Jón Karl Stefánsson


Greinar eftir Jón:

vaccination-impfspritze-medical-doctor.jpg Hái hóllinn

Fyrirspurn til sóttvarnaryfirvalda um bólusetningu barna og unglinga gegn covid-19

23. ágúst 2021 — Um helgina sendi Jón Karl Stefánsson fyrirspurn til Sóttvarnarlæknis og til Jóhönnu Jakobsdóttur, líftölfræðingi, vegna yfirstandandi bólusetningar barna og unglinga. Fyrirspurnin er birt hér, og eftir hana er samantekt yfir svör Þórólfs og Jóhönnu.

íslandfæreyjar.jpg Hái hóllinn

Heilbrigðiskerfi og covid – samanburður á Íslandi og Færeyjum

27. júlí 2021 — Þegar árangur Íslands annars vegar og Færeyja hins vegar í viðbrögðum við sars-cov-2 smitum er borinn saman kemur margt athyglisvert í ljós. Bæði ríkin taka tölulegar upplýsingar um þessa farsótt og birta á þar til gerðum vef. Á Íslandi er það covid.is, en í Færeyjum er það vefsíðan corona.fo. Þar koma helstu samtölur um fjölda smita og andláta, gróf aldursgreining (þó ekki sett eins upp) og annað sem spítalar landanna hafa tekið saman.

cia3.webp Hái hóllinn

Fyrsti hluti: Hvernig CIA stal fréttunum

22. júlí 2021 — Hér er sú fyrsta í greinasafni um ítök bandarísku Leyniþjónustunnar í opinberri umræðu á Vesturlöndum. Hér verður stiklað á stóru um það hvernig hún laumaði sér inn í fjölmiðlana og náði með tímanum gríðarlegum áhrifum á fréttaflutningi og sögumótun á heimsvísu. Skipulagðar aðgerðir CIA til að hafa mótandi áhrif á fjölmiðla hófust með undarlegu verkefni sem hafði starfsheitið MOCKINGBIRD, en dreifðu svo úr sér.

mannréttindadúfa2.jpg Hái hóllinn

Að missa mannréttindi í krafti ótta og öryggis

3. júní 2021 — Slagorðið fyrir árið 2020 var hlýðni og í krafti sóttvarnaraðgerða voru ýmis mannréttindi afnumin tímabundið. Hversu varanlegt afnámið verður veltur á því hvort fram fari uppgjör á árinu og lýðræðisleg, skynsöm umræða um mikilvægustu réttindi okkar og hvort við séum tilbúin að láta þau af hendi varanlega.

tværstúlkur.jpg Hái hóllinn

Hóprefsingu Ísraelsríkis má aldrei réttlæta með rökvillu

18. maí 2021 — Þeir sem standa að baki árásum á íbúa Gaza, Vesturbakkans og Líbanon bera fyrir sig að um sé að ræða svar við eldflaugaárásum Hamas á landnemabyggðir Ísraela. Með þessu eru þeir, og þeir sem kaupa þessa röksemdarfærslu, að gerast sekir um mjög alvarlega stríðsglæpi, hóprefsingu, og einnig um rökvillu sem á rætur sínar að rekja til frumstæðra hvata. Alla viðleitni til að nota slíka röksemdafærslu verður að hafna hvar sem hún finnst, og þá ekki síst þegar um er að ræða réttlætingu fyrir morðum á saklausum borgurum kúgaðs fólks.

julian assange Hái hóllinn

Hneigjum okkur fyrir nýju keisurunum: Um breytta fjölmiðlaveröld

21. febrúar 2021 — Algengt viðkvæði við ritskoðun í samfélagsmiðlum er að vísa til þess að þeir séu einkafyrirtæki og því sjálfráða. En gífurlegt vald þessara „einkafyrirtækja“ er sjálft vandamálið (eða valdaránið).

indlandcovid.webp Hái hóllinn

Indland er við þröskuld náttúrulegs hjarðónæmis – en lokunarstefnan hefur skelfilegar afleiðingar

15. febrúar 2021 — Samkvæmt víðtækri mótefnamælingu í Nýju Delhí á Indlandi nálgast landsmenn nú hjarðónæmi – án bólusetningar. Indverjar virðast því sleppa létt frá sóttinni. Hins vegar ekki frá sóttvarnaraðgerðunum.

samvinna2.png Hái hóllinn

Starfsmannasamvinnufélög geta bjargað verkalýðnum úr kreppu, ef rétt er að staðið

23. nóvember 2020 — Öllum ætti að vera ljóst að sú kreppa sem er að skella á heimsbyggðinni er af stærðargráðu sem fæstir hafa séð. Til dæmis hafa 33 milljónir starfa hafa horfið í Bandaríkjunum á árinu 2020, samanborið við tæpar 9 milljónir starfa sem hurfu í efnahagskreppunni 2008. Á Íslandi má búast við svipuðum hildarleik. Þegar útlitið er svona verður að skoða vel og ítarlega hvaða aðgerðir er rétt að fara í fyrir alþýðuna.

pfizerlogo.jpeg Hái hóllinn

Pfizer: auglýsing og veruleiki

16. nóvember 2020 — Fjölmiðlar á Íslandi fyllast gleðihrópum yfir því að fyrirtækin Pfizer og BioNTech komi með bóluefni sem virki í 90% tilvika gegn kórnuveiru. Moderna og fleiri lyfjarisar boða nú komandi lyf sem frelsað geti heiminn. Í þessari grein er varað við því að „stökkva í blindni“ á vagn sem lítt er öryggisprófaður. Samkrull hinna risastóru hagsmunaaðila og stjórnmálamanna er ekki vænlegasta handleiðslan á lýðheilsusviði.

haltuíhöndinámér.jpg Hái hóllinn

Sóttvarnaaðgerðirnar vernda ekki áhættuhópa

9. október 2020 — Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa. Jón Karl Stefánsson skrifar.

poverty-pauper-poor-street-preview.jpg Baráttan

Viðhorf í garð fátækra og afsakanir fyrir misskiptingu

30. september 2020 — Fátækt er flókin vofa sem skaðar á ýmsa vegu. Til að breyta viðhorfum til fátæktar er einn byrjunarreitur að gera fátækt fólk sýnilegt og gefa því kraft í samstöðunni. Samtökin Pepp Ísland boða til samstöðu á Austurvelli fimmtudag. Jón Karl skrifar.

Americasbetrayalconfirmed.png Menning

Merkileg bók um atburðina 11. september 2001 í samhengi

11. september 2020 — Fyrir réttum 19 árum voru um 3000 manns drepnir í einu á Manhattan. Málið er í raun óupplýst. Út er komin bók þar sem Elías Davíðsson tekst á við fjöldamorðgátuna af miklum styrk og rökfimi.

Bruni starfsmannaleiga.jpg Hái hóllinn

Starfsmannaleigur eru tvöföld árás á verkalýðinn

18. ágúst 2020 — Bruninn mannskæði í niðurníddu starfsmannaleigu-húsnæði við Bræðraborgarstíg hefði átt að verða meiri vekjari en hann varð. Ráðning vinnuafls á undirverði og illum aðbúnaði gegnum starfsmannaleigur er tvöföld árás á launafólk.

venesuelaflag.jpg Hái hóllinn

AGS sýnir sitt rétta andlit

27. mars 2020 — AGS er samstíga Bandaríkjastjórn um efnahagslegar refsiaðgerðir og neitar Venesúela, eins og einnig Íran, um neyðarlán vegna Kórónaveirunnar. Í refsiaðgerðunum er neyð almennings hugsuð sem pólitískt vopn sem framkallað geti uppreisn þegnanna. Jón Karl Stefánsson skrifar.

capitalism_evil_business_man_mini.jpg Hái hóllinn

Líkurnar á því að lenda á toppnum

9. mars 2020 — „Hver er sinnar gæfu smiður“. Það stenst ekki. Það er fásinna að halda því fram að í þessu kerfi séu dugnaður og hæfni einstaklinganna stærsti þátturinn í velgengni þeirra. Jón Karl Stefánsson skrifar pistil um möguleika einstaklinganna í stéttskiptu samfélagi.

hrwlogo.png Hái hóllinn

Human Rights Watch: Áróður í nafni mannréttinda?

25. nóvember 2019 — Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, eru fjársterk alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í New York. Þau fylgjast með mannréttindabrotum og hafa mikil áhrif á alþjóðamálin og eru mikið notuð sem heimild. En samtökin eru ekki og hafa aldrei verið hlutlæg, heldur hönnuð til að gagnrýna ákveðna aðila en fara silkihönskum um aðra. Jón Karl Stefánsson skrifar um HRW.

bolivia-bg-1stld-writethru-02da51ce-0431-11ea-8292-c46ee8cb3dce-780x521.jpg Hái hóllinn

Valdaránið í Bólivíu: OAS – ekki góð heimild

14. nóvember 2019 — Samtök Ameríkuríkja, OAS, eru helsta vitni íslenskra fjölmiðla um valdaskiptin í Bólivíu. OAS eru í raun samtök hægrisinnaðra ríkisstjórna, fyrirtækja og einstaklinga í Ameríkuálfunum. Þau styðja t.a.m. tilraunir til valdaráns í Venesúela og spila nú stóran þátt í valdaráninu í Bólivíu.

russiaamerica.jpg Hái hóllinn

Hernaðaryfirgangur Bandaríkjanna á heimsvísu og Rússagrýlan

3. ágúst 2019 — Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019).

Hillary_Clinton_í_ fílu Hái hóllinn

Tölvupóstar Hillary Clinton um Líbýu

20. maí 2019 — Í Líbíu 2011 var verferðarríki á afrískan mælikvarða rifið í tætlur af NATO og „uppreisnarherjum“ öfgaíslamista. Tölvupóstar Hillary Clinton, birtir af Wikileaks 2016, sýna hvernig Hillary hafði yfirstjórn í þessu ferli og vissi vel hvað hún gerði. Þeim sem frömdu glæpinn er ekki refsað heldur eingöngu honum sem sagði frá – Julian Assange.

DC_Venezuela-678x381.jpg Fréttir

Óheiðarleiki, valkvæð fréttamiðlun og lygar um efnahagskreppu Venesúela

7. febrúar 2019 — Þetta er efnismikil og ómissandi grein um baksvið kreppu, átaka og erlendrar íhlutunar í Venesúela. Hún birtist áður á Countercurrents.org og Globalresearch.ca, ásamt því sem hún hefur hlotið birtingu sem aðsend grein í Kvennablaðinu.