Björgvin Leifsson
Greinar eftir Björgvin:

Covid fréttir frá Portúgal
6. febrúar 2021 — Í grein í Neista í júlílok síðastliðinn nefndi ég Portúgal sem dæmi um Evrópuland, sem hefði enn sem komið var farið nokkuð vel út úr kórónuveirufaraldrinum. Fyrsta bylgja nýrra tilfella stóð yfir frá upphafi faraldursins til aprílloka. Önnur bylgjan var frá maí til ágústloka. Þessar tvær bylgjur voru mjög áþekkar því sem gerðist á Íslandi og raunar var varla hægt að tala um sumarbylgju þar sem hún var nánast engin. Þriðja bylgjan, haustbylgjan, byrjaði í september og má segja að henni hafi lokið 26. desember sl. og er þetta svipað haustbylgjunni á Íslandi. Þá varð fjandinn laus, skrifar Björgvin Leifsson frá Portúgal.

Einkavæðing almannafjár
3. febrúar 2021 — Einkarekstur eða ríkisrekstur? Tvö einkavæðingarmál eru nú í umræðunni. Annars vegar er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem lagt er til að einkareknir fjölmiðlar verði styrktir af almannafé, og hins vegar ákvörðun fjármálaráðherra að hefja sölu á Íslandsbanka eigi síðar en í desember nk.

"Höfð að háði og spotti"
4. desember 2020 — Veltum aðeins fyrir okkur afleiðingum þess að loka landinu alfarið í marga mánuði, jafnvel heilt ár, og fullyrðingu Ingu Sæland, alþingismanns, um að þannig hefði verið komið í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll að kórónuveiran hefði getað borist til landsins.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmáli staðfestur af yfirdeildinni
2. desember 2020 — Fullveldisdagurinn í ár verður sjálfsagt lengi í minnum hafður í ljósi þeirrar gjafar sem yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu sendi Íslandi. Þar er staðfest að fyrrv. dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, braut íslensk lög þegar hún vék frá tillögum hæfisnefndar um skipan dómara við Landsrétt vorið 2017 með því að skipta út fjórum dómaraefnum hæfisnefndar fyrir fjóra flokksgæðinga íhaldsins. Með þessu athæfi nálgast Ísland óneitanlega þann bekk sem lönd eins og Pólland, Ungverjaland og Tyrkland skipa.

Lög í almannaþágu?
30. nóvember 2020 — Síðastliðinn laugardag samþykkti alþingi lög á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni með 42 atkvæðum gegn 6. Allir stjórnarliðar greiddu atkvæði með frumvarpinu og hafa Vinstri græn kyrfilega fest sig í sessi sem íhaldssinnaður krataflokkur. Þingmenn Samfylkingar sátu hjá með þeim orðum að staðan væri í boði ríkisstjórnarinnar, greinilega búnir að gleyma árinu 2010.

Alþjóðasamstarf á tímum Covid-19
31. júlí 2020 — Kórónuveirufaraldurinn afhjúpar ýmsa veikleika í alþjóðlegu samstarfi en einnig innan einstakra landa. Oft virðist pólitík ráða för en ekki heilbrigðissjónarmið. Lítið er um samræmdar aðgerðir og einstök ríki fara sínu fram hvað sem alþjóðastofnunum og ríkjasamböndum líður. Björgvin Leifsson skrifar frá Portugal.

Stóriðjumartröðin á Húsavík
19. júlí 2020 — Með lokun kísilverksmiðjunnar á Bakka gefst Húsvíkingum einstakt tækifæri til að rífa sig lausa frá stóriðjustefnunni, sem haldið hefur bænum í helgreipum í hátt í tvo áratugi.

Stéttabaráttan á tímum Covid-19
28. maí 2020 — Áhrif kóvitsins á stéttabaráttuna og þjóðfélagaið allt eru orðin mjög mikil og alls ekki öll komin fram. Aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til eru mjög fyrirtækjamiðaðar, og auðvaldið ræðst að kjörum launafólks í nafni „samstöðu“ og stéttasamvinnu. Ólík sjónarmið og jafnvel klofningur er innan verkalýðshreyfingarinnar í viðbrögðunum við þessu.

Lífið í Portúgal
17. apríl 2020 — Ágætu lesendur Neista. Loksins sé ég mér fært að byrja að skrifa í málgagnið á ný eftir allnokkuð hlé. Þessi fyrsta grein, sem ég sendi frá Portúgal verður reyndar ekki mjög pólitísk þó að eitthvað votti fyrir slíku. Þess í stað ætla ég að segja ykkur aðeins frá því hvernig það er að vera innflytjandi í Portúgal. - Björgvin R. Leifsson.

Bókartíðindi: Það sem allir umhverfisverndarsinnar þurfa að vita um kapítalisma
26. maí 2019 — Brýn bók á réttum tíma. Handbók alþýðu um kapítalisma og umhverfismál eftir Bandaríkjamennina Fred Magdoff og John Bellamy Foster í þýðingu Þorvalds Þorvaldssonar. Guðmundur Már Beck og Björgvin Rúnar Leifsson skrifa.

Lífskjarasamningar!?
9. apríl 2019 — „Varla hefur farið fram hjá neinum að aðildarfélög ASÍ undirrituðu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku eftir langa og stranga samningalotu þar sem verkafólk beitti verkfallsvopninu í fyrsta skipti í langan tíma."

Vinir Venezúela efna til útifundar til stuðnings fullveldis Venezúela
1. mars 2019 — Fundurinn verður haldinn fyrir framan stjórnarráðið laugardaginn 9. mars kl. 14:00

Alþýðufylkingin hélt opinn fund í friðarhúsi um Venesúela.
7. febrúar 2019 — Opinn fundur Alþýðufylkingarinnar um Venezúela haldinn 7.2.19

Neyðarlán og niðurgreiðslur
29. janúar 2019 — Af opinberum hlutafélögum.

Sökudólgar og blórabögglar.
1. nóvember 2018 — Eftirfarandi grein eftir Björgvin Leifsson birtist á moggablogginu á jóladag 2008. Hún birtist nú aftur á neistar.is örlítið breytt á 10 ára afmælisári bankahrunsins.