Eurovisionkeppni í hræsni og skömm

11. maí, 2024 Proletären

Frá mótmælaaðgerðum gegn Ísrael og Eurovision í Malmö í vikunni.

Eurovisionvikan er hafin. Venjulega er það stórveisla. En í ár hörmuleg uppákoma og risavaxin sýning í hræsni.
Mætt í Malmö er Eden Golan sem flytur framlag Ísraels í keppninni. Mættir eru líka tugþúsundir mótmælenda sem mótmæla þátttöku Eden Golan og Ísraels. Réttilega.
Samtímis því að hernámsher Ísraels drepur og limlestir Palestínumenn á Gaza leyfist fulltrúa sama lands að standa hér í sviðsljósinu og taka við hyllingu og fagnaðarlátum. Það er andstyggilegt.


Malmö säger nej till folkmord


Tónlist og stjórnmál fylgjast að. Ísraelska framlagið fjallar um atburðina 7. október í fyrra, jafnvel þó því hafi verið aðeins breytt til að mega taka þátt í keppninni. Eurovision-skipuleggjendur álitu textann of pólitískan og frammi fyrir því að þurfa ella að hætta við keppni af þeim sökum gekkst Ísrael inn á að gera breytingar í textanum.
Þrátt fyrir breytingarnar er ekki hægt að líta á sönginn, sem fjallar um sorg Ísraelsmanna eftir 7. október og þátttöku Ísraels, öðru vísi en sem pólitískan. Ísraelsríki, sem er ekki einu sinni í Evrópu, er boðið inn í hlýjuna meðan það fremur þjóðarmorð. Palestína verður að syrgja sín 35 þúsund dauðra eftir eftir sjö mánaða hryðjuverkastríð úti í kuldanum, útilokuð og vanvirt af Vesturlöndum.


Þegar Rússland réðist á Úkraínu í febrúar 2022 leið einn sólarhringur þar til landið var útilokað frá Eurovision af SES, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Einn sólarhringur!


General mot dubbelmoral: ”Ryggradslöst att dela scen med Israel”

Þremur mánuðum síðar var Hvítarússland einnig útilokað frá keppninni. SES gaf upp þá ástæðu að landið stæðist ekki kröfur um tjáningarfrelsi og sjálfstæði.   


En Ísrael – sem nýverið bannaði sjónvarpsstöðinni Al Jazeera að starfa í landinu – stenst greinilega allar kröfur. 35 000 dauðir og SÞ-skýrsla um yfirstandandi þjóðarmorð er greinilega ekki nóg til að SES bregðist við.
Þetta er ekki bara ósmekklegt. Þetta er hræsni á sögulegan mælikvarða.  


Að keppnin sé haldin í Svíþjóð er mikil skömm. Hið herskáa, kynþáttakúgandi, þjóðarútskúfandi hernámsveldi Ísrael ætti auðvitað ekki að fá að taka þátt í Eurovision né koma fram í Svíþjóð.
Eurovision-skipuleggjendur gera augljóslega greinarmun á þjóð og þjóð. Palestínumenn virðist ekki vera jafn mikils virði og Úkraínumenn. Þó að þeir upplifi sömu sorg, þó að ísraelsk sprengja sé jafn drepandi og rússnesk.


Fyrir Eurovisionvikuna hefur Ísrael-lobbýið og fjölmiðar gert sitt til að blása upp stemninguna og reynt að fá fólk til að fara ekki til Malmö til að taka þátt í mótmælum gegn þjóðarmorðsríkinu. Ísraelska öryggisráðið varar við ferðum til Malmö og fullyrðir að hótunarógn sé í loftinu. Oddviti Miðnefndar sænskra gyðinga segir að „samsetningin af Eurovision og því að hún sé haldin einmitt í Malmö gefur vondan hljóm fyrir samfélag gyðinga“.


Leiðarinn í Svenska Dagbladet gefur út „rauða viðvörun við því að ferðast til Malmö“ þar sem leiðarahöfundur telur sig vita að gyðingahatur sé útbreitt meðal Málmeyinga sem upprunnir eru í Miðausturlöndum.
Expressen skrifar um þungvopnaða lögreglu í Malmö með sérstök viðbótarvopn til að takast á við möguleg uppþot út af Eurovision. Gefið er í skyn að heimurinn standi á öndinni út af því sem getur gerst í Malmö þessa vikuna.


Þannig er píska menn upp stemninguna og Malmö er útnefnd sem miðstöð gyðingahaturs. Boðskapurinn til almennings er sá að þeir sem mótmæli gegn Ísrael og sýni samstöðu með Palestínu séu hættulegt fólk sem beri að forðast.
Það er óheiðarleg og gróf lygi að bakatala Málmeyinga á þennan hátt fyrir kynþáttaandúð. Það er bæði sorglegt og hættulegt að skrímslavæða samstöðuna með Palestínu á þann hátt sem nú er gert.
Við, þúsundir og aftur þúsundir sem höfum farið út á götu frá því í októberbyrjun í fyrra erum knúin áfram af samstöðu, jafnrétti og húmanisma. Okkur er misboðið af meðferðinni á Palestínumönnum og við erum miður okkar yfir skorti á viðbrögðum frá stjórnvöldum umheimsins við harmleik þeim sem fram fer á Gaza.


Hamas säger ja till vapenvila – Israel anfaller Rafah

En starfið gegn hernámsveldinu Ísrael og samstaðan með palestínsku þjóðinna er miklu meira en mótmælin á Eurovisionvikunni í Malmö. Í öllum sveitarfélögum og héruðum Svíþjóðar þarf að leggja fram tillögur og frumkvæði meðborgara um sniðgöngu á Ísrael.  
Hjá SÞ ætti Svíþjóða að taka upp spurninguna um refsiaðgerðir gegn Ísrael. Hjá ESB ætti Svíþjóð að stuðla að banni við vopnasendingum til morðhers Ísraels strax.
Eftir nokkrar viku áformar Tobias Billström utanríkisráðherra ferð til Ísraels og Palestínu til viðræðna við stjórnvöld þar. Þá fær hann gott tækifæri til að greina á milli, taka stöðu með þjóðum heimsins og krefjast þess að yfirstandandi þjóðarmorð sé stöðvað. Heldur einhver að hann muni gera það?


Israelisk krigspropaganda reklam på Youtube: ”Klump i magen”

Tónlistin í Malmö þagnar eftir nokkra daga, en slagorðin gegn Ísrael þagna ekki. Við ætlum ekki að hörfa gagnvart hótunum og áróðri stríðsæsingamanna eins og Billström, Kristersson, von der Leyen, Biden – eða þjóðarmorðingjanna í Ísraelsstjórn.
Allt þar til palestínska þjóðin hefur unnið frelsi sitt – sjáumst við í samstöðustarfinu! Fyrst í Malmö, og síðan í komandi kröfugöngum og fundum um alla Svíþjóð.


Proletären 8. maí https://proletaren.se/artikel/hyckleriets-och-skammens-eurovision