Ögmundur Jónasson
Greinar eftir Ögmund:

VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE
21. júní 2022 — Innanríkisráðherra Breta vill að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna og réttað yfir honum þar. Skapa skal lagalegt fordæmi um að lögsækja sérhvern þann sem birtir óheppilegan sannleik um bandaríska heimsveldið. Málfrelsið skal skert og með málsvörn sinni neyðir Assange dómsvaldið til að segja þetta upphátt. Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráđherra ritar.

ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?
9. mars 2022 — Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Hér er aðvörunarkall frá Ögmundi Jónassyni, fyrrv. ráðherra.

EKKI BEST Í HEIMI TAKK!
3. febrúar 2022 — Ögmundur Jónasson fær alltaf hroll þegar Ísland á að verða «best í heimi» í einhverju. Ef við eigum t.d. að «leiða heiminn til orkuskipta». Með því að sameina markaðshyggju og umhverfisvernd. Af því «heimurinn þarfnast okkar».

NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ
8. nóvember 2021 — Ein af áherslum BNA og NATO er að flækja Norðurlönd sem allra mest í hernaðarbröltið gegn andstæðingum NATO-velda, Rússlandi og Kína. Nýjasti vettvangur þeirrar sóknar er Norðurlandaráð. Um þetta skrifar Ögmundur Jónasson. «Það sem mér finnst verst, svo litið sé okkur næst, er að þetta skuli gerast með velþóknun VG...»

HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?
20. október 2021 — Hlutafélagavæðing Landssímans 1996 var múrbrjótur markaðsvæðingar í landinu. Þar með urðu fjarskiptainnviðir samfélagsins bara vara á markaði. Næsta skref er að fjarskiptunum er útvistað, þau boðin frönskum vogunarsjóði til kaups. Um það skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra þessa málaflokks.

Uppáklæddur Kapítalismi
1. febrúar 2021 — „En hvað ætlum við, almenningur, að gera, láta stela heiminum frá okkur á þennan hátt?“ spyr Ögmundur Jónasson um áhrifin af efnahagsstefnu World Economic Forum – „endurræsingunni“, The Great Reset.

Ræða Ögmundar hjá Stefnu 1. maí
1. maí 2019 — Stefna félag vinstri manna á Akureyri hélt morgunfund 1. maí í 21. sinn