Jón Karl Stefánsson
Greinar eftir Jón:

Starfsmannasamvinnufélög geta bjargað verkalýðnum úr kreppu, ef rétt er að staðið
23. nóvember 2020 — Öllum ætti að vera ljóst að sú kreppa sem er að skella á heimsbyggðinni er af stærðargráðu sem fæstir hafa séð. Til dæmis hafa 33 milljónir starfa hafa horfið í Bandaríkjunum á árinu 2020, samanborið við tæpar 9 milljónir starfa sem hurfu í efnahagskreppunni 2008. Á Íslandi má búast við svipuðum hildarleik. Þegar útlitið er svona verður að skoða vel og ítarlega hvaða aðgerðir er rétt að fara í fyrir alþýðuna.

Pfizer: auglýsing og veruleiki
16. nóvember 2020 — Fjölmiðlar á Íslandi fyllast gleðihrópum yfir því að fyrirtækin Pfizer og BioNTech komi með bóluefni sem virki í 90% tilvika gegn kórnuveiru. Moderna og fleiri lyfjarisar boða nú komandi lyf sem frelsað geti heiminn. Í þessari grein er varað við því að „stökkva í blindni“ á vagn sem lítt er öryggisprófaður. Samkrull hinna risastóru hagsmunaaðila og stjórnmálamanna er ekki vænlegasta handleiðslan á lýðheilsusviði.

Sóttvarnaaðgerðirnar vernda ekki áhættuhópa
9. október 2020 — Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa. Jón Karl Stefánsson skrifar.

Viðhorf í garð fátækra og afsakanir fyrir misskiptingu
30. september 2020 — Fátækt er flókin vofa sem skaðar á ýmsa vegu. Til að breyta viðhorfum til fátæktar er einn byrjunarreitur að gera fátækt fólk sýnilegt og gefa því kraft í samstöðunni. Samtökin Pepp Ísland boða til samstöðu á Austurvelli fimmtudag. Jón Karl skrifar.

Merkileg bók um atburðina 11. september 2001 í samhengi
11. september 2020 — Fyrir réttum 19 árum voru um 3000 manns drepnir í einu á Manhattan. Málið er í raun óupplýst. Út er komin bók þar sem Elías Davíðsson tekst á við fjöldamorðgátuna af miklum styrk og rökfimi.

Starfsmannaleigur eru tvöföld árás á verkalýðinn
18. ágúst 2020 — Bruninn mannskæði í niðurníddu starfsmannaleigu-húsnæði við Bræðraborgarstíg hefði átt að verða meiri vekjari en hann varð. Ráðning vinnuafls á undirverði og illum aðbúnaði gegnum starfsmannaleigur er tvöföld árás á launafólk.

AGS sýnir sitt rétta andlit
27. mars 2020 — AGS er samstíga Bandaríkjastjórn um efnahagslegar refsiaðgerðir og neitar Venesúela, eins og einnig Íran, um neyðarlán vegna Kórónaveirunnar. Í refsiaðgerðunum er neyð almennings hugsuð sem pólitískt vopn sem framkallað geti uppreisn þegnanna. Jón Karl Stefánsson skrifar.

Líkurnar á því að lenda á toppnum
9. mars 2020 — „Hver er sinnar gæfu smiður“. Það stenst ekki. Það er fásinna að halda því fram að í þessu kerfi séu dugnaður og hæfni einstaklinganna stærsti þátturinn í velgengni þeirra. Jón Karl Stefánsson skrifar pistil um möguleika einstaklinganna í stéttskiptu samfélagi.

Human Rights Watch: Áróður í nafni mannréttinda?
25. nóvember 2019 — Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, eru fjársterk alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í New York. Þau fylgjast með mannréttindabrotum og hafa mikil áhrif á alþjóðamálin og eru mikið notuð sem heimild. En samtökin eru ekki og hafa aldrei verið hlutlæg, heldur hönnuð til að gagnrýna ákveðna aðila en fara silkihönskum um aðra. Jón Karl Stefánsson skrifar um HRW.

Valdaránið í Bólivíu: OAS – ekki góð heimild
14. nóvember 2019 — Samtök Ameríkuríkja, OAS, eru helsta vitni íslenskra fjölmiðla um valdaskiptin í Bólivíu. OAS eru í raun samtök hægrisinnaðra ríkisstjórna, fyrirtækja og einstaklinga í Ameríkuálfunum. Þau styðja t.a.m. tilraunir til valdaráns í Venesúela og spila nú stóran þátt í valdaráninu í Bólivíu.

Hernaðaryfirgangur Bandaríkjanna á heimsvísu og Rússagrýlan
3. ágúst 2019 — Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019).

Tölvupóstar Hillary Clinton um Líbýu
20. maí 2019 — Í Líbíu 2011 var verferðarríki á afrískan mælikvarða rifið í tætlur af NATO og „uppreisnarherjum“ öfgaíslamista. Tölvupóstar Hillary Clinton, birtir af Wikileaks 2016, sýna hvernig Hillary hafði yfirstjórn í þessu ferli og vissi vel hvað hún gerði. Þeim sem frömdu glæpinn er ekki refsað heldur eingöngu honum sem sagði frá – Julian Assange.

Óheiðarleiki, valkvæð fréttamiðlun og lygar um efnahagskreppu Venesúela
7. febrúar 2019 — Þetta er efnismikil og ómissandi grein um baksvið kreppu, átaka og erlendrar íhlutunar í Venesúela. Hún birtist áður á Countercurrents.org og Globalresearch.ca, ásamt því sem hún hefur hlotið birtingu sem aðsend grein í Kvennablaðinu.