Neistar

Hamar að berja glóandi heitt járn.

Ályktun um styrki menntamálaráðherra til einkarekinna aðila

Ritstjórn, 9. Febrúar 2019


aflogo


Miðstjórnarfundur Alþýðufylkingarinnar haldinn 9.2.19 mótmælir styrkjum menntamálaráðherra til bókaútgefenda og einkarekinna fjölmiðla. Í stað þess að lækka virðisaukaskatt á bækur til hagsbóta fyrir rithöfunda og almenning er einkarekin bókaútgáfa styrkt með skattfé almennings. Í stað þess að gera veg Ríkisútvarpsins sem mestan með auknum fjárframlögum eru einareknir fjölmiðlar styrktir með skattfé almennings. Daður menntamálaráðherra við einkarekstrarformið sýnir glögglega að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er ríkisstjórn atvinnurekenda en ekki almennings í þessu landi.

Deila