Ályktun um bankasölu

Reykjavík 15.1.19

Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar mótmælir fyrirhugaðri einkavæðingu

ríkisbankanna hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Reynslan af slíkri

einkavæðingu með tilheyrandi spákaupmennsku og auknu arðráni gefur ekki

tilefni til að ætla að öðruvísi fari nú, sama hvernig staðið verður að sölunni,

enda fylgir allri einkavæðingu á almannaþjónustu skert og dýrari þjónusta.

Nær væri að félagsvæða ríkisbankana að öllu leyti og í raun ætti að reka allt

fjármálakerfi þjóðarinnar á félagslegum grunni.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnar Af:

Björgvin R. Leifsson, ritari