Alþýðufylkingin fordæmir innrás Tyrkja í Sýrlandi; Kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.
—
Alþýðufylkingin fordæmir innrás Natóríkisins Tyklands í Sýrland og ofsóknir þess gegn Kúrdum. Þessi innrás er ekki aðeins brot á fullveldisrétti Sýrlands, heldur gróft brot gegn mannréttindum Kúrda. Þá eykur hún á mannlega þjáningar á svæðinu og stuðlar að því að draga stríðið gegn Sýrlandi á langinn með öllum þeim hörmungum sem því fylgja.
Alþýðufylkingin krefst þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér innan Nató og á alþjóðavettvangi, fyrir því að endir verði bundinn á þessar hernaðaraðgerðir þegar í stað.
Framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar
21. mars 2018