delete-Twitter

Twitterskrárnar sýna: „djúpvaldið“ stýrir ritskoðuninni

Nýlega opnuð innri skjöl fyrirtækisins Twitter gefa innsýn í gríðarlega ritskoðun í netheimum – ofan frá. Sem segir mikla sögu um ástand tjáningarfrelsis.

doddiogfriðurresize

Stöðvum stríðið! – Friðarþorláksmessa

"Vinnum stríðið!" er kjörorð stríðsæsingamanna á meðan kjörorð raunverulegra friðarhreyfinga er "Stöðvum stríðið!" Hér er ræða Þórarins Hjartarsonar í friðargöngu á Akureyri.

julianassange

Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

„Verði Assange dæmdur er komið upp nýtt fordæmi sem ógnar möguleikum blaðamanna til að geta ljóstrað upp um vafasöm mál í þágu mannréttinda og réttlætis.“ Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar, og byggir á sterku viðtali Glenn Greenwald við Kristin Hrafnsson.

GangantilRómar

Fasisminn 100 ára – Hvar er hann nú?

Fasisminn á afmæli, 100 ár eru liðin frá valdatöku Mússólínis í lok „Göngunnar til Rómar“ 1922. Það gefur tilefni til að spyrja um alræði og fasismahættu á líðandi stund.

nordstreamleki

Nord Stream sprengjur og framtíð Evrópu

Fyrsti aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Hastings Ismay, sagði eitt sinn „tilgangur NATO er að halda Rússlandi frá, Þýskalandi niðri og Bandaríkjunum inni“. Sprengingarnar við strendur Borgundarhólms munu þjóna þeim tilgangi mjög vel. Tekist hefur að etja Úkraínumönnum og Rússum saman, hleypa Evrópu með í stórhættulega stöðu og jafnvel friðarsinnar líta á það sem bestu hugmyndina að dæla vopnum í þau átök í stað þess að reyna að stilla til friðar. Er ekki kominn til þess að spyrja, qui bono?

covidhraedsla.jpeg

Ótti við sjúkdóma selur, en besta vörnin er hunsuð

WHO varar nú við heimsfaraldri af völdum apabólu – eftir 70 skráð dauðsföll í heiminum á árinu (meðan 6 milljónir dóu úr hungri). Óttaáróður er valdatæki. Valdið hefur skilið að hræddur almenningur er hlýðinn og auðsveipur.

stocks

Eru stórkapítalistar að fela kreppu fyrir almenningi?

Margt bendir til þess að stór alþjóðleg efnahagskreppa sé við sjónhring. Viðskiptaþvinganirnar gegn Rússlandi og stríðið í Úkraínu eru einungis nýjustu viðbæturnar við þau vandamál sem steðja að efnahagskerfi heimsins og bætast þær við peningaprentunina sem sló 2008-kreppunni á frest, gríðarlega eignafærslu og fjáraustur í kring um sóttvarnaraðgerðir og svo það sem virðast endimörk hefðbundins kapítalisma.

Seal_of_the_Government_of_National_Unity_Libya

Upplýsingaóreiða og falsfréttir: Tilfelli Líbíu

Hér verður kastljósinu beint á hlutverk falsfrétta í hörmungunum sem dundu á Líbíu árið 2011, en ekki verður kafað djúpt í sögulegar rætur þeirra, enda er sú saga flókin og það væri rangt að setja hana í stutta samantekt. Jón Karl Stefánsson skrifar.

julian-assange

VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

Innanríkisráðherra Breta vill að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna og réttað yfir honum þar. Skapa skal lagalegt fordæmi um að lögsækja sérhvern þann sem birtir óheppilegan sannleik um bandaríska heimsveldið. Málfrelsið skal skert og með málsvörn sinni neyðir Assange dómsvaldið til að segja þetta upphátt. Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráđherra ritar.

fúkyrði

Íslensk fúkyrðaumræða

„Ef ekki er hægt að ræða um málefnin og innihaldið, þá er ekkert vit í því að byrja. Sleppum því. Deilum þeim upplýsingum sem við teljum að sé mikilvægt að koma á framfæri, en verum meðvituð um að einhverjir munu velja að snúa út úr því sem þú segir.“ Jón Karl Stefánsson fjallar um íslenska umræðuhefð og þá sérstaklega í kring um Úkraínustríðið.

dnaskæri

Erfðabreyttar lífverur

Talsvert hefur verið rætt um kosti og galla erfðabreyttra lífvera í fjölmiðlum og meðal almennings og stjórnmálamanna. Oft hefur umræðan einkennst af töluverðri vanþekkingu, sem er iðulega undanfari fordóma. Hér er reynt að útskýra erfðabreytingar og erfðabreyttar lífverur á alþýðlegan hátt. Björgvin R. Leifsson skrifar.

krig-usa-russland

Úkraína og rökfræði staðgengilsstríðsins

“Pútínáróðurinn” um að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð milli Rússa og BNA/NATO er nú rækilega staðfest á háum stöðum “okkar” megin, blasir líka við. Hvert er samband “staðgengilsins” og þeirra sem hann “staðgengur” fyrir? Þórarinn Hjartarson skrifar.

Jens_Bjørneboe_underviser_Rudolf_Steinerskolen_i_Oslo_1952

Um forræðismanneskjuna

Jens Ingvald Bjørneboe var án efa einn merkasti rithöfundur og heimspekingur Norðurlandanna. Hann spilaði lykilhlutverk í endurreisn anarkismans í Noregi við miðbik síðustu aldar. Greinin er þýdd úr norsku af Jóni Karli Stefánssyni.

Ukraine war

Hvaða stríð er háð í Úkraínu?

Hvaða stríð er í Úkraínu? Frelsisstríð Úkraínu, segja vestrænir heimsvaldasinnar. Fyrir andheimsvaldasinna um heim allan er lífsspursmál að greina hreyfiöflin á bak við þetta stríð. Greinin birtist í Stundinni 22. apríl.

RIAN_archive_46802_The_defense_of_Moscow

Rússnesk öryggismálastefna frá Lenín til Pútíns 2

Hér heldur áfram rakning nokkurra dæma úr öryggismálastefnu Rússa á löngu tímaskeiði. Sú pólitík verður aldrei skilin nema í ljósi samskipta Rússlands/Sovétríkja við vestræn stórveldi. Í þeirri sögu er margt sem endurtekur sig.

inequality

Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða

Á hverjum degi eignast heimurinn 26 nýja milljarðamæringa. Á sama sólarhring er áætlað að rúmlega 21.000 manneskjur látist af völdum fátæktar. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Oxfam International. Sóttvarnaraðgerðir á heimsvísu vegna covid-19 hafa skapað gjörsamlega viðurstyggilegt ástand hvað eigna- og tekjumisrétti varðar.

Neistarfrálenintilpútin2

Rússnesk öryggismálastefna frá Lenín til Pútíns 1

Einkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Það verður ekki skilið nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðumikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum.

hitlerputin

Vondi kallinn: Um persónugervingu stríðsátaka

Um þá grundvallaraðferð í stríðsáróðri að persónugera óvininn til að skapa hatur og ótta, og að djöfulgera útvalda þjóðhöfðingja til að markaðssetja hernaðinn. Þetta er meginþáttur í stríðsrekstrinum sjálfum. Mjög einföld aðferð sem svínvikar eiginlega alltaf, skrifar Jón Karl Stefánsson.

eftirlitsríki

Stafrænt alræði

Tæknirisarnir og auðugustu fyrirtæki heims, í samstarfi við stærstu ríki heims, tala nú opinberlega um áform um stafrænt alræði yfir almenningi. Tækniframfarir síðustu áratuga og samþjöppun auðs og valda á sama tíma, hafa alið af sér möguleika til eftirlits og stjórnunar á fólki sem hefði talist vísindaskáldskapur á árum áður. Hvað mun það þýða fyrir framtíð barna okkar?

ögmudnurjónasson

ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?

Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Hér er aðvörunarkall frá Ögmundi Jónassyni, fyrrv. ráðherra.

1624540915_loggustod

Lögregluríki?

Samherjamálið tekur á sig ýmsar myndir. Ein þeirra er sjálfskipuð eða pöntuð aðför lögreglustýrunnar á Akureyri að fjórum tilgreindum blaðamönnum undir því yfirskini að þeir hafi hugsanlega undir höndum og muni hugsanlega dreifa klámefni úr farsíma skipstjóra, sem, merkilegt nokk, starfar hjá Samherja. Þetta vekur upp spurningar um raunverulegt hlutverk lögreglu í kapítalísku þjóðfélagi. Björgvin Rúnar Leifsson fjallar um málið.

nato

Staðgengilsstríð Rússa og NATO

Stríðið í Úkraínu er staðgengilsstríð, ekki þjóðfrelsisstríð. Deiluaðilar eru Rússland og NATO, þar sem NATO notar Úkraínu sem staðgengil. Strategistar BNA og NATO egndu rússneska hýðisbjörninn vitandi vits, djöfluðust þá því eina sem þeir vissu að hann gæti aldrei þolað. Við eigum hvorugan stríðsaðilann að styðja. Rússar dragi sig frá Úkraínu. Stöðvum útþenslustefnu NATO. Þórarinn Hjartarson skrifar á eigin ábyrgð.

ukraineflag

Úkraína í taflinu mikla

Deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu. Hver ber ábyrgðina? “Rússland eitt ber ábyrgð á þeim dauða og eyðileggingu sem árásin hefur í för með sér” segir Joe Biden. Það sama segja Katrín, Bjarni og Guðni Th. Svona einfaldlega liggur ábyrgðin samt ekki.

freespeech-canvasslegal

Ritskoðun og þöggun

Skilyrði tjáningarfrelsisins í okkar heimshluta þrengist jafnt og þétt. Leiðandi í ritskoðuninni eru einkaaðilar en líka einka-opinber samvinna. Svonefndur “heimsfaraldur” gegnir hér stóru hlutverki. Staðreyndadómarar stórfyrirtækjanna telja sig vita hvað rétt er og rangt. Verst er að ritskoðunaræðið seitlar niður til almennings svo þöggunin telst jafnvel eðlileg.

nesvirkjun

EKKI BEST Í HEIMI TAKK!

Ögmundur Jónasson fær alltaf hroll þegar Ísland á að verða «best í heimi» í einhverju. Ef við eigum t.d. að «leiða heiminn til orkuskipta». Með því að sameina markaðshyggju og umhverfisvernd. Af því «heimurinn þarfnast okkar».

wolfsangel

Undir Wolfsangelfána: Vinir okkar í Úkraínu

Úkraína er nú um stundir verkfæri frekar en bitbein. Jón Karl Stefánsson greinir baksvið átakanna í landinu og fjallar ekki síst um harðskeyttustu hlaupastráka Vestursins þar. Vestrænir bakmenn þeirra myndu ekki hleypa þeim inn í eigin stofu.

worldeconomicforum

Afnám Lýðræðis. WEF - vísir að heimsstjórn (1)

Valdarán hefur átt sér stað. Ákvarðanir sem gilda fyrir alla heimsbyggðina eru í æ meira mæli teknar á samráðsfundum risafyrirtækja þar sem enginn fær að fara sem ekki hefur fengið boð. Mikilvægasti samráðsvettvangurinn fyrir þessa nýju heimsstjórn er Alþjóðaefnahagsráðið, sem starfað hefur í hálfa öld og lengi unnið því markmiði að taka völdin úr höndum þjóðríkja og færa það stórfyrirtækjunum. Áætlanir gerðar fyrir löngu eru nú orðnar að veruleika. Covid-19 spilar þar lykilhlutverk.

gutt-frykt-vaksine[560]

Getum við farið að tala um covid á eðlilegan hátt?

Covid-móðursýkin er ræktuð enn og aftur. Tölfræðin sýnir furðu lítinn mun á því hve vel bólusettum og óbólusettum farnast á Íslandi. En ef allir óbólusettir smitast nú á næsta ári, hvað þá? Jón Karl Stefánsson skrifar.

bólusetningarskilríki

Bólusetningarskylda og lögregluríki

Ört vaxandi átök um allan heim. Tilefnið er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum. Þar er um að ræða innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Þórarinn Hjartarson skrifar.

Natonordics.jpg

NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

Ein af áherslum BNA og NATO er að flækja Norðurlönd sem allra mest í hernaðarbröltið gegn andstæðingum NATO-velda, Rússlandi og Kína. Nýjasti vettvangur þeirrar sóknar er Norðurlandaráð. Um þetta skrifar Ögmundur Jónasson. «Það sem mér finnst verst, svo litið sé okkur næst, er að þetta skuli gerast með velþóknun VG...»

Efling-logo.jpg

Stríðið í Eflingu

Uppsagnir forustufólks Eflingar - vegna starfsmannamála - komu flatt upp á almenning. Nú er spurt hvernig halda skal baráttunni áfram þannig að minnstur skaði verði unnin á því tímamótastarfi í verkalýðsbaráttu sem þar hefur verið unnið undanfarin ár.

Medal_Nobel_Peace_Prize.jpg

Þessi fengu ekki friðarverðlaun Nóbels

Maria Ressa og Dmitry Muratov fengu friðarverðlaun Nóbels á dögunum fyrir baráttu sína fyrir tjáningarfrelsi. Eins og oft áður eru verðlaunin pólitísk. Verðlaun veitt Muratov er liður í baráttunni gegn Rússagrýlunni nýju. Jón Karl Stefánsson fjallar um nokkra aðila sem væru „enn betur fallnir til að hljóta þessi verðlaun.“

mila.jpg

HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

Hlutafélagavæðing Landssímans 1996 var múrbrjótur markaðsvæðingar í landinu. Þar með urðu fjarskiptainnviðir samfélagsins bara vara á markaði. Næsta skref er að fjarskiptunum er útvistað, þau boðin frönskum vogunarsjóði til kaups. Um það skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra þessa málaflokks.

Penge

Raunveruleikinn um efnahagsstöðu Íslands

Viðskiptahallinn slær met. Hagvöxtur er við lágmark. Jákvæðar hagspár ganga út frá að túrismaleiðin framundan sé bein og breið. En með áframhaldandi lokunarstefnu og ferðahömlum er hún hvorugt. Birtingarmyndum kreppu fjölgar jafnt og þétt, skrifar Jón Karl Stefánsson.

thumb.png

Hvað um Sósíalistaflokkinn?

Sósíalistflokkurinn mælist með 8% í könnunum. Alþýðufylkingin býður ekki fram. Málefnin sýnast víða fara saman. Þá ætti valið að vera auðvelt - en er það samt ekki. Þórarinn Hjartarson reynir að taka afstöðu til Sósíalistaflokksins, skrifar um stefnu hans og stefnuleysi.

matur.jpg

Nokkur næringarfræðileg hindurvitni

Næringarfræðin er tiltölulega ung vísindagrein og hafa næringarfræðilegar kenningar komið og farið gegnum tíðina, oft á hraða, sem almenningur á erfitt með að átta sig á. Nægir þar að nefna hugmyndir um skaðsemi lýsis fyrir nokkrum áratugum og mjög misvísandi kenningar um gagnsemi eða skaðsemi rauðvíns. Í þessari grein verður fjallað í stuttu máli um nokkur næringarfræðileg hindurvitni, sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum árum og áratugum.

speedtothewestcrop.jpg

Trans-Ísland Express: Reykjavík-Akureyri

Við lok 19. aldar ávítuðu járnbrautasinnar stjórnvöldum fyrir að spara aurinn en kasta krónunni með því að járnbrautavæða ekki landið. Núna á tímum hamfarahlýnunar og eftir útholun bæja og borga fyrir bíla og trukka liggur fyrir að járnbrautavæðing sé enn brýnni en nokkru sinni áður.

vaccination-impfspritze-medical-doctor.jpg

Fyrirspurn til sóttvarnaryfirvalda um bólusetningu barna og unglinga gegn covid-19

Um helgina sendi Jón Karl Stefánsson fyrirspurn til Sóttvarnarlæknis og til Jóhönnu Jakobsdóttur, líftölfræðingi, vegna yfirstandandi bólusetningar barna og unglinga. Fyrirspurnin er birt hér, og eftir hana er samantekt yfir svör Þórólfs og Jóhönnu.

663025.jpg

Lífeyrissjóðirnir: Sagan sem aldrei var sögð

Júlíus K Valdimarsson segir hér frá samningum um stofnun lífeyrissjóðanna árið 1969. Hann skrifar: „sú frásögn er í grundvallaratriðum önnur en síðar meir var kokkuð upp af verkalýðsforystunni eftir að hún hafði gengið í lið með nýfrjálshyggjuöflunum og fór að taka ákvarðanir í sínum kjarasamningum út frá fjármagninu, þ.e. eignarhlut sínum í fyrirtækjunum, í stað hagsmuna vinnandi fólks.“

íslandfæreyjar.jpg

Heilbrigðiskerfi og covid – samanburður á Íslandi og Færeyjum

Þegar árangur Íslands annars vegar og Færeyja hins vegar í viðbrögðum við sars-cov-2 smitum er borinn saman kemur margt athyglisvert í ljós. Bæði ríkin taka tölulegar upplýsingar um þessa farsótt og birta á þar til gerðum vef. Á Íslandi er það covid.is, en í Færeyjum er það vefsíðan corona.fo. Þar koma helstu samtölur um fjölda smita og andláta, gróf aldursgreining (þó ekki sett eins upp) og annað sem spítalar landanna hafa tekið saman.

file-20180119-80206-py8n9f.webp

Nokkur vísindaleg hindurvitni

Fyrirsögn þessarar greinar er að sjálfsögðu mótsögn þar sem hindurvitni geta ekki verið vísindaleg. Hún á hins vegar nokkuð vel við þar sem hér verður fjallað um nokkrar gervikenningar með vísindalegu yfirbragði og misnotkun nokkurra vísindalegra hugtaka.

cia3.webp

Fyrsti hluti: Hvernig CIA stal fréttunum

Hér er sú fyrsta í greinasafni um ítök bandarísku Leyniþjónustunnar í opinberri umræðu á Vesturlöndum. Hér verður stiklað á stóru um það hvernig hún laumaði sér inn í fjölmiðlana og náði með tímanum gríðarlegum áhrifum á fréttaflutningi og sögumótun á heimsvísu. Skipulagðar aðgerðir CIA til að hafa mótandi áhrif á fjölmiðla hófust með undarlegu verkefni sem hafði starfsheitið MOCKINGBIRD, en dreifðu svo úr sér.

dna2.webp

Uppruni lífsins

Uppruni lífsins á jörðinni hefur lengi verið mönnum ráðgáta og hafa ýmsar tilgátur og/eða kenningar komið fram, sem má skipta í 4 meginflokka: 1. Sköpunartilgátur trúarbragðanna. 2. Sjálfskviknunartilgátur um að lífið kvikni af sjálfu sér við réttar aðstæður. Þessar tilgátur liðu að mestu undir lok á 19. öld. 3. Tilgátur um tilflutning lífs til jarðar utan úr geimnum. 4. Efnaþróunarkenningar um að lífið hafi orðið til við efnaþróun.

Operationbarbarossa.jpeg

Óperasjón Barbarossa – enn og aftur

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Annar liður í vígvæðingunni gegn Rússlandi er söguendurskoðun sem gerir stjórnvöld Sovétríkjanna ábyrg fyrir heimsstyrjöldinni til jafns við Þýskaland Hitlers.

mannréttindadúfa2.jpg

Að missa mannréttindi í krafti ótta og öryggis

Slagorðið fyrir árið 2020 var hlýðni og í krafti sóttvarnaraðgerða voru ýmis mannréttindi afnumin tímabundið. Hversu varanlegt afnámið verður veltur á því hvort fram fari uppgjör á árinu og lýðræðisleg, skynsöm umræða um mikilvægustu réttindi okkar og hvort við séum tilbúin að láta þau af hendi varanlega.

Antony blinken.jpg

Liðskönnun Antony Blinkens á Norðurslóðum

Liðskönnun Antony Blinkens á Norðurslóðum gekk vel. Allir flokkar á Alþingi Íslendinga stóðu prúðan heiðursvörð þegar hann gekk könnunarganginn. Hann var ekki spurður um nýja norðurslóðastefnu Bandaríkjahers. Sergei Lavrov var hins vegar sagður efna til átaka á Norðurslóðum, vegna einhvers sem hann sagði aldrei.

tværstúlkur.jpg

Hóprefsingu Ísraelsríkis má aldrei réttlæta með rökvillu

Þeir sem standa að baki árásum á íbúa Gaza, Vesturbakkans og Líbanon bera fyrir sig að um sé að ræða svar við eldflaugaárásum Hamas á landnemabyggðir Ísraela. Með þessu eru þeir, og þeir sem kaupa þessa röksemdarfærslu, að gerast sekir um mjög alvarlega stríðsglæpi, hóprefsingu, og einnig um rökvillu sem á rætur sínar að rekja til frumstæðra hvata. Alla viðleitni til að nota slíka röksemdafærslu verður að hafna hvar sem hún finnst, og þá ekki síst þegar um er að ræða réttlætingu fyrir morðum á saklausum borgurum kúgaðs fólks.

fighter-jet-696x374.jpg

Herinn sem skrapp frá

Einar Ólafsson skrifar grein í Kjarnann um hin endurnýjuðu hernaðarumsvif á Íslandi. Samkvæmt greininni „hefur Alþingi ekkert að segja um ákvarðanir um aukin hernaðarumsvif og framkvæmdir hér á landi, það fær bara upplýsingar eftir á um þessar ákvarðanir.“ Eftir að greinin birtist fréttist af nýrri slíkri ákvörðun: þáttöku Íslands í norður-evrópskum samstarfsvettvangi um varnarmál, JEF, sem Bretar leiða.

Donbas-tank-800x450.jpg

Úkraína: Hver byggir upp spennuna?

Spennustig er hátt í Úkraínudeilunni. Diplómatísk samskipti Rússa og Bandaríkjanna hafa líklega ALDREI verið verri. Rússar hóta árásaröflum öllu illu. Samkvæmt NATO stunda þeir «óréttlætanlega hernaðaruppbyggingu». Það gera þeir þó innan eigin landamæra. Hver magnar upp spennuna?

BandarískiskriðdrekaráleiðtilEvrópu.jpg

Ys og þys út af NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd.

fully-automated-production-line-conveyor-system-equipped-with-robotic-arms-realistic-isometric-composition-light_1284-29021.jpg

Fjórða iðnbyltingin á leiðinni. Eru borgaralaun svarið?

Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum.

Tulsi-on-Syria.webp

Stríðslok og endurreisn í Sýrlandi – eða ekki?

Blaðamaðurinn Aaron Maté hjá mótstraumsmiðlinum The Grayzone fer yfir útlitið varðandi stríðsreksturinn í Sýrlandi undir Biden-stjórn – og horfur á endurreisn. Þær virðast ekkert bjartar í bráð.

kinaognato.jpg

NATO og Washington vígbúast gegn «gulu hættunni»

Stefnumarkandi samkomur um öryggismál í febrúar. Biden segir „America is Back!“ og NATO snýr sér líka gegn Kína.

julian assange

Hneigjum okkur fyrir nýju keisurunum: Um breytta fjölmiðlaveröld

Algengt viðkvæði við ritskoðun í samfélagsmiðlum er að vísa til þess að þeir séu einkafyrirtæki og því sjálfráða. En gífurlegt vald þessara „einkafyrirtækja“ er sjálft vandamálið (eða valdaránið).

indlandcovid.webp

Indland er við þröskuld náttúrulegs hjarðónæmis – en lokunarstefnan hefur skelfilegar afleiðingar

Samkvæmt víðtækri mótefnamælingu í Nýju Delhí á Indlandi nálgast landsmenn nú hjarðónæmi – án bólusetningar. Indverjar virðast því sleppa létt frá sóttinni. Hins vegar ekki frá sóttvarnaraðgerðunum.

1928_Lyngen_Troms_Norway_group_Mountain_Sami_people_Photo_pcard.jpg

Útrýmingarherferð gegn Sömum

Norðurlöndin hafa sameiginlega staðið að þjóðernishreinsunum og menningarmorði sem er fullkomlega sambærilegt við það sem hefur átt sér stað í Norður-Ameríku og Ástralíu. Það sem gerir þjóðernishreinsanir "okkar" nágranna jafnvel andstyggilegri en þær síðarnefndu er að við vitum ekki einu sinni af þeim. Hér er vísað til þjóðar Sama, nágrannaþjóðar okkar. Fánadagur samísku þjóðarinnar er 6. febrúar.

portugal.jpg

Covid fréttir frá Portúgal

Í grein í Neista í júlílok síðastliðinn nefndi ég Portúgal sem dæmi um Evrópuland, sem hefði enn sem komið var farið nokkuð vel út úr kórónuveirufaraldrinum. Fyrsta bylgja nýrra tilfella stóð yfir frá upphafi faraldursins til aprílloka. Önnur bylgjan var frá maí til ágústloka. Þessar tvær bylgjur voru mjög áþekkar því sem gerðist á Íslandi og raunar var varla hægt að tala um sumarbylgju þar sem hún var nánast engin. Þriðja bylgjan, haustbylgjan, byrjaði í september og má segja að henni hafi lokið 26. desember sl. og er þetta svipað haustbylgjunni á Íslandi. Þá varð fjandinn laus, skrifar Björgvin Leifsson frá Portúgal.

islandsbanki.jpg

Einkavæðing almannafjár

Einkarekstur eða ríkisrekstur? Tvö einkavæðingarmál eru nú í umræðunni. Annars vegar er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem lagt er til að einkareknir fjölmiðlar verði styrktir af almannafé, og hins vegar ákvörðun fjármálaráðherra að hefja sölu á Íslandsbanka eigi síðar en í desember nk.

great reset.jpg

Uppáklæddur Kapítalismi

„En hvað ætlum við, almenningur, að gera, láta stela heiminum frá okkur á þennan hátt?“ spyr Ögmundur Jónasson um áhrifin af efnahagsstefnu World Economic Forum – „endurræsingunni“, The Great Reset.

social__site__default.png

World Economic Forum og „Endurstillingin mikla“

Áhrifamesta auðmannasamkunda heims setur í gang áætlun um „endurstillingu“ hagkerfis og valdastrúktúrs kapítalismans. Stefnan flaggar jöfnuði og grænum gildum en felur í sér einstæðan flutning fjármuna til hinna allra ríkustu og stór skref burt frá lýðræði.

earth-1541006_1280.jpg

Það sem allir friðarsinnar þurfa að vita um umhverfismál og kapítalisma

Friðar- og umhverfisbaráttan fléttast margvíslega saman, umhverfisvandinn og stríðshættan kynda hvort undir öðru. Kapítalisminn leiðir af sér kreppur, styrjaldir, ófrið og eyðileggingu umhverfis. Getum við stuðlað að því að leiða umhverfis- og friðarhreyfinguna í einn farveg sem beitir sér fyrir afnámi auðvaldskerfisins?

Frelsisstyttan i útrás 140x100cm 450þúscrop.jpg

Heimsvaldastefnan og bandarísku kosningarnar

Afstaða til heimsvaldastefnu og hnattvæðingarstefnu er afgerandi þáttur bandarískra stjórnmála – og skiptir aðra jarðarbúa líka býsna miklu máli. Trumpisminn tengist neikvæðri afstöðu til hnattvæðingarstefnu. Hvað valdataka Bidenstjórnar líkleg til að boða í þessu efni?

girðing.jpg

"Höfð að háði og spotti"

Veltum aðeins fyrir okkur afleiðingum þess að loka landinu alfarið í marga mánuði, jafnvel heilt ár, og fullyrðingu Ingu Sæland, alþingismanns, um að þannig hefði verið komið í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll að kórónuveiran hefði getað borist til landsins.

samvinna2.png

Starfsmannasamvinnufélög geta bjargað verkalýðnum úr kreppu, ef rétt er að staðið

Öllum ætti að vera ljóst að sú kreppa sem er að skella á heimsbyggðinni er af stærðargráðu sem fæstir hafa séð. Til dæmis hafa 33 milljónir starfa hafa horfið í Bandaríkjunum á árinu 2020, samanborið við tæpar 9 milljónir starfa sem hurfu í efnahagskreppunni 2008. Á Íslandi má búast við svipuðum hildarleik. Þegar útlitið er svona verður að skoða vel og ítarlega hvaða aðgerðir er rétt að fara í fyrir alþýðuna.

pfizerlogo.jpeg

Pfizer: auglýsing og veruleiki

Fjölmiðlar á Íslandi fyllast gleðihrópum yfir því að fyrirtækin Pfizer og BioNTech komi með bóluefni sem virki í 90% tilvika gegn kórnuveiru. Moderna og fleiri lyfjarisar boða nú komandi lyf sem frelsað geti heiminn. Í þessari grein er varað við því að „stökkva í blindni“ á vagn sem lítt er öryggisprófaður. Samkrull hinna risastóru hagsmunaaðila og stjórnmálamanna er ekki vænlegasta handleiðslan á lýðheilsusviði.

joebiden.png

Joe Biden opinskár um Sýrlandsstríðið

Eftir forsetakosningar í Bandaríkjunum er ástæða til að segja skondna sögu af Joe Biden, þá varaforseta, sem árið 2014 tókst að reita til reiði nokkra af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandsstríðinu. Stuðst við bók hins sænska Patriks Paulov.

kreppa.jpg

Hvers má vænta í komandi kreppu?

Það kemur æ skýrar í ljós að kreppan sem heimsfaraldurinn hefur leyst úr læðingi, er ekki aðeins hik eða afturkippur í hagkerfinu. Líkur aukast á því að í uppsiglingu sé djúp kreppa, sem getur orðið alhliða og langvarandi. Hvernig bregðast ráðandi stéttir við og hvaða kröfur eiga vinnandi stéttir að sameinst um við þessar aðstæður?

lokunarstefna.jpg

Þrjú innlegg gegn lokunarstefnu

Lokunarstefnan ber með sér atvinnuleysi og ófrelsi, valdboðs- og eftirlitssamfélag í nafni sóttvarna. En vísindasamfélagið er ekki einhuga um aðferðir til að mæta Covid, Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) ekki heldur. Þórarinn Hjatarson skrifar, á eigin ábyrgð.

haltuíhöndinámér.jpg

Sóttvarnaaðgerðirnar vernda ekki áhættuhópa

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa. Jón Karl Stefánsson skrifar.

coronavirus-5020156_1280.jpg

Covid-19, verkfæri í stéttabaráttu

Áhrif Covid-19 eru ekki fyrst og fremst heilsufarsleg heldur þjóðfélagsleg. Spurt er hvaðan ákvörðunin um samfélagslegar stöðvanir og lokanir kom. Svarið er hnattræn stéttarpólitík, segir Þórarinn Hjatarson.

1408x594.jpg

Pólland afturkallar fullveldi í þágu aukinnar viðveru Bandaríkjahers

Laugardaginn 15. ágúst skrifuðu ríkisstjórnir Póllands og Bandaríkjanna undir samning sem eykur umsvif Bandaríkjahers í Póllandi í þeim tilgangi að veita NATO aukinn liðsauka og styrkja víglínuna gegn Rússlandi. Þetta er líka merki um sívaxandi yfirráð Bandaríkjanna yfir Austur-Evrópu og sérstaklega Póllandi.

danskiogislenskifaninn.jpg

Danskar upplýsingar um netógnir

Fréttirnar um þjónkun dönsku leyniþjónustunnar við bandarískar öryggisstofnanir sýna rétt einu sinni að mesta aðsteðjandi ógn við netöryggi kemur frá BNA. Viðbrögð utanríkisráðherra Íslands vekja ekki traust og sefa ekki illan grun.

icelandair/así/stærri.jpg

Icelandair og vinnulöggjöfin

Í heimsfaraldrinum hafa öll ferðaþjónustufyrirtæki orðið illa úti. Það á ekki síst við um Icelandair, sem hefur barist um á hæl og hnakka til að fá nýtt hlutafé og forðast gjaldþrot. Aðferðir félagsins hafa vakið mikla andúð, ekki aðeins krafan um skert kjör flugreyja til langs tíma, heldur ekki ekki síður aðferðirnar til að knýja hana fram.

Bruni starfsmannaleiga.jpg

Starfsmannaleigur eru tvöföld árás á verkalýðinn

Bruninn mannskæði í niðurníddu starfsmannaleigu-húsnæði við Bræðraborgarstíg hefði átt að verða meiri vekjari en hann varð. Ráðning vinnuafls á undirverði og illum aðbúnaði gegnum starfsmannaleigur er tvöföld árás á launafólk.

US-imperialism.jpg

Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku – II

Seinni grein. Fyrri grein um heimsvaldastefnuna fjallaði einkum um efnahagslegan grundvöll hennar en þessi hér um pólitísku og hernaðarlegu hliðina, baráttuna um áhrifasavæði – og heimsyfirráð. Greinin byggir á fyrirlestri hjá Sósíalistaflokknum 4. júlí sl.

latuff-us-imperialism.jpg

Setjum okkur í spor Venesúelabúa

Áróðursherferðin gegn Bólivarbyltingarstjórninni í Venesúela gengur einkum út á að efnahagur landsins sé í molum og stefna stjórnvalda því misheppnuð. Þótt harkalegustu efnahagsþvingunum sé beitt gegn landinu og allir megi vita hvaða tilgangi þær þjóna hefur þessi aðferð virkað svo vel að jafnvel yfirlýstir vinstrimenn, sem ættu að taka framsækna stefnu Venesúela sér til fyrirmyndar, hafa samþykkt þessa röksemdarfærslu. En hvernig myndi þetta fólk líta á málin ef samskonar efnahagsárásir beindust að þeirra eigin samfélagi?

hiroshimabomb.jpg

Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku – I

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá því bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma. Sami stríðsaðili beinir nú spjótum sínum og skipulegum stríðsáróðri að nýjum andstæðingi – Kína. Hvað hreyfiöfl knýja slíka atburðarás? Í tveimur greinum verður hér fjallað um heimsvaldastefnuna, með aðalfókus á þá bandarísku. Fyrri grein fjallar einkum um efnahagslega hlið málsins en sú síðari um pólitíska og hernaðarlega hlið.

migrants-articleLarge.webp

Gleymum ekki rasismanum í Líbýu

Allir mögulegir og ómögulegir taka nú undir mótmælahreyfinguna Black lives matter. Vert er þá að minna á einn öfgafyllsta rasisma síðari ára – í Líbýu – og stuðning Vestursins, m.a. okkar Íslendinga við hann.

shutterstock_1683862066-807x455-c.jpg

Alþjóðasamstarf á tímum Covid-19

Kórónuveirufaraldurinn afhjúpar ýmsa veikleika í alþjóðlegu samstarfi en einnig innan einstakra landa. Oft virðist pólitík ráða för en ekki heilbrigðissjónarmið. Lítið er um samræmdar aðgerðir og einstök ríki fara sínu fram hvað sem alþjóðastofnunum og ríkjasamböndum líður. Björgvin Leifsson skrifar frá Portugal.

GettyImages-1213156555-small-e1593712458517.jpg

Stríðið gegn Sýrlandi – efnahagsvopnunum beitt

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.

kísilveriðábakka.jpg

Stóriðjumartröðin á Húsavík

Með lokun kísilverksmiðjunnar á Bakka gefst Húsvíkingum einstakt tækifæri til að rífa sig lausa frá stóriðjustefnunni, sem haldið hefur bænum í helgreipum í hátt í tvo áratugi.

Dynamic_Mongoose_2.jpg

Kafbátaeftirlitsæfing við Ísland. Verður annað hvert ár.

Fyrir dyrum er tveggja vikna kafbátaeftirlitsæfing á vegum NATO við strendur Íslands, með þátttöku sjö ríkja. „Ákveðið hefur verið“, samkvæmt Utanríkisráðuneytinu, að slíkar flotaæfingar verði á Íslandi annað hvert ár. Spurningin er, hvar var það ákveðið?

svartirbyltingasinnar.jpg

Bandaríkin: Stéttaandstæður þungvægari en rasismi

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins.

poverty-96293_960_7202.jpg

Viðbrögðin við Covid opinberar djúpstæða stéttskiptingu og rasisma

Viðbrögðin við Covid 19 hafa nokkrar félagslegar og pólitískar víddir. Nokkrar þær mikilvægustu opinbera stéttskiptingu, hnattræna misskiptingu og rasisma. Víða um heim er Covid nefndur „sjúkdómur ríka mannsins“. Jón Karl Stefánsson skrifar.

16282104360_b8fd0177bc_b.jpg

Á að reyna „union busting“?

Kjaradeila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands heldur áfram. FFÍ beygir sig ekki og Icelandair freistar þess að sniðganga FFÍ. Þarna er brennipunktur íslenskrar stéttabaráttu í dag. ASÍ og Efling – stéttarfélag senda flugfreyjum mikilvægar stuðningsyfirlýsingar.

Icelandair.jpg

Icelandair-kjaradeilan og stéttabaráttan eftir Covid

Icelandair gerir samninga við flugmenn og flugvirkja sem fela í sér miklar kjaraskerðingar. Þessum samningum er ætlað að leggja línuna. Öll spjót standa nú á flugfreyjum. Þarna sjást í skýrri skuggsjá nýjar og harkalegar aðstæður stéttabaráttunnar eftir Covid.

recession.jpg

Covid-faraldur og kreppa. Rýnt í nokkrar tölur.

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Þórarinn Hjartarson skrifar, á eigin ábyrgð.

Umönnun.jpg

Hin ólíka áhætta og mikilvægi umönnunar

Sparnaður í umönnunarþættinum er orðinn samfélaginu dýr. Þau mistök má ekki endurtaka. Áherslan á áhættuhópa skiptir öllu máli. Önnur grein Jóns Karls Stefánssonar um farsóttina.

coronavirus.png

Covid og starfsmenn í velferðarmálum

"Jón Karl Stefánsson skrifar. Dánartíðni vegna Covid-19 er tiltölulega lág á Íslandi, 0,27% smitaðra er líkleg tala. Mikilvæg ástæða þess er frábært starf sem unnið er í umönnunar- og velferðarþjónustu. En þetta starf einkennist af ómanneskjulegu álagi, lágum launum starfsfólksins og valdaleysi þess um starf sitt. Jón Karl skrifar úr „framlínunni“."

linegodown.jpg

Hugleiðingar um COVID-kreppu

Hér er vikið að auðvaldskreppu í gerfi veirufaraldurs og dómínóáhrif hnattvæðingar. Meira er þó fjallað um hamfarakapítalisma og veröld í sjokkmeðferð. Loks um hin vondu áhrif á lýðræðið. Þórarinn Hjartarson skrifar.

kaupfélag.jfif

Róttæk samvinnufélög

Jón Karl Stefánsson skrifar um skipulagningu vinnunnar, um lýðræði á vinnustað í stað stigveldispýramída, um sameign í stað einkaeignar, um samvinnuhyggju í stað samkeppni – í róttækum samvinnufélögum.

venesuelaflag.jpg

AGS sýnir sitt rétta andlit

AGS er samstíga Bandaríkjastjórn um efnahagslegar refsiaðgerðir og neitar Venesúela, eins og einnig Íran, um neyðarlán vegna Kórónaveirunnar. Í refsiaðgerðunum er neyð almennings hugsuð sem pólitískt vopn sem framkallað geti uppreisn þegnanna. Jón Karl Stefánsson skrifar.

kvotannheim2.jpg

Kvótann heim! – mikilvæg umræða

Ögmundur Jónasson fékk til liðs við sig Gunnar Smára Egilsson og þeir tveir voru farnir af stað um landið með fundarsyrpuna „Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim“ og höfðu fundað í nokkrum sjávarbyggðum við mikil viðbrögð og undirtektir. Svo kom samkomubannið. Við því brugðust þeir félagar með því að gangsetja litla heimasjónvarpsstöð og streyma umræðunni þaðan á netið. Umræðurnar eru mjög fróðlegar. Af þvi að þar birtist bæði staðgóð þekking á kvótakerfinu og róttækt uppgjör við það er ástæða til að vekja athygli á því hér á Neistum.

capitalism_evil_business_man_mini.jpg

Líkurnar á því að lenda á toppnum

„Hver er sinnar gæfu smiður“. Það stenst ekki. Það er fásinna að halda því fram að í þessu kerfi séu dugnaður og hæfni einstaklinganna stærsti þátturinn í velgengni þeirra. Jón Karl Stefánsson skrifar pistil um möguleika einstaklinganna í stéttskiptu samfélagi.

az-orosz-kulugy-elutasitotta-naci-nemetorszag-szovjetunio-felelossegenek-unios-osszemosasat.jpg

Söguendurskoðun frá Brussel

Í september 2019 voru 80 ár liðin frá upphafi heimsstyrjaldinnar síðari. Af því tilefni samþykkti Evrópuþingið í Brussel ályktun þar sem Sovétríki Stalíns og Þýskaland Hitlers eru gerð sameiginlega ábyrg fyrir styrjöldinni. Söguendurskoðunin er gamaldags illskeyttur andkommúnismi en gegnir jafnframt nýju hlutverki í nútímanum – í því að djöfulgera Rússland – en endurnýjað rússahatur gegnir meginhlutverki í herskárri liðssöfnun BNA og Vestursins gegn keppinautunum í nýju köldu stríði.

trump-soleimani-1.jpg

Pólitísk morð og ríkishryðjuverk – afleikur Trumps

Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Dráp á næstvaldamesta manni Írans var stríðsaðgerð, grófasta mögulega ögrunaraðgerð gagnvart Íran og grófasta íhlutun í málefni Íraks. Mikilvægt er að greina á milli árasaraðgerðar og varnarviðbragða. Og að hindra þátttöku Íslands í enn einu árásarstríðinu.

34390755362_841335d219_b.jpg

Brexit og breyttar átakalínur í stéttabaráttunni

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við. Brexit-kosningarnar geta líka gefið innsýn í breyttar kraftlínur í komandi breskri og evrópskri stéttabaráttu.

HQ_of_OPCW_in_The_Hague.jpg

OPCW og reykskýið yfir Sýrlandsstríðinu

Gleymum því ekki að Íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka á Damaskus 14. apríl 2018. NATO lýsti yfir stuðningi við aðgerðirnar og Jens Stoltenberg sagði hiklaust að hann hefði til þess umboð allra NATO-ríkja.

hrwlogo.png

Human Rights Watch: Áróður í nafni mannréttinda?

Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, eru fjársterk alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í New York. Þau fylgjast með mannréttindabrotum og hafa mikil áhrif á alþjóðamálin og eru mikið notuð sem heimild. En samtökin eru ekki og hafa aldrei verið hlutlæg, heldur hönnuð til að gagnrýna ákveðna aðila en fara silkihönskum um aðra. Jón Karl Stefánsson skrifar um HRW.

Namibia_Skelettküste-Nationalpark_Schiffswrack_11.jpg

Samherji varla sértilfelli

Eftir því sem meira rúllast upp Namibíumálið mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli. Þórarinn Hjartarson skrifar pistil um málið.

bolivia-bg-1stld-writethru-02da51ce-0431-11ea-8292-c46ee8cb3dce-780x521.jpg

Valdaránið í Bólivíu: OAS – ekki góð heimild

Samtök Ameríkuríkja, OAS, eru helsta vitni íslenskra fjölmiðla um valdaskiptin í Bólivíu. OAS eru í raun samtök hægrisinnaðra ríkisstjórna, fyrirtækja og einstaklinga í Ameríkuálfunum. Þau styðja t.a.m. tilraunir til valdaráns í Venesúela og spila nú stóran þátt í valdaráninu í Bólivíu.

1061579.jpg

Auðmannavæðing og alþjóðavæðing landeigna

Þróun sprottin af frjálshyggju, alþjóðavæðingu, EES-samningnum. Ólíklegt að stjórnvöld stöðvi þá óheillaþróun. Það verða aðrir að gera.

170602-M-IN448-180.JPG

Sýrlandsstríðið: innrás sem tapaðist

Sýrlandsstríðið hefur þróast þannig að það verður mesti ósigur Bandaríkjanna eftir stríðið í Indókína. Niðurstaða þess er jafnframt fyrsti mikli ósigurinn í „Stríðinu langa“ í Austurlöndum nær sem Bandaríkin og NATO hófu árið 2001, og skapar forsendurnar fyrir því að sú mikla mannætukvörn verði stöðvuð.

turkitanks.jpg

Tyrkneskur þjóðréttarglæpur og kúrdískar villigötur

Við neyðumst til að horfa á Tyrknesku árásina á Kúrda sem harmleik frekar en frelsisstríð af neinu tagi, en það gerir auðvitað ekki hlut Tyrkja neitt betri, eða blóðuga framgöngu þeirra gegn Kúrdum fyrr og síðar.

airforcebby.jpeg

Stríðsöflunum miðar betur í norðri en í suðri.

Það er skemmst frá því að segja að þessar styrjaldir Vestursins í Austurlöndum nær hafa gengið mjög illa. En í Norðrinu er allt annars konar þróun í gangi og þar miðar stríðsöflunum miklu betur.

rafmagnsmastur.jpg

Hinir nytsömu sakleysingjar í orkupakkamálinu

Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali á Selfossi skrifar pistil um Orkupakkann, græðgiseðlið og landsölumennsku.

kaninnkeflavik.jpg

Vígvæðing norðurslóða

Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra.

russiaamerica.jpg

Hernaðaryfirgangur Bandaríkjanna á heimsvísu og Rússagrýlan

Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019).

midnesheidi.jpg

Herinn: út um framdyr, inn um bakdyr

Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Hvað er í gangi?

MAP-US_Bases_Near_Iran.jpg

Friðarvonin í Miðausturlöndum

Felst von friðarins í Miðausturlöndum í herstyrk klerkastjórnarinnar?

gulfofoman.jpg

Ögrunaraðgerðir gegn Íran sýna alvöru Bandaríkjanna

Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur óvenjulega skýrt um hvað taflið snýst: Um svæðisbundin yfirráð, um hnattræn yfirráð. Staðfastur fjandskapur Bandaríkjanna sýnir vaxandi örvæntingu í Washington.

iran.jpg

Íran, heimsvaldastefnan og „Miðsvæðið“

„Ef Íran langar til að berjast verða það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður. Hér er reynt að greina bandaríska vígvæðingu á sk. „Miðsvæði“ og „stríðið langa“ í Austurlöndum nær frá 2001 í samhengi við írönsku byltinguna 1979.

Hillary_Clinton_í_ fílu

Tölvupóstar Hillary Clinton um Líbýu

Í Líbíu 2011 var verferðarríki á afrískan mælikvarða rifið í tætlur af NATO og „uppreisnarherjum“ öfgaíslamista. Tölvupóstar Hillary Clinton, birtir af Wikileaks 2016, sýna hvernig Hillary hafði yfirstjórn í þessu ferli og vissi vel hvað hún gerði. Þeim sem frömdu glæpinn er ekki refsað heldur eingöngu honum sem sagði frá – Julian Assange.

Reykjavik_althing.jpg

Gelding stjórnmálanna og tvískipt elíta

Þórarinn Hjartarson skrifar um stjórnmálastéttina á tímum hnattvæðingar.

islfaninn.jpg

Fullveldið á vinstri vængnum

Þórairnn Hjartarson fjallar um fullveldismál á vinstri væng.

rafmagnsorka.JPG

Niður með orkupakkann!

Þórarinn Hjartarson fjallar um markaðsvæðingu og fullveldisafsal í orkupakkamálinu.

nobourgeoisie.jpg

Baráttan við braskaraauðvaldið

Guðmundur Beck skrifar um baráttuna við braskaravaldið bæði varðandi hrátt kjöt og kjarasamninga

chavesframe.something

Valdaránstilraunin í Venesúela

Um aðdraganda og gang valdaránstilraunar í Venesúela – sem snýst um olíuauð – og fylgir kunnuglegu munstri.

Af. félagar á LLL í Berlín 2019.

Rauðir minningardagar í Berlín

Þann 15. janúar var slétt öld frá því hvítliðar myrtu Rósu Luxemburg og Karl Liebknecht, aðalleiðtoga þýskra kommúnista, og brutu þar með á bak aftur þýsku nóvemberbyltinguna, ófullgerðu byltinguna.

climatechangephotoshop

Hvers vegna stangast á orð og gerðir í loftslagsmálum?

Það er tími til kominn að þeir, sem vilja láta taka sig alvarlega sem umhverfissinna, horfist í augu við staðreyndir og komi út úr skápnum til baráttu gegn auðvaldskerfinu.

evronevro

Íslensk króna, evrukreppa og fullveldi.

Nú er mjög rætt um gjaldmiðilsmál í sambandi við gengissig krónunnar síðustu vikur og m.t.t. komandi kjarasamninga. Í þessari grein er metin reynslan frá annars vegar evrusvæðinu og hins vegar Íslandi, einkum eftir kreppu- og samdráttartímann frá 2008. Málið snýst ekki síst um fullveldi.

ASI_Logo_v3.jpg

Sigur yfir stéttasamvinnuöflunum á ASÍ þingi.

Hið nýafstaðna ASÍ þing markar upphaf nýrra tíma og umbreytinga. Búast má við að félagar í öðrum verkalýðsfélögum reki stéttasamvinnuöflin úr forystusveitum um land allt, enda vill fólk sjá breytingar í anda skoðana alþýðunnar í landinu.

Iceland-Reykjavik-Sedlabanki-1.jpg

Sökudólgar og blórabögglar.

Eftirfarandi grein eftir Björgvin Leifsson birtist á moggablogginu á jóladag 2008. Hún birtist nú aftur á neistar.is örlítið breytt á 10 ára afmælisári bankahrunsins.

4474073436_b5c388acb0_b.jpg

Verjum fullveldi Íslands í orkumálum

Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um orkumál og fullveldi.

Landsspitalinn_nielsen.jpg

Höfnum markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfiisins.

Homeless_New_York_2008.jpeg

Sigrumst á víti heimilisleysis og ótryggs húsnæðis.

Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um heimilisleysi.

ekkisprengja.png

Ályktun gegn heimsvaldastefnu og stríðsstefnu.

Ályktun af landsfundi Alþýðufylkingarinnar um hernaðaraðgerðir heimsvaldasinna.

Mengun.jpg

Kapítalisminn er stærsta umhverfisógnin.

Á landsfundi Alþýðufylkingarinnar var ályktað um umhverfismál og tekið afstöðu.

Austurvellir 2008

Kreppa er óhjákvæmilegur hluti kapítalismans!

10 ár eru frá hruni.

Meeting_1er_mai_2012_Front_National,_Paris_(45)2048x.jpg

Hægripopúlisminn – helsta ógn við lýðræðið?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? - Þórarinn Hjartarson skrifar

Brynjólfur Bjarnason (andlitsmynd)

Flokkur og samfylking; Ráð Brynjólfs Bjarnasonar

Brynjólfur Bjarnason fyrsti formaður Kommúnistaflokksins dró lærdóma af áratuga langri stéttabaráttu

Kvenrettindahnefi_16.9

Femínismi vs. Kapítalismi

Karitas Bjarkadóttir skrifar um ósmarýmanleika kapítalisma og femínisma.

Bandarísk heimsvaldastefna

Hnattræn herstjórnarlist og gagnbylting

Það var heimsvaldastefnan sem myndaði ákvarðandi sérkenni kapítalisma 20. aldarinnar og ákvarðaði þar með skilyrði jafnt byltingar sem gagnbyltingar.

Kóreskir Stríðsfangar

Rætur Kóreudeilunnar

Það er ekki brjálsemi N-Kóreskra leiðtoga sem veldur spennunni þar. [...] Heldur hefur meginorsökin alla tíð verið botnlaus yfirgangur forysturíkis Vestursins gagnvart þessu litla landi, Norður-Kóreu, og Kóreu allri

Alþýðufylkingin

Áramótakveðja Alþýðufylkingarinnar

Margt hefur borið við á nýliðnu ári, og mörg verkefni blasa við okkur á komandi ári. Þó að kosningaúrslit yrðu okkur ekki í hag nú í haust, segir það ekki alla söguna um stöðu okkar og möguleika. Það var í sjálfu sér mikill sigur að við skyldum geta tekið þátt í osningum með svo stuttum fyrirvara, og kom mörgum í opna skjöldu. Einnig er margt sem bendir til að sjónarmið okkar hafi náð til margra og fengið meiri undirtektir en áður þó það hafi ekki skilað sér í kjörkassana.

1917

Byltingarhugsun og byltingarframkvæmd. Nokkrir punktar um Októberbyltinguna.

Að öllu samanlögðu rættust í Októberbyltingunni hin fleygu orð Karls Marx: „Byltingarnar eru eimreiðar mannkynssögunnar.“ Styrkur Bolsévíka 1917 fólst vissulega í byltingarsinnaðri stefnu en ekki síður í því að þeir sveigðu stefnu sína að raunveruleika stéttabaráttunnar fremur en að binda sig við fræðilegar uppskriftir.

Lenín í Októberbyltingunni

Ræða Óla komma úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar á Akureyri

„Máttug ertu og máttvana, Rússland, ó móðir kær“ Þannig komst rússneska skáldið Nékrassov að orði um ættland sitt á 19. öld. Og sjaldan hafa sannari orð verið sögð um Rússland keisarastjórnarinnar, hið víðáttumikla heimsveldi á leirfótum.

Önnur úr Októberbyltingunni

Ræða Skúla úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar

Rússneska byltingin einkenndist af bæði miklum sigrum og ósigrum, þar sem í sigrunum fólust líka ósigrar og ósigrunum sigrar. Það sem einna helst vekur með mér sjálfum innblástur við rússnesku byltinguna eru þeir möguleikar sem ekki urðu að veruleika ...

Októberbyltingin

Ræða Vésteins úr aldarafmæli Októberbyltingarinnar

Þann 7. nóvember 2017 var haldið aldarafmæli októberbyltingarinnar í hátíðarsal Iðnó. Árni Hjartarson var kynnir og komu fram ræður eftir Skúla Jón Unnarson og Véstein Valgarðsson. Það stóð til að Sólveig Anna Jónsdóttir myndi halda ræðu ...

Þorvaldur trésmiður sextugur

Vísa eftir Þórarinn Hjartarson að tilefni sextíu ára afmælis Þorvaldar Þorvaldssonar.

Mohammad Mosaddeq

Um Lýðræði í Miðausturlöndum og Afríku

Raunin er sú að við búum enn í nýlendutímabili en form nýlendanna hefur breyst. Nú höfum við ekki lengur einkaríki stakra kónga í Afríku eða nein Austur-Indíafélög. Við höfum hinsvegar fjármálaáætlanir AGS og Heimsbankans. ...