Byltingardagatalið 2022

7. janúar, 2022

Á dögunum kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2022. Það er sneisafullt af dagsetningum merkisatburða úr sögu sósíalismans, friðarbaráttunnar, þjóðfrelsisbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og hinnar stóru baráttu framsækins mannkyns fyrir réttlæti og farsæld. Að útgáfunni standa Alþýðufylkingin og DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju. Vésteinn Valgarðsson tók saman efni dagatalsins. Hægt er að nálgast það hjá útgefendum, og netleiðis hér: https://forms.gle/h5WJScgrNj8n3phC6