Alþýðufylkingin lýsir yfir stuðningi við ljósmæður

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar hefur ályktað um kjarabaráttu ljósmæðra:

Alþýðufylkingin lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra. Það er ótækt að hjúkrunarfræðingar lækki í launum við að bæta við sig ljósmóðurnámi. Auk þess að vera ósanngjarnt, grefur það undan endurnýjun í starfsstéttinni og þar með fæðingaþjónustu í samfélaginu.

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar

  1. mars 2018