Um Okkur

Um Neista

Neistar er vefrit á vegum Alþýðufylkingarinnar og er enn sem stendur verk sjálfboðavinnu innan flokksins. Ritstjórn vefritsins er skipuð af miðstjórn Alþýðufylkingarinnar. Í ritstjórn eru Björgvin Leifsson (ábyrgðarmaður), Sigurður Ormur Aðalsteinsson og Þórarinn Hjartarson.

Neistar er ekki svokölluð „hlutlaus“ fréttaveita, heldur tileinkuð því að veita sósíaliskt sjónarhorn á heiminn. Það skal þó taka fram að Neistar mun aldrei birta vitlausar eða misvísandi upplýsingar.

Stefna vefritsins

Neistar er sósíalískt vefrit. Það þýðir að við viljum koma á sósíalisma og lýðræði á Íslandi (þar koma til greina ýmsar útfærslur á hvoru tveggja). Neistar stendur vörð um fullveldið sem forsendu lýðræðis, og að jöfnuður og jafnrétti séu grundvallarþættir í þjóðfélaginu. Neistar berst fyrir réttindum alþýðu gagnvart atvinnurekendum, gagnvart stjórnvöldum og embættismönnum, gagnvart fjármálaöflum og öðrum sem hindra framgang þeirra. Í því skyni styður Neistar öll þau öfl sem berjast fyrir réttindum alþýðu að hluta eða í heild, en á móti þeim öflum sem mismuna fólki vegna uppruna þess eða eðlis, sem arðræna fólk eða brjóta á réttindum þess á annan hátt og þeim öflum sem ekki virða lýðræði og mannréttindi. Af sömu ástæðu berst Neistar gegn rányrkju og spjöllum á náttúrunni.

Hafa Samband

Neistar býður velkomnar aðsendar greinar og sjálfboðapenna sem virða stefnu Neista. Netföng ritstjórnarmeðlimanna eru thjartar@internet.is, ormur96@hotmail.com og bjorgvinleifs@gmail.com. Neistar er á Facebook og líka Alþýðufylkingin.

Fylgstu með

Þú getur skráð þig á tilkynningapóstlista Alþýðufylkingarinnar með því að skrá nafnið þitt og netfang hér að neðan. Þú getur skráð þig í flokkinn á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar.

Nafn: Netfang: