Sagan endurtekur sig, því heimska mannanna og græðgi á sér engin takmörk!
—
Þó að Moskvuréttarhöldin fyrir stríð kölluðu fram gífurlega holskeflu áróðurs og hatursumræðu á Vesturlöndum gegn Sovétríkjunum, er enginn vafi á því til dæmis, að hin nýju stjórnvöld í Bretlandi lærðu sitt af því sem þau leiddu í ljós. Bretar voru komnir í nauðvörn eftir Munchensamninga Chamberlains, sem voru úrslitatilraun auðvaldsheimsins til að beina Hitler í austur!
Frakkland steinlá fyrir nazistaherjunum, enda fimmta herdeildin búin að rústa þar öllu fyrirfram, í stjórnmálalífi, her og allri þjóðlegri vörn. Jafnvel stríðshetjur úr fyrra stríði drógust með og eyðilögðu orðspor sitt gjörsamlega. Pierre Cot fyrrverandi flugmálaráðherra Frakklands ritaði síðar bókina „Sigur landráðanna“ (Triumph of Treason) og lýsti þar hvernig franska fimmta herdeildin hafði hegðað sér undir landráðaforustu Lavals, hershöfðingjanna Weygands og Pétains og Trotzkistans Doriot og annarra slíkra svikara. Þar laut franskur heiður lágt!
Leppstjórn nazista var í framhaldi mála látin taka við í Frakklandi. En hinum megin við sundið varð Chamberlain að segja af sér, enda yfirlýsing hans eftir Munchensamingana orðin argasta öfugmæli, ,, Sjá, ég færi yður frið um vora daga !“ Þarna stóð þessi hástéttar – Breti eins og strípaður asni, nýkominn frá Munchen, og veifaði tryggingarvíxlinum sínum, pappírsblaði undirrituðu af Adolf Hitler!
En hver átti að mynda nýja stjórn ? Íhaldsflokkurinn átti engan boðlegan mann sem ekki hafði skriðið fyrir Hitler. En, annars, það var reyndar einn til, afdankaður fylliraftur sem allir höfðu eiginlega afskrifað, hann var enn að rífa kjaft gegn Hitler. Kannski væri hægt að notast við hann ? Þar sannaðist enn sem fyrr viska fornsagnanna þar sem segir : ,,Áttak næsta völ /nýtra drengja / nú er úlfshali / einn á króki“. En notast varð við það sem völ var á og úlfshalinn var einn í boði. Þannig komst Churchill á koppinn!
Nýja stjórnin sagði strax skilið við undangjafarstefnuna. Hún fór strax í að gera fimmtuherdeildarfólk um allt Bretland skaðlaust. Handtökur voru framkvæmdar í stórum stíl og voru svo umfangsmiklar, að með þeim tókst að lama landráðahreyfinguna að miklu leyti. Í fyrirvaralausri árás á aðalstöðvar Sambands breskra fasista náðust mörg mjög þýðingarmikil skjöl og miklar upplýsingar. Þar voru einnig allmargir fimmtuherdeildarmenn teknir fastir við sínar klækjakúnstir!
Sir Oswald Mosley foringi breska fasistaflokksins var handtekinn á heimili sínu. Aðrir handteknir voru til dæmis, John Beckett, fyrrverandi þingmaður og stofnandi Peoples Party, sem voru Samtök gegn Sovétríkjunum, sem hlynnt voru nazistum; A. H. Ramsay höfuðsmaður, íhaldsþingmaður frá Peebles; Edward Dudley Elan, embættismaður í einu ráðuneytinu og kona hans frú Dacre Fox; og síðast en ekki síst Sir Barry Domvile flotaforingi, fyrrverandi yfirmaður hernjósna flotans. Hann var formaður leynifélags nazistavina í landinu er nefndist The Link og skipulagt hafði verið með aðstoð Heinrich Himmlers og Gestapo. Samþykkt voru landráðalög sem lögðu dauðarefsingu við landráðum!
Árið 2017 kom út bókin „Hitler´s Munich Man“ eftir Martin Connolly, en hún fjallar einmitt um feril Barry Domviles. Staða mála var ekki beint glæsileg í Bretlandi við valdatöku Churchillstjórnarinnar upp úr 10. maí 1940, þegar búist var við innrás Þjóðverja á hverri stundu. Sennilega hefur enginn forsætisráðherra Breta komið þjóð sinni í annan eins vanda og Chamberlain hafði gert er hann sagði af sér 10. maí!
Hefðu Sovétríkin ekki verið sú ógn í austri sem leiðtogar nazista-Þýskalands töldu, er nánast víst að Þjóðverjar hefðu gert innrás í Bretland. En þar sem þeir töldu Breta nánast afgreidda og búna að vera, ákváðu þeir að snúa geirum sínum að þeim óvini sem þeir óttuðust meira. Þar með opnuðu þeir að fullu á þá framvindu sem varð. Sovétmenn og Bretar urðu þannig sjálfkrafa bandamenn!
Og þegar Japanar, tæpu hálfu ári seinna, opnuðu á sína heimsku með árásinni á Perluhöfn, voru öxulveldin farin að reyna að gleypa allt of stóra bita. Sovétríkin stóðu í Hitlers-Þýskalandi og Bandaríkin stóðu í Japan. Þeim bitum varð aldrei kingt og rennt niður!
Yfirstandandi tilraun auðvaldsheimsins og Djúpríkisins til að herja á Rússland í gegnum Úkraínu, er líka dæmd til að mistakast. Þar hefur í raun verið um að ræða endurtekningu þeirrar atburðarásar sem fór svo illa út af sporinu í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú ætla Nató og ESB að leiðrétta fyrri mistök, enda sömu skuggaöfl að verki og forðum, bak við tjöldin. Framvindan sýnir að menn hafa ekkert lært af fyrri óförum!
Gamla planið var að efla Hitlers-Þýskaland til árásar á Sovétríkin, en nú var hugmyndin að beita Selenski-Úkraínu gegn Rússlandi. En reikningsskekkjurnar létu ekki á sér standa og hernaðurinn hefur gengið illa fyrir fasistana í Kiyv, þrátt fyrir allan fjárausturinn og vopna-sendingarnar að vestan. Sömu ljónin eru enn í veginum og forðum og þau hafa enn fullan vilja og styrk til að verja sig og það sem þeirra er!
Bitinn er enn allt of stór og líklegur til að verða það áfram, og kannski ekki síst vegna þess, að háþróuð kjarnorkuvopn, eru nú hreint ekki svo lítill hluti af vopnabúri hins rísandi Rússlands, sem eflist með hverjum degi!