að draga allt herlið sitt til baka frá allri Úkraínu (þ.m.t. Krímskaga, að því er virðist) ÁÐUR en friðarviðræður gætu hafist. Það er auðvitað ekki raunhæft og slíkt friðarplan er dæmt til að mistakast.

Á friðarráðstefnunni sem Zelensky hélt í Sviss í júní 2024, ráðstefnu sem þótti hafa verið frekar misheppnuð (vegna þess hversu fá ríki mættu og skrifuðu undir yfirlýsinguna sem þar var gefin út), var þetta „friðarplan“ Zelensky (sem var upphaflega 10 punktar) vatnað niður í 3 punkta, og þessi krafa felld út að Rússar þyrftu fyrst að draga herlið sitt til baka frá allri Úkraínu áður en friðarviðræður gætu átt sér stað. Það þótti greinilega ekki nógu raunhæft…

Í yfirlýsingunni fundarins í Sviss er aðeins kveðið á um þrjá punkta, um kjarnorkuöryggi, fæðuöryggi og að skipta á stríðsföngum. „Friðarplan“ Zelensky var sem sagt verulega vatnað niður á fundinum, í því skyni að fá sem flest ríki til að mæta á fundinn og kvitta undir yfirlýsinguna. Hana er hægt að lesa hér. 

Þannig að hvað er Rósa Björk eiginlega að tala um í þessu máli? Í orðaskiptunum við Gunnar Smára þykist hún vita allt best. En hefur hún eitthvað lesið sig til um þessi mál? Maður spyr sig.