Um Okkur

Stefna Neista

Neistar er sósíalískt vefrit. Það þýðir að við viljum koma á sósíalisma og lýðræði á Íslandi (þar koma til greina ýmsar útfærslur á hvoru tveggja). Neistar stendur vörð um fullveldið sem forsendu lýðræðis, og að jöfnuður og jafnrétti séu grundvallarþættir í þjóðfélaginu. Neistar berst fyrir réttindum alþýðu gagnvart atvinnurekendum, gagnvart stjórnvöldum og embættismönnum, gagnvart fjármálaöflum og öðrum sem hindra framgang þeirra. Í því skyni styður Neistar öll þau öfl sem berjast fyrir réttindum alþýðu að hluta eða í heild, en á móti þeim öflum sem mismuna fólki vegna uppruna þess eða eðlis, sem arðræna fólk eða brjóta á réttindum þess á annan hátt og þeim öflum sem ekki virða lýðræði og mannréttindi. Af sömu ástæðu berst Neistar gegn rányrkju og spjöllum á náttúrunni.

Hafa Samband

Í ritstjórn eru Björgvin Leifsson, Júlíus Valdimarsson, Þórarinn Hjartarson og Valdimar Thor. Neistar býður velkomnar aðsendar greinar og sjálfboðapenna sem virða stefnu Neista, og ábendingar eða kvartanir. Neistar er á Facebook.

Fylgstu með

Þú getur skráð þig á tilkynningapóstlista Neista að neðan til að fá póst þegar nýjar greinar koma út.

Netfang: